25.1.2008 | 16:04
Samstíga minnihluti?
Ekki er hægt að sjá á fundargerð borgarráðs frá því í gær að samvinna félagshyggjuflokkanna sé mikil þegar tekið var fyrir málefni húsanna að Laugavegi 4 og 6.
"Þá er lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. í dag, að umsögn til Húsafriðunarnefndar ríkisins varðandi friðun húsanna, sbr. erindi nefndarinnar frá 9. þ.m.
Umsögnin samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Loks er lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra til menntamálaráðherra vegna málsins, dags. í dag.
Óskar Bergsson óskar bókað:
Ég óttast að með þessari samþykkt sé borgarráð að setja í uppnám allt deiliskipulag Laugavegar og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar verði fyrir álitshnekki. Ég tel að deiliskipulagið útiloki ekki þann möguleika að útlit húsanna taki mið af götumyndinni og því hefði verði heppilegra að halda sig við samþykkt deiliskipulag sem unnið hefur verið samkvæmt öllum lögformlegum leiðum.
Svandís Svavarsdóttir óskar bókað:
Fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði tekur undir framkomna tillögu um kaup borgarinnar á Laugavegi 4 og 6 enda er hún í fullu samræmi og samhljóða tillögu sem undirrituð flutti í borgarráði í ágúst 2006. Um er að ræða verðmæti sem felast í sögu, samhengi, götumynd og umhverfisgæðum sem verða aldrei metin til fjár. Almenn umræða er augljóslega að snúast á sveif með slíkum sjónarmiðum en því ber að fagna.
Dagur B. Eggertsson óskar bókað:
Samþykktin á þessu formi er ófullnægjandi enda hvergi getið um fjármagnsskuldbindingar eða hvaða mörk er eðlilegt að setja í þeim efnum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Við áréttum að þessi samþykkt felur ekki í sér fordæmi fyrir önnur hús á svæðinu og leggjum áherslu á heildarskoðun gamalla húsa í miðborginni, sérstaklega við Laugaveg.
Ef þetta er dæmi um sameiginlegan málflutning minnihlutans er hann að mínu mati ekki mjög sannfærandi.
Hefði fyrrverandi meirihluti getað náð sameiginlegri niðurstöðu í málinu? Er von að spurt sé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.