Leita í fréttum mbl.is

Háaleiti verður Háaleiti/Bústaðahverfi

Þegar samþykkt var tillaga um stofnun hverfisráða í borginni í  Borgarstjórn í nóvember 2001, fól sú samþykkt í sér að koma á fót hverfaráðum í Reykjavík sem sem myndu starfa í samræmi við þá hverfaskiptingu sem borgarstjórn samþykkti í október sama ár.

Þannig yrðu mynduð átta hverfisráð þ.e. á Kjalarnesi, í Grafarvogi, Árbæ, Breiðholti, Kringlusvæði (Hlíðar og Bústaðahverfi), Laugardalssvæði (Vogar, Heimar, Sund), Vesturbæ og miðborg. Í hverju hverfisráði skyldu sitja þrír fulltrúar kjörnir af borgarstjórn og gegni einn þeirra formennsku í ráðinu, auk þeirra eiga öll hverfisbundin félög og stofnanir fulltrúa í hverfisráði.

Þegar ég tók við formennsku í hverfisráði árið 2002 bar það hverfisráð nafnið Austurbær-suður. Þá áttu sæti þrír fulltrúar í ráðinu. Formennska í öllum ráðum borgarinnar var þá á höndum aðal eða varaborgarfulltrúa.

Fljótlega kom í ljós að nöfn hverfana voru ekki í öllum tilfellum tengd hverfunum sjálfum. Því var ákveðið að breyta nafni hverfisins Austurbær-suður. Fundað var með íbúum og mögulegum nöfnum velt upp. Niðurstaða máls var tillaga um heitið Háleiti, sem er örnefni fyrir hæstu hæðardrög á svæðinu og var hún samþykkt á fundi hverfisráðs. Því varð nafn hverfisins Háaleiti frá og með vori 2003.

Mikil óánægja var þó alltaf með þetta nafn meðal íbúa Bústaðahverfis sem töldu sig ekki tilheyra hverfinu Háaleiti. Það er því fagnaðarefni að á fundi  hverfisráð Háaleitis s.l. þriðjudag var samþykkt ósk um að nafni hverfisins verði breytt í Háaleiti / Bústaðahverfi.

Nú eru sjö fulltrúar í hverju hverfisráði borgarinnar.  Í Reykjavík starfa  nú tíu svæðisbundin hverfisráð í umboði borgarráðs, þau eru: Hverfisráð Vesturbæjar, - Miðborgar, - Hlíða, - Laugardals, - Háaleitis, - Breiðholts, - Árbæjar, - Grafarvogs, - Kjalarness og - Grafarholts og Úlfasárdals.  Samþykkt fyrir hverfisráð var staðfest í borgarstjórn 15. janúar 2008.

Engin borgarfulltrúi er nú formaður hverfisráðs. Þrír formenn hverfisráða eru varaborgarfulltrúar. Skyldi þetta benda til þess að vægi hverfisráða sé að aukast?

ps. Minni enn og aftur á opinn íbúafund í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.00, um umferðarmál í Bústaðahverfi sem haldinn verður í Réttarholtsskóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband