Leita í fréttum mbl.is

Besta könnun Fréttablaðs til þessa

Umræðan um veika stöðu krónunnar hefur án efa haft áhrif þarna á.

Nú vilja rúm 55% þjóðarinnar að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við umsókn aukist um 19% frá því í janúar 2007 þegar 36% voru hlynnt því að Ísland sækti um aðild. Aldrei áður mælst svo mikill stuðningur við að sækja um aðild í skoðanakönnunum Fréttablaðsins áður.

Sá á síðu Evrópusamtakana að þessi stuðningur sé í fullu samræmi við Capacent-Gallup kannanir undanfarinna ára sem Samtök iðnaðarins hafa staðið fyrir undanfarin ár og hafa sýnt mikinn stuðning þjóðarinnar við aðild að ESB. Næsta könnun Capacent Gallup er væntanleg í tengslum við Iðnþing 2008 sem verður haldið 6. mars næstkomandi.

Það verður áhugavert að sjá niðurstöður þeirrar könnunar og jafnframt hvort þessi könnun hafi áhrif á umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu innan stjórnarflokkanna.

 


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Kannanir fréttablaðsins eru faglega talað, gríðarlega ónákvæmar og skekkjan í þeim er allt að tífalt meiri en í 1200 manna könnunum úr þjóðskrá. þannig er að það er ekkert að marka þessa könnun.

Fannar frá Rifi, 26.2.2008 kl. 21:59

2 identicon

Fyrirgefðu Anna að ég noti síðuna þína til að mótmæla kommenti, en ekki til að svara þér. Annars geturðu skoðað og nálgast Gallup/Capacent kannanir um esb fyrir SI á vefslóðinni http://www.si.is/media/althjodlegt-samstarf/2007-08_ESB-capacent-08-2007.pdf

Fannar - eins og fram kom í greininni, hafir þú lesið hana, þá er munurinn á milli þeirra sem segja já núna og nei umfram skekkjumörk, miðað við það úrtak sem könnun Fréttablaðsins byggir á. Þannig að það er marktækur munur á mili þessara tveggja hópa og þó tekið sé tillit til vikmarka og farið í lægstu tölu, þá er samt meirihluti sem segir já.

Þó þú sért á móti "bjúrókratíska bákninu ESB", þá þýðir það ekki að þú getir bara ýtt könnunum sem þér hentar ekki til hliðar.

með kveðju

svanborg (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

könnunin er þannig gerð Svanborg, að hringt er í úrtak valið eftir ákveðinni reglu úr símaskrá. ekki þjóðskrá. þannig eru bara þeir sem skráðir eru í símaskránna og ekki með rautt ex sem hringt er í. síðan er bara ákveðnar síður valdar. t.d. bara síður 1, 10, 15 etc. og bara hægri síðan í opnu og síðan bara mið dálkurinn á þessari síðu. síða sá sem er í línu nr. 10 eða eitthvað.

með þessari leið þá eru heilu byggðarlögin sem aldrei lenda í úrtaki. þetta ásamt litlum fjölda og lágu svar hlutfalli gerir það að verkum að nákvæmnin verður lítil og skekkjum mörk eru margfölf á við aðrar kannanir. 

hver sá sem eitthvað hefur lært um gerð skoðanakannana getur sagt þér það.  

Fannar frá Rifi, 27.2.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband