20.5.2008 | 10:26
Undirskriftarlistar-til hvers?
Fór á áhugavert málþing á föstudaginn sem haldið var á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Yfirskrift málþingsins var "Hvernig virkar lýðræðið í sveitarfélögunum? Fulltrúalýðræði stjórnmálaflokkar hagsmunaaðilar íbúar".
Þetta var hið ágætasta málþing þar sem valinkunnur hópur ræddi ólíka fleti þessa máls.
Einn fyrirlesara ræddi um áhrif-völd og hagsmuni. Þar var sérstaklega rætt um hvaða áhrif hagsmunasamtök hafa á störf sveitarfélaga. Þar kom meðal annar upp sú samræðan sem nauðsynleg er að fram fari, þegar reynt er að ná ásættanlegri niðurstöðu í einstökum málum innan sveitarfélaga.
Í máli fyrirlesara kom fram að það sé einfaldlega ekki þannig að undirskriftalistar séu samráð við sveitarstjórnir. Það þurfi að fara aðrar leiðir.
Að safna undirskriftum er ekki alltaf leiðin til að fá sveitarfélög til samráðs. Það getur dugað þegar reynt er að vekja athygli á málum sem kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt. Einstökum framkvæmdum eða óskum íbúa.
Málið snýr allt öðruvísi við, þegar reyna á að þvinga sveitarstjórnir til þess að draga til baka einstakar ákvarðanir sem búið er að samþykkja.
Það er ágætt að hafa slíkt í huga áður en menn leggja af stað í þann leiðangur að safna undirskriftum gegn einstökum ákvörðunum sveitarfélaga. Það verður að skoða hverju menn ætla að ná fram með slíkum undirskriftum.
Það eitt að safna undirskriftum til þess að láta í ljós óánægju með niðurstöðu í máli er ekki til neins. Það verður að vinna málin fyrirfram en ekki eftirá.
Ekki vanþörf á því að hafa slíkt í huga nú, þegar undirskriftarlistar virðast eiga að leysa hvers manns vanda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Hér er einn listi varðandi Magnús Þór sem ég bjó til. Endilega skrifaðu undir.
Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:19
http://www.petitiononline.com/magthor/petition.html
Hér.
Sveinn Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.