Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætlar þú að kjósa?

Þessi skoðanakönnun sýnir að tveggja turna umræðan á fullann rétt á sér. Sú staða virðist vera að koma upp í stjórnmálaunum að tvær stjórnmálaflokkar tróna langt yfir aðra flokka í fylgi. Hinir þrír flokkarnir sem eru á pólitíska sviðinu mælast nú um 10% og virðast nokkuð mátlausir í minnihluta. Enn eru þó um 20% sem ekki hafa gert upp hug sinn.

Fékk símtal frá Capacent í vikunni. Aðallega voru lagðar fyrir mig spurningar um banka og tryggingarfélög og auglýsingar tengdar þeim.

Rúsínan í pylsuendanum var síðan spurningin um hvað ég myndi kjósa ef kosið yrði nú til Alþingis. Ég hikaði augnabil, enda vön að velja framsóknarflokkinn í öllum þeim skoðanakönnunum sem ég hef tekið þátt í hingað til. En nú var svarað með öðrum hætti.

Skrítið að vera ekki lengur fulltrúi og málsvari ákveðins flokks. Getað þannig skrifað af eigin sannfæringu án þess að vera föst í klafa þess að vera sammála skoðunum annarra. Slíkt er nefnilega ekki alltaf einfalt. Að þurfa að verja alla þær ákvarðanir sem flokksforystan tekur á hverjum tíma er mér einfaldlega ekki að skapi.

Það er heldur ekki sjálfsagt að einn ákveðin stjórnmálaflokkur standi fyrir alla þá lífsýn sem einstaklingurinn hefur. Málamiðlanir koma þar alltaf að.

En í stóru málunum verður sá stjórnmálaflokkur sem ég kýs að velja að hafa meginstefnu sem samrýmist mínum lífskoðunum. Að minni hyggju skiptir ekki síður máli að hafa traust og trú á forystumanni flokksins. Að viðkomandi einstaklingur geti leitt flokkinn áfram með sterkri framtíðarsýn á það hvernig samfélagið á að vera.

Góð tilfinning það að geta fylgt sannfæringu sinni.


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að kjósa eitthvað annað en Framsókn, bara vonandi að þú munir eftir því þegar það koma alvörukosningar. Framsókn er tímaskekkja sem má missa sín.

Valsól (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband