Leita í fréttum mbl.is

Við erum vöknuð

Það eru ekki nema nokkur ár síðan verkalýðsforystan ræddi um að flytja hátíðarhöldin á 1.maí í laugardalshöll. Áhugi almennings á þessum hátíðisdegi verkalýðsins virtist ekki vera lengur til staðar.

Ár frá ári fækkaði þeim sem höfðu áhuga á að taka þátt í kröfugöngum og maður hafði á tilfinningunni að þar færu síðustu risaeðlur hins vinnandi verkalýðs. Við hefðum það hvort eð er, svo andskoti gott.

Ég t.d. hélt að tími mótmæla væri liðin. Við íslendingar hefðum ekki lengur þörf eða getu til að rísa upp og láta í okkur heyra. Við kynnum það ekki lengur.

Nú er allt breytt. Almenningur virðist vera vaknaður af þyrnirósasvefninum þótt stjórnvöld sofi enn. Mótmæli bílstjóra sýndu það og sönnuðu að almenningur getur látið í sér heyra. Ekki bara ein stétt heldur fleiri. Sigur skurðhjúkrunarstéttarinnar á bákninu sýni það og sannaði í gær.

Lífið fer í hringi. Lifi byltingin. Við íslendingar eru ekki dauð úr öllum æðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Loksins!    Sjáumst í KRÖFUGÖNGUNNI.

Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Frikkinn

Íslenzkt verkafólk er vaknað en forysta launþegasamtakanna sefur Þyrnirósarsvefni með stjórnvöldum meðan atvinnurekendur hlægja að okkur og fitna og fitna. Baráttukveðja.

Frikkinn, 1.5.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Andrés.si

Sorglegst í öllu þessu er, að hér á landi hefur fólk meira áhuga á Gay pride, heldur á  1. mai. Og þetta mál er einn af þeim sem ég tala um í mörg ár.

Andrés.si, 1.5.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband