Leita í fréttum mbl.is

Opinber fordæming úr musteri friðarins

Það er nokkuð ljóst að orð formanns framsóknarflokksins austan af Egilsstöðum hafa ekki borist suður til Reykjavíkur. Var hann ekki að hvetja sitt fólk til að slíðra sverðin.

Mér þykir miður að þetta ágæta félag fari inn á þessa braut. Að vera kallaður "ónefndur fyrrverandi félagsmaður og borgarfulltrúi" er útaf fyrir sig nokkuð sérstakt. Hefur þetta fólk ekki manndóm í sér til að tala til mín með nafni.

Nú svo er þetta í fyrsta skipti sem undirrituð er formdæmd opinberlega. Fyrir hverjar sakir veit ég ekki, nema kannski þær að yfirgefa flokkinn og leyfa mér að segja skoðum mína á málefnum líðandi stundar.

Hér er þessi annars dæmalausa ályktun:

Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna atburða undanfarinna daga.

„Það er gríðarlegt áfall fyrir Framsóknarflokkinn að leiðtogi hans í Reykjavík, Björn Ingi Hrafnsson, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum. Mikill uppgangur hefur verið í félagsstarfinu og friður hafði skapast undir öruggri forystu Björns Inga í borginni. Mörg góð verk liggja eftir þennan öfluga forystumann sem lagði allan sinn metnað í að vinna vel fyrir flokkinn okkar sem og borgarbúa alla.

Það er með ólíkindum að einstaklingar eins og Guðjón Ólafur Jónsson sem og ónefndur fyrrverandi félagsmaður og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins geti lagst svo lágt til að skemma vísvitandi fyrir flokknum og flokksfólki öllu. Fólk sem er algjörlega rúið trausti og stuðningi innan flokksins, fólk sem hefur ítrekað reynt að beita svikum og óheilindum til að ná sínu framgengt. Stjórn Alfreðs fordæmir svona vinnubrögð afdráttarlaust og afgerandi. Við viljum ekki vinna með svona fólki, við viljum ekki fólk í flokknum okkar sem eru ekki að hugsa um hag flokksins heldur lætur eigin hagsmuni stjórna ferð.

Á sama tíma og stjórn Alfreðs harmar brotthvarf foringja flokksins í Reykjavík er komið að því að þau vinnubrögð sem tíðkuð hafa verið af Guðjóni Ólafi Jónssyni og ónefndum fyrrverandi félagsmanni og borgarfulltrúa flokksins verði útrýmt í flokknum. Þessu fólki hefur ítrekað verið hafnað af flokksmönnum en þrátt fyrir það reyna þau áfram að koma sjálfum sér til valda með ógeðfelldum og sviksamlegum hætti. Stjórn Alfreðs fordæmir slík vinnubrögð og þá aðila sem fyrir þeim standa."

Þeir sem þetta lesa geta svo dæmt sjálfir um hvar vandinn liggur.

Anna Kristinsdóttir, fyrrvarandi borgarfulltrúi og félagi í Framsóknarflokknum
 


mbl.is Mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það þarf ekki að nafngreina fólk, þegar þeir taka það til sín sem eiga það.

Sigurgeir Jónsson, 25.1.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég sá til Guðjóns Ólafar á einu flokksþingi Framsóknarflokksins þar sem hann gekk upp að einni flokkssystur sinni og gerði sig líklegan til að æla ofaní hálsmálið hjá henni,sennilega vegna þess að hann var ekki sáttur við hana. Ég bara spyr,hvað amar að hjá honum Guðjóni Ólafi ? Anna finnst þér þetta smekkleg framkoma af fullorðnum manni sem á að teljast með heilbrigða skynsemi ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Anna, verður þessi yfirlýsing ekki bara til þess að styðja við þá ákvörðun þína að yfirgefa flokkinn?

Svo má spyrja hvort yfirlýsingin dæmi ekki frekar þá sem hana sömdu heldur en þá sem hún á að vera um.  Þetta hljómar í mín eyru ekki ósvipað og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þegar þeir voru með skrílslæti, skamir og svívirðingar í ræðustól borgarstjórnar fyrir rúmum 100 dögum.  Koma síðan með tár á hvarmi, opinn faðm og koss á vör þegar Björn Ingi kvaddi borgarstjórn.  Ég myndi segja að það vottaði fyrir hræsni, bara dassss!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.1.2008 kl. 22:52

4 identicon

Ég þekki álíka skrif frá sumum að þeim aðilum, sem að þessu standa!  Þau eiga bágt, og skrifin eru áfellisdómur yfir þá sem þau skrifuðu!

Nú hafa þau "frið" til að gera það sem þau vilja, með fullu samþykki núverandi formanns!  jukk.........

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:44

5 identicon

Held að þessi ályktun tali fyrir hönd mjög margra í Reykjavík, frekar fyndið að sjá þig tala um vinnubrögð þegar flestir virðast vera sammála um að þú og Guðjón Ólafur séu rót þeirra vinnubragða sem fólk er að fordæma.  Fólk sem er í stjórnmálum fær það alltaf í hausinn ef það vinnur af óheilindum.  

kristin edda (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 09:15

6 identicon

Anna þú ert ekki barna best þegar kemur að stjórnmálum. Eins og þeir munu sem fylgdust með vali á frambjóðendum fyrir þar síðustu borgarstjórnarkosningar sáu í fjölmiðlum.

Clover (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Einar Örn Ævarsson

Tillit var tekið til þess að þú ert hætt í Framsókn Anna, þess vegna er nafn þitt ekki dregið sérstaklega fram í ályktuninni. Þótt þú hafir skilað mörgum ágætum verkum sem borgarfulltrúi, þá brenndir þú allar brýr að baki þér innan flokksins með einstaklega taktlausum leikfléttum, að ekki sé minnst á hrokan í síðasta prófkjöri þínu fyrir Framsóknarflokkinn. Síðan hefur þetta allt verið niður á við hjá þér. Taktu bara áfellisdómi grasrótarinnar eins og maður. Gaman að sjá að Sigrún Jónsdóttir sem veit ekki hvort hún er í Framsóknarflokknum eða Samfylkingu, sé á vinalistanum þínum. Nú vantar bara Guðjón Ólaf og þríkanturinn er klár.

Einar Örn Ævarsson, 26.1.2008 kl. 13:06

8 Smámynd: Halla Rut

Svona verður þetta oft hjá liði sem er á niðurleið. Mórallinn brestur.

Að Framsókn skuli ekki taka höndum saman og berjast áfram heldur en að eyða allri orku sinni og krafti í að rakka hvorn annan niður.  Það er komið krabbamein í flokkinn ykkar og ég er ekki viss um að það sé læknanlegt. 

Halla Rut , 26.1.2008 kl. 16:09

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er sammála þér. Þetta er ályktun sem er ekki samboðin stjórnmálafélagi. Það hefði verið í fína lagi að álykta um  hina skrýtnu uppákomu Guðjóns Ólafs og lýsa yfir stuðningi við þá sem hann réðst á en þetta er afar undarleg ályktun.

Það þjónar engum tilgangi að gera svona ályktanir öðrum en skemmta skrattanum og kveikja ennþá meira bál. Allir eiga líka að njóta sannmælis. Ég hef heyrt fleiri en einn lýsa því yfir að Guðjón Ólafur hafi verið mjög trúr Framsóknarflokknum og unnið gott starf fyrir flokkinn. Því miður hef ég ekki séð það sjálf og aðeins séð ranghverfuna og nú síðast sérlega ósiðleg vinnubrögð en mér dettur ekki í hug að gera hann einan að blóraböggli fyrir hvernig ástandið er í Framsóknarflokknum núna. Þar er við marga að sakast og sú umgjörð sem flokksstarfið hefur snúist um hefur gert illt verra. 

Hins vegar hef ég ekki orðið annars vör en þú sjálf hafir starfað á mjög málefnalegan hátt og af heilindum. Mér finnst mjög miður ef þú hefur snúið baki við Framsóknarflokknum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.1.2008 kl. 16:57

10 identicon

Ég hef aldrei fylgst með pólitík, pólitíkusar/pólitík hefur verið eitthvað ofar mínum skilning.

Ég er ein af þeim sem sel atkvæði mitt, nú ef enginn hefur viljað kaupa þá hef ég stundum stjórnast af því að kjósa þann sem mér finnst flottastur, sportlegastur eða fyndnastur.

Ég er ein af þeim sem hef ekki orðaforða fyrir pólitík og yrði rekin úr pontu með skottið á milli lappana vegna lélegs orðalags eða vitlausrar fallbeygingu :-)

Ég ákvað í dag að skoða aðeins það sem gengið hefur á í þessum heimi sem ég er greinilega ekki með í, þó atkvæði mitt þykir mikilvægt... sjálfri finnst mér það ekki mikilvægt því ég hef alist upp með að þeir sem stjórna og komast til valda gera nákvæmlega allt sem þeir vilja og eru eigingjarnir upp til hópa. Nú gapa allir.... ég segi eigingjarnir án þess að skammast mín fyrir það. Tökum dæmi, hvernig var aðfangadagur hjá alþingismanni eða borgarfulltrúa klukkan 18:00?

Sumir sem hafa það ekki gott, sitja kannski á bekk á hlemmi flesta daga og reyna að finna það út hvernig þeir eiga að lifa þennan eina dag í viðbót. Það er til fólk sem notar t.d. aðfangadag þessa til að gera góðverk gefa mat, föt, félagskap, hlýju.....

Hvaða alþingismenn eða borgarfulltrúi hafa gert eitthvað fyrir þetta ógæfufólk? Þá meina ég persónulega, hver af þeim hefur gefið heimilislausum manni hlýju, mat, eða eitthvað annað?

Nú er ég búin að lesa mörg blogg, margar fréttir, margar upptökur og ég get bara sagt... Atkvæði mitt er enn til sölu, ef enginn vill kaupa þá úllen dúlla doffa ég bara :-) Ætla ekki að taka pólitíkusa eða pólitík alvarlega fyrr en þið sem eruð í henni gerið það sjálf.

Silla (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:34

11 identicon

Í öllum heilbrigðum flokkum á að vera samkeppni um hvaða málefni eru á stefnuskránni og hvaða fulltrúar eiga að koma fram fyrir hönd flokksins. Samkeppnin gerir það að verkum að flokkar ná að eflast og stækka í stað þess að standa í stað og staðna.

Samkeppni innan flokka getur verið háð á 2 vegu þ.e. á jákvæðan og neikvæðan hátt. Jákvæða leiðin er að stækka og efla félögin sem verður til þess að þau hafi hlutfallslega meiri áhrif á stefnu og val á fulltrúum flokksins. Neikvæða leiðin er að finna leiðir til að koma höggi á samkeppnina með því að fara í fjölmiðla og vonast til þess að það verði til þess að draga kraft og dug úr viðkomandi aðilum. Í stað þess að byggja hæðstu blokkina vilja þessir einstaklingar skjóta allar hinar blokkirnar niður í þeirri von um að standa uppi sem sigurvegari.

Félagið Alfreð hefur stundað jákvæðu leiðina undanfarin misseri með góðum árangri og hefur félagið vaxið hraðast af öllum framsóknarfélögum á landinu en því miður hefur það orðið til þess að einhverjir hafa viljað skjóta félagið niður og gæti ég talið upp mörg dæmi mér til rökstuðnings sem ég ætla ekki að gera hér.

Er það nema von að þegar svona atburðir eiga sér stað að mönnum fallist hendur og svari í þessum anda.

Gummi Björns (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:32

12 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Að öllu þessu sögðu tel ég það hafi verið hárrétt ákvörðun að segja mig úr Framsóknarflokknum.

Kýs að starfa áfram að góðum málum í heilbrigðu félagstarfi.

Anna Kristinsdóttir, 27.1.2008 kl. 16:03

13 identicon

Ég er nú ekki viss um að neinn félagsskapur vilji fá einhvern sem er ekki tilbúinn að vinna eftir neinum félagslegum eða eðlilegum vinnubrögðum. En hvað veit maður kannski er einhver félagsskapur með sjálfsyðingarhvöt sem vill fá þig með.

Kristin Edda (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 18:09

14 identicon

Það er gaman að sjá að sandkassaleikurinn heldur áfram í Framsóknarfélögunum í Reykjavík.

Djöfull ertu heppin að vera laus úr þessu foraði  

Barði Barðason (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:43

15 Smámynd: Denny Crane

Eitt er að fordæma manneskju, en þú sagðir að ÞÚ hefðir verið fordæmd. allt annað er að fordæma ákveðin vinnubrögð, eins og stendur í ályktuninni. Það er allt annar hlutur. Lifðu heil og áfram Framsókn !!!

Denny Crane, 29.1.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband