Leita í fréttum mbl.is

Lokið að detta af pottinum

Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur. Mælist stærsti flokkur á Íslandi í kosningum. Þar innan dyra eru margar ólíkar skoðanir. Það er ekkert nema eðlilegt við það.

Sjálfstæðisflokkurinn er einn fárra flokka sem enn hefur flokksaga. Þar liggur munurinn á honum og flestum öðrum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið samstíga í sínum skoðunum út á við og menn hafa borið gæfu til þess að leysa ágreining innan flokks en ekki utan. Hefur skapað flokknum traust meðal almennings.

Meðan Davíð stjórnaði flokknum voru menn lítið að tjá sig þvert á stefnu flokksins a.m.k. opinberlega. Hann hafði stjórn á sínum mönnum. Leyfði þó einum eða tveim þingmönnum að tala á annan hátt en heildinni.

En allt er í heiminum hverfullt. Nú virðist aginn vera á hraðri niðurleið. Það sýnir sig í málum tengdum borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, þar virðist ekki vera tekið á málum. Vantar á vissan hátt höfuð á hópinn. Eftir höfðinu dansa síðan limirnir.

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 4. maí s.l. var skrifað "Það versta sem fyrir Sjálfstæðisflokkinn getur komið er alvarlegur og djúpstæður ágreiningur um ESB".

Nú virðist slíkt vera að gerast. Í fyrradag sagði Þorgerður Katrín á fundi með sjálfstæðismönnum að  að Íslendingar eigi að breyta stjórnarskránni á þessu kjörtímabili til þess að greiða fyrir hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Í gær er það Björn Bjarnason sem segir hinsvegar að hann sé ekki hrifinn af hugmyndum um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Ólíkar skoðanir innan ráðherraliðs Sjálfstæðismanna og nú hljóta menn að takast á innbyrðis um það hvaða leið verði fyrir valinu þegar stefna flokksins er mótuð í Evrópumálum. 

Það er líkt og lokið hafi verið tekið af pottinum og undir kraumi ágreiningurinn. Það getur orðið erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vonandi bera menn gæfu til að taka mið af því sem fólkið í landinu vill.


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þorgerður Katrín er algerlega einangruð í þessum málum innan forystu Sjálfstæðisflokksins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband