Leita í fréttum mbl.is

Gegnsæi í málefnum OR

Sýnist Kjartan Magnússon sýna það strax að hann á fullt erindi sem formaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Samkvæmt hádegisfréttum RÚV ætlar hann að leggja til sem fyrsta verk nýrrar stjórnar að aflétta leynd af fundargerðum stjórnarinnar.

Hingað til hafa fundargerðir stjórnar ekki verið gerðar opinberar og oftar en ekki hefur það verið gagnrýnt. Málefni fyrirtækisins og ekki síst ákvarðanir stjórnar  eiga að þola dagsins ljós.

Þetta framtak Kjartans mun gera gegnsæi málefna stjórnar OR meira og skapa meiri vinnufrið um málefni þessa góða og öfluga fyrirtækis.

Fróðlegt verður að sjá hver verður niðurstaða starfshóps um málefni OR vegna REI málsins sem Svandís Svavarsdóttir leiddi . Kynna á niðurstöðu starfshópsins í vikunni.

Þetta hvorutveggja ætti að verða til þess að loftað verði út hjá fyrirtækinu og vinnufriður skapist á ný hjá Orkuveitunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæl Anna,
Kjartan er að standa sig afar vel og ég held nú að flestir bíði eftir því að sjá hvað kemur út úr skírslunni góðu.
         kveðja
            Vilborg G Hansen

Vilborg G. Hansen, 30.1.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kjartan klikkar ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég treysti fáum ef nokkrum til þess að vinna þetta verk betur en Kjartan mun gera.  Traustur maður sem lætur verkin tala.

Óttarr Makuch, 30.1.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er frábært framtak hjá Kjartani - þessum öðlings dreng.

Ekki veit ég hvort þetta sýni "það strax að hann á fullt erindi sem formaður Orkuveitu Reykjavíkur".  Það verður tíminn að leiða í ljós.

Hins vegar er ljóst að þetta er verkefni sem mun skera úr um það hvort Kjartan er stjórnmálamaður af bestu gerð - eða hvort hann er meðaljón eins og stærsti hluti stjórnmálamanna eru um þessar mundir!

En Kjartan - gangið þér allt í haginn í þessi mikilvæga verkefni!

Hallur Magnússon, 30.1.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Orkuveitan er það fyrirtæki borgarinnar sem oftast hefur setið undir ávirðingum um óvönduð vinnu brögð og óráðsíu misvitra stjórnmálamanna. Að réttu eða röngu.

Innan þessa góða fyrirtækis er fjöldi starfsmanna sem vill fá að vinna sitt starf án þess að sitja undir þeirri orrahríð sem einkennt hefur málefni OR.

Ákvarðanataka og leynd yfir einstökum ákvörðunum innan stjórnar fyrirtækisins hefur oftar en ekki verið gagnrýnd m.a. af þeim Birni Bjarnsyni og Stefáni Jóni Hafstein. Það eitt að gera fundargerðir stjórnar opinberar er skref í rétta átt.

Ég þekki Kjartan vel af sínum verkum og veit að hann mun gera sitt til þess að koma vinnufrið á innan fyrirtækisins.

Anna Kristinsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kjartan er manna ljúfastur og af góðum ættum.

Honum er ekkert um pukur og heimulegheit.

Með honum er lögfróður maður og jaðrbundinn vel, Júlíus Vífill.

Saman munu þeir stýra þessu fleyi í örugga höfn almenningseigu.  ÞAð er sjónamið beggja.

 Þakka þér Anna, heilshugar, að benda á þessa tilburði þeirra félaga í  Orkuveitunni. 

Þeir bjuggu nánast hlið við hlið á Hávallagötunni í denn, mátar miklir. 

AFar líður Íhaldinu vel, þegar hans menn fara að gömlum stefnumiðum Flokksins um almannaheill og tryggingu framtíðar afkomenda okkar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 31.1.2008 kl. 10:30

7 identicon

Þakka þér fyrir góða grein, mjög upplýsandi. Hlakka til  að heyra meira um framhaldið.  Þarft framtak Anna. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband