Leita í fréttum mbl.is

Óborganleg skemmtun

Stillti á útsendingu á sjónvarpstöðinni INN í gær. Þar sat sjónvarpsstjórinn og aðalfréttahaukur stöðvarinnar og var að fara yfir fréttatengda atburði síðustu daga. Hef aldrei séð aðra eins fréttamennsku og þarna fór fram.

Sjónvarpsstjórinn bókstaflega tókst á loft í lýsingum sínum á mönnum og málefnum, skældi sig allan í framan og æpti og hljóðaði. Á milli þess sem hann barði í borðið til að leggja áherslu á orð sín.

Ég varð frá mér numin af þessar sýningu. Ég bókstaflega réð ekkert við mig og brast í óstöðvandi hlátur. Undir grafalvarlegum fréttum síðustu daga. Mun samt seint taka orð hans nokkuð alvarlega, enda leikurinn varla til þess gerður.

Ingvi Hrafn sagði einu sinni í viðtali að 10 þúsund elskuðu hann og önnur 20 þúsund sem hötuðu hann. Það væri ástæða þess að hann hefði ákveðið að  hefja þessar útsendingar.

Ef menn vilja skemmtilega útgáfu af fréttum dagsins eiga menn ekki að hika við að horfa á þessa óborganlegu skemmtidagskrá. Jafnast á við bestu gamanþætti. En varla nokkurt mark hægt að taka á þessari lituðu "fréttamennsku".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég næ því miður ekki ÍNN en það síðasta sem ég sá til hans þá datt mér í hug að hann væri efnilegur predikari í anda amerísku sjónvarpspredikaranna.

Gísli Sigurðsson, 13.2.2008 kl. 16:15

2 identicon

Undarlegur húmor sem þú hefur en....  Ég sá þennan þátt eða lungann úr honum og mér var ekki hlátur í huga.  Er ég þó ekki einn af þeim sem elska téðan sjórnvarpstjóra né heldur hata ég hann.  Ég sárvorkenndi honum og sá hann sem man ssem á bágrt.  EKKERT vakti kátínu, gleði eða samhygð eða hvað þá hrifningu.  Bara samúð með manni sem á bágt.  Sumt fólkt kann ekki að skammast sín og lærir það aldrei.  Sjónvarpstjórinn gerir það seint að verkum að fólk aðhyllist þessa stöð.

Siggi Þór (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Er ekki með ÍNN því miður og get því ekki fylgst með "hrafninum"

Magnús Paul Korntop, 14.2.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Halla Rut

Ég segi það sama, ég veit ekki hvernig á að ná þessari stöð.

Halla Rut , 14.2.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband