Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða ekki vera leiðtogi

Hann er vandrataður hinn gulni meðalvegur. Það sem einum er leyft er öðrum bannað. Það sem einum er talið til tekna er öðrum talið til hnjóðs.

Þannig líta menn misjöfnum augum á framgöngu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Mannamáli hjá Sigmundi Erni í gær. Það sem mér fannst bera vott um vasklega framgöngu telja aðrir vera afneitun af hennar hálfu.

Mér persónulega fannst hún sýna það og sanna að hún væri leiðtogi með framgöngu sinni í gær. þáttastjórnandinn virtist skynja það sama og hafði það sérstaklega á orði í þættinum. Hvaða skoðun menn hafa síðan á hennar pólitík en annað mál. Það að vera leiðtogi er ekki öllum gefið.

Stjórnmálin snúast ekki síður um það að verjast fimlega og það gerði hún að mínu mati líka í gær. Ég var ekki alltaf viss um að hún hefði sannfæringu fyrir því sem hún sagði, en hún varðist með kjafti og klóm.  Hún viðurkenndi jafnframt að staða Sjálfstæðisflokksins í borginni væri ekki ásættanleg. Hún viðurkenndi að vandinn væri til staðar.

Hún vildi hinsvegar ekki viðurkenna annað en allt væri í góðu lagi í meirihlutanum. En hvað eiga menn að gera í slíkri stöðu? Varla fara menn að viðurkenna að allt sé í kalda koli innanbúðar. Veit ekki til þess að slíkt sé vænlegt til árangurs fyrir meirihluta.

Man eftir mörgum stjórnmálamönnum  sem hafa beitt þessari sömu taktík. Þeir hafa yfirleitt verið dásamaðir fyrir þor og þrek og það að láta ekki andstæðingana slá sig út af laginu. Þá er slík framganga talin kostur.

Hanna Birna sem hinsvegar varðist fimlega án þess að horfa fram hjá þeim vanda sem virðist vera uppi, virðist ekki vera mæld eftir sömu mælistiku þegar frammistaða hennar er metin.

Sama hvað má segja um þessa ágætu konu þá kom þar bersýnilega fram í þættinum að þarna er leiðtogi á ferð. Ekki skrítið þótt andstæðingarnir óttist það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þessu mati þínu Anna.

Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, ég fékk svipað á tilfinninguna. Hún virðist þolinmóð ætla að bíða síns vitjunartíma. Skynsamt.

Haukur Nikulásson, 20.5.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hanna Birna verður orðin oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík áður en langt um líður.  því fyrr því betra

Óðinn Þórisson, 20.5.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband