Leita í fréttum mbl.is

Að hlusta á íbúa borgarinnar

Félagar mínir hinum megin Miklubrautar, í Íbúasamtökum Háaleitis norður, vilja koma frekar að málefnum mislægra gatnamóta Kringlumýrabrautar, Miklubrautar. 

Ekkert óeðlilegt við það, þeir búa við þessi gatnamót og þekkja því málið af eigin raun. Það gera ekki borgarfulltrúarnir sem um málið fjalla á vettvangi borgarinnar. Líklega keyra þeir aðeins um gatnamótin en njóta þess ekki að hafa hina miklu nánd við gatnamótin eins og íbúar hverfisins gera. 

Í hverfinu Háaleiti starfa tvö íbúasamtök. Íbúasamtök Háaleitis norður og Íbúasamtök Bústaðahverfis. Allir fjórir borgarfulltrúar hverfisins búa Bústaðahverfismegin. Þar af er einn borgarstjóri.

Þótt við séum heppin af hafa hér í hverfinu svo marga borgarfulltrúa eru ekki öll íbúasamtök borgarinnar svo heppinn. Í hverfinu Háaleiti eru fjórir borgarfulltrúar búsettir, Í Vesturbæ búa fimm borgarfulltrúar, í Breiðholti þrír, í Laugardal einn og í miðborg tveir. Enginn er búsettur í því fjölmenna hverfi Grafarvogi. Hvað að einhver þekki af eigin raun hagsmuni íbúa Kjalarness. Treysti því þó að þeir kynni sér hagsmuni þessar hverfa reglulega.

Á málþingi um sem haldið var um nýtt form lýðræðis  í Háskóla Íslands kom fram að þeir sem með völdin færu væru tregir til að viðurkenna að almenningur sé jafn vel úr garði gerður til að afla sér upplýsinga og taka bestu ákvörðun. Íbúar eu hæfileikaríkir og ekki lengur tilbúnir að sætta sig við að einhverjir aðrir, þótt þeir séu kjörnir fulltrúar, séu betur fallnir til þess að taka réttar ákvörðun.

Þannig hefur samfélagið breyst á liðnum árum og íbúar vilja í auknu mæli koma að málum sem snerta hagsmuni þeirra. Slík aðkoma skiptir miklu máli ef vinna á mál í sátt við þá íbúa sem í borginni búa.

Þar spila íbúasamtök borgarinnar stórt hlutverk og  nauðsynlegt er að á þau sé hlustað.

Ps. Set hér inn auglýsingu um opinn fund íbúasamtaka Bústaðahverfis sem haldinn verður á fimmtudagskvöld.

Fimmtudaginn 28.febrúar n.k. standa íbúasamtök Bústaðahverfis -Betra líf í Bústaðahverfi-  fyrir opnum fundi um umferðarmál.  Fundurinn verður haldinn í Réttarholtsskóla og hefst hannkl. 20.00 Á fundinn koma fulltrúar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og kynna hugmyndir að eftirfarandi framkvæmdum fyrir íbúum hverfisins: 
  • Fyrirhugaða lokun beygju af Bústaðavegi til norðurs inn á Reykjanesbraut
  • Undirgöng fyrir gangandi á Réttarholtsvegi
  • Strætóreinar á Miklubraut
 Að lokinni kynningu verður almenn umræða um umferðarmálin í hverfinu og önnur mál sem brenna á íbúum.  Mætum öll og höfum áhrif á umræðuna um nærumhverfi okkar. 

 


mbl.is Íbúasamtök gagnrýna hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hví í ósköpunum gerði R-listinn sálugi ekki nokkurn skapaðan hlut á þremur kjörtímabilum sínum, annað en að taka gatnamótin út af framkvæmdaáætlun?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Vegna þess að samstaða náðist ekki um aðra lausn. Svona vinna menn oftast í samstarfi. Reyna að ná málamiðlunum.

Anna Kristinsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband