Leita í fréttum mbl.is

Ráðherranefndin

Það er margt sem upp kemur í MPA náminu sem vekur áhuga. Ekki síst það vinnulag sem viðhaft er innan stjórnsýslunnar en vekur oft ekki mikinn áhuga almennings.

Þannig hef ég rekið mig á, að áfangar í náminu sem ég hafði ætlað að myndu ekki vekja áhuga, hafa orðið til þess að ég fæ brennandi áhuga á viðfangsefninu og öllu sem að því snýr. En þannig á nám auðvitað að vera.

Nú er undirbúningur fyrir fjárlög næsta árs hafinn. Í áfanga um ríkisfjármál var farið yfir hvernig fjárlög eru unnin. Ferlið er með þeim hætti að fyrst fara mál í vinnslu hjá stofnunum, síðan ráðuneyti, þá til fjármálaráðuneytis svo til ráðherranefndar síðan til ríkisstjórnar og loks fyrir Alþingi.

Áhugi vaknaði fyrir hvað ráherranefnd stæði. Svörin voru í þeim dúr að formenn stjórnarflokka og varaformenn ynnu málin áður en þau væru lögð fyrir ríkisstjórn. Þetta hefði verið gert s.l. sjö til átta ár með þessum hætti og hraðaði undirbúningi.

Nú væri það hinsvegar þannig að fulltrúar í þessari nefnd væru forsætisráðherra, fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og félagsmálaráðherra. Engir varaformenn með lengur?

Ég velti því fyrir mér hvað hafi komi til, að slíkar breytingar voru gerðar. Af hverju er varaformaður Sjálfstæðisflokksins ekki með?

Ætli formaður Samfylkingar hafi viljað hafa jafna hlut kvenna og karla í nefndinni og því tekið félagsmálaráðherra með sér en ekki varaformanninn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband