Leita í fréttum mbl.is

Hvað þarf til ?

Alltaf bætist við rökin með því að hefja aðildarviðræður við ESB.  Síðustu 48 tíma hefur þetta bæst við:

Verð á matvörum er að jafnaði 64% hærra á Íslandi en að meðaltali í ESB-ríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði.

Könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag íslenskra stórkaupmanna (FíS) kemur í ljós að 70% félagsmanna vilja að Íslendingar taki upp evru í stað íslensku krónunnar. Knútur Sigmarsson framkvæmdastjóri FÍS, segir greinilegt sé að skilaboðin séu skýr og telur að ástandið undanfarið hafi valdið því að menn líti á krónuna sem einskonar viðskiptahindrun. Þessi niðurstaða sé ákall til stjórnvalda.

Þetta eru tíðindi síðustu tveggja daga. Hvað þarf mikið til að stjórnvöld hefji undirbúning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að benda á það að þessi 64% er munurinn á matvælaverði hér og meðalverði í ESB. Inni í því meðaltali eru lönd á borð við Pólland, Búlgaríu, Slóvakíu, Ungverjaland og Eystrasaltslöndin. Flest er nokkuð mikið ódýrara þar en hér enda um mjög fátæk lönd að ræða.

Það er svo annað mál að matur er of dýr á Íslandi (u.þ.b 15% dýrari en í Danmörku). Spurningin er hvernig það ætti að breytast við inngöngu í ESB. Tollar á landbúnaðarvörur frá ESB ríkjum myndu falla niður en við getum vel fellt þá niður sjálf. Annað myndi ekki gerast sem afleiðing af inngöngu í sambandið.

Ég sé ekki aðra leið til þess að lækka matvælaverð hér verulega en að lækka tolla á matvæli frá löndum utan Evrópu og N-Ameríku (þessi sem ESB hefur reist tollmúra gegn). Það væri vitaskuld ekki hægt ef Ísland væri innan ESB.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

25% er nægjanlegt fyrir mig.

Bendi þér á þessar niðurstöður á vef neytendasamtakana.

Kostir og gallar aðildar  metnir út frá hagsmunum íslenskra neytenda.

Helstu niðurstöður eru:

  • Með aðild að ESB yrði Ísland um leið aðili að tollabandalagi ESB. Því myndu þeir tollar sem enn eru milli Íslands og ESB landanna falla niður og munar þar mestu um landbúnaðarvörur. Þetta myndi skila sér í lægra verði á þessum vörum. Tollar gagnvart ríkjum utan ESB gætu í sumum tilvikum hækkað.
  • Með aðild að tollabandalaginu myndu netviðskipti við fyrirtæki innan ESB verða ódýrari og einfaldari. Slíkt myndi auka samkeppni gagnvart ýmsum innlendum fyrirtækjum.
  • Ljóst er að samhliða aðild þyrfti að endurskipuleggja íslenskan landbúnað á sama hátt og Svíar og Finnar gerðu áður en þessi lönd gengu í ESB. Draga þyrfti úr stuðningi við íslenskan landbúnað en nú er sá stuðningur með því hæsta sem gerist. Það er hins vegar ljóst að við eigum góða möguleika að ná samningum varðandi stuðning við innlendan landbúnað miðað við þá samninga sem Finnar náðu fram, þar sem allt Ísland fellur undir skilgreiningu um landbúnað á harðbýlu svæði eða heimsskautalandbúnað. Vegna þessa eru möguleikar á að fá meiri styrki til íslensks landbúnaðar frá ESB en lönd sunnar í álfunni fá. Einnig er mögulegt að íslensk stjórnvöld fengju heimild til að styrkja landbúnað sinn meira en gildir um önnur lönd innan ESB.
  • Talið er að matvælaverð geti lækkað um allt að 25% með inngöngu Íslands í ESB.
  • Með aðild að myntbandalagi ESB má gera ráð fyrir að vextir á íbúðarlánum myndu lækka töluvert. Erfitt er hins vegar að segja til um hve mikil sú lækkun yrði. Minnt er á að hvert prósentustig hefur mikla þýðingu fyrir heimilin.
  • Með aðild að ESB og myntbandalaginu myndi viðskiptakostnaður lækka og ætti slíkt að leiða til lægra vöruverðs.
  • Ætla má að með aðild myndu viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila aukast hér á landi og þar með yrði samkeppnin meiri.
  • Með aðild að ESB myndu Íslendingar geta sótt í ýmsa sjóði sem ekki er mögulegt í dag. Þar má nefna styrki til landbúnaðar og til byggðamála. Einnig yrði samstarf við lönd ESB öflugra á ýmsum sviðum eins og í mennta- og menningarmálum, rannsóknum og félagsmálum.

Anna Kristinsdóttir, 21.5.2008 kl. 09:39

3 identicon

Mér sýnist það aðallega vera atriði 1 og 2 sem eigi að leiða til lækkunar vöruverðs um allt að 25%. Þetta eru ráðstafanir sem við getum vel gert utan ESB.

Svo er það vissulega rétt að Evran ætti, á pappír, að leiða til lægra vöruverðs. Þetta hefur þó alls ekki verið raunin í mörgum aðildarríkjum myntbandalagsins.

Annars þykir mér síðasta atriðið þarna á listanum sérstaklega áhugavert. Hverjar eru líkurnar á því að Ísland verði nettó styrkþegi innan ESB? Getum við ekki bara styrkt það sem við viljum styrkja beint og án þess að féð hafi viðkomu í Brussel?  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ef það er raunin er sérkennilegt að stjórnvöld hafi ekki nú þegar gripið til þessara aðgerða til að lækka matarverð.

Evran og upptaka hennar hefur mun fleiri kosti en að leiða til lægra vöruverðs. Hvað ætli veikur gjaldmiðil okkar hafi kostað þjóðarbúið á liðnum misserum?

Atvinnulífið kallar eftir aðgerðum.

Anna Kristinsdóttir, 21.5.2008 kl. 10:46

5 identicon

Ástæða þess að stjórnvöld hafa ekki gripið til þessara aðgerða til þess að lækka matvælaverð er vilji til þess að vernda innlendan landbúnað. Ef menn hefðu varið helmingnum af þeim tíma og orku sem farið hefur í það að berjast fyrir inngöngu í þetta blessaða Evrópusamband til þess að berjast fyrir einhliða tollalækkun þá hefði matarverð getað lækkað fyrir löngu.

Það er svo annað mál að ef að við göngum inn í ESB þá gerist annað að tvennu. 1) Landbúnaðurinn tekur stórkostlegum breytingum, bændur myndu tala um að hann leggist af, eða 2) hann viðhelst í núverandi mynd vegna beingreiðslna (sbr. lið 3 á listanum). M.ö.o við borgum jafn mikið fyrir matinn, bara eftir öðrum leiðum.

Ég ætla ekki að fara verja flotkrónuna. Það fyrirkomulag gengur ekki upp og það er komin tími til þess að endurskoða það (gengismarkmið eða myntkrafa), jafnvel til að taka upp annan gjaldmiðil. Evran hefur vissulega sína kosti en hún hefur líka ýmsa galla og hún er alls ekki eini fiskurinn í sjónum.

Í sambandi við evruna bendi ég sérstaklega á að til þess að komast inn í myntbandalagið þá þurfum við að ná verðbólgu niður í meðaltal þeirra þriggja Evrópuríkja þar sem verðbólga er lægst. Við þyrftum einnig að lækka vexti. M.ö.o til þess að fá evruna þá þurfum við að leysa vandamálin sem við ætlum að leysa með evrunni. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband