Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.4.2008 | 13:33
Fer Valgerður á móti Guðna?
Valgerður Sverrisdóttir talaði tæpitungulaust um ESB viðræður í hádegisfréttum Stöðvar 2.
Hún sagði að ríkisstjórnin eigi að hefja undirbúning að ESB umsókn, enda sé það það sem þjóðin vilji og svigrúm sé til þess innan stjórnarsáttmálans.
Í skoðanakönnum sem, birt er í Fréttablaðinu í dag kemur fram að tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að ríkisstjórnin hefja undirbúning að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka, nema frjálslyndra, vill að ríkisstjórnin hefji undirbúning umsóknar. Þar af er stuðningur við slíkt 60% hjá kjósendum Framsóknarflokks.
Í stefnuskrá Framsóknarflokksins sem samþykkt var á síðasta flokksþingi segir að ekki sé á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu og í þá veru hefur Guðni Ágústsson formaður flokksins talað.
Nú heyrist nýr tón opinberlega frá varaformanni flokksins.
Ætli formannslagur í framsóknarflokknum sé í uppsiglingu?
19.4.2008 | 12:03
Fundur með Ólafi F.
Í dag liggur það fyrir að fara á fund með Ólafi F. borgarstjóra.
Hann ætlar að koma á samráðsfund með okkur íbúum Háleitis-og bústaðahverfis í Réttarholtsskóla og kynna fyrir okkur helstu framkvæmdir í borginni og viðhaldsverkefni.
Það væri auðvitað skemmtilegra að ræða samstarfið í borginni en það er ekki á dagskrá á þessu fundi. Svo ég nefni ekki málefni REI.
En nú verður áherslan lögð á málefni hverfisins og af nógu að taka.
18.4.2008 | 09:22
Kjörtímabil slæmra vinnubragðra
Verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af ástandinu í borgarstjórn Reykjavíkur. Þekki það af eigin raun að það er mikilvægt þeim sem þar starfa að eiga gott samstarf á þessum fámenna vinnustað.
Að takast á opinberlega og á borgarstjórnarfundum er aðeins hluti starfs þeirra 15 borgarfulltrúa sem þar starfa. Flesta daga ættu fulltrúar í borgarstjórn að vera í góðu samstarfi við undirbúning góðra verka okkur hinum til hagsbóta. Hvort sem menn tilheyra meiri-eða minnihluta.
En að undanförnu hefur eitthvað gerst meðal fulltrúa í borgarstjórn sem erfitt er að henda reiður á. Það er líkt og illgresi hafi náð að hreiðra um sig í rótinni og hvað sem reynt er að hreinsa það, verður það ekki upprætt.
Nú er það nýjasti meirihlutinn sem spilar ekki saman. Meðan einn spilar sóknaleik eru aðrir þrír í vörn og einn liggur laskaður eftir á velinum. Hvar hinir leikmennirnir eru er ég ekki viss en ég er klár á því að markmaðurinn er ekki í markinu. Hann er að reyna að telja áhorfendum leiksins trú um að liðið sé að vinna leikinn og á meðan fær liðið fleiri og fleiri mörk á sig.
Ég er ekki einu sinni viss um að markvörðurinn sé í sama liði.
Það virðist ljóst að nú þegar kjörtímabil borgarstjórnar er að verða hálfnað heldur farsinn áfram. Allt snýst þetta um að ná meirihluta í borginni. Líkt og það eitt geri út um framhaldslíf borgarfulltrúanna. Hver getur laskað hvern og náð að koma sjálfum sér ofar á vinsældarlista kjósenda. Held að þegar til lengri tíma er litið verði þetta kjörtímabil í borgarstjórn í hugum fólk tímabil slæmra vinnubragðra og lítilla verka.
Það verður ekki gott veganesti fyrir þá sem nú skipa borgarstjórn inn í næstu kosningar.
Tillaga um sölu á REI? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2008 | 12:49
Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn ekki með
Fyrsta stjórn Ríkisútvarpsins ohf eftir stjórnarskiptin vorið 2007.
Þegar síðast var kosið í stjórnina í febrúar 2007 voru kosin: Ómar Benediktsson, Kristín Edwald, Páll Magnússon, Jón Ásgeir Sigurðsson og Svanhildur Kaaber.
Nú á Framsóknarflokkurinn ekki lengur sæti í ríkistjórn og jafnframt í fyrsta sinn á flokkurinn engan aðalmann í stjórn. Áður hafði hann átt sæti í útvarpsráði eða stjórn Ríkisútvarpsins ohf.
Ljóst að Framsóknarflokkurinn er að komast á sama stall og Frjálslyndi flokkurinn, sem lítil áhrifalaus flokkur í minnihluta.
Svona er lýðræðið, þeir litlu fá ekki að vera með.
Fimm kosin í stjórn RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2008 | 09:09
Áhugaverð könnun um skipulagsmál
þessi könnun tengist því efni sem ég vinn að í lokaritgerð minni í meistaranáminu og snýr að skipulagsmálum og tengingu stjórnmála og stjórnsýslu. Verður athyglisvert að kynna sér hana nánar.
Kemur fram að sýn forsvarsmanna fyrirtækja og framkvæmdaaðila og hinsvegar stjórnsýslunnar er ekki sú sama. Tengist án efa því að menn vilja hraðari afgreiðslu og skýrari sýn á skipulag sveitarfélaganna.
Tel þó að sveitarfélög vilji gera vel í þessum málaflokki en það er oft erfitt fyrir sveitarfélögin að vera fyrri til en framkvæmdaraðilarnir að setja fram heildarsýn í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Sérstaklega þegar byggingarframkvæmdir eru eins miklar t.d. á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið að undanförnum misserum.
Það jákvæða við þessa könnun er að tæp 70% fyrirtækjanna telja sig kom að gerð nýs atvinnuhúsnæðis á næstu 12 mánauðum og hvetur það til til bjartsýni.
Kannski er ástandið ekki eins svart framundan og margir vilja telja.
Framkvæmdaaðilar óánægðir með sveitarfélögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2008 | 09:20
Næsta líf
Fékk þennan ótrúlega "viðsnúning" sendan í morgun frá bróður mínum sem býr á Nýja sjálandi.
Eftir ferð mína þangað um jól og áramót, má segja að ég hafi sannfærst um að þar sé allt öðruvísi en hér hinum megin.
Þeir horfa á heiminn í öðru ljósi og það virðist Woody Allen gera líka.
Next Life" by Woody Allen
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead and
get that out of the way. Then you wake up in an old people's home feeling
better every day. You get kicked out for being too healthy, go collect your
pension, and then when you start work, you get a gold watch and a party on
your first day. You work for 40 years until you're young enough to enjoy
your retirement. You party, drink alcohol, and are generally promiscuous,
then you are ready for high school. You then go to primary school, you
become a kid, you play. You have no
responsibilities, you become a baby until you are born. And then you spend
your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with central
heating and room service on tap, larger quarters every day and then Voila!
You finish off as an orgasm!
I rest my case.
15.4.2008 | 17:41
Er ekki vitlaust gefið?
Þær 12 stofnanir sem fóru fram úr fjárheimildum á árunum 2005, 2006 og 2007 voru, Háskólinn á Akureyri, Námsmatsstofnun, Menntaskólinn á Akureyri , Menntaskólinn að Laugarvatni, Menntaskólinn á Ísafirði, Flensborgarskóli, Fornleifavernd ríkisins, Þjóðleikhúsið, Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Í skýrslunni kemur fram að "Í heild nam framúrkeyrslu þeirra 12 stofnana sem eftir standa 841 m.kr. í árslok 2005, 889 m.kr. í árslok 2006 og 867 m.kr. í árslok 2007. Ljóst er að ekki hefur verið tekið á vanda þeirra með fullnægjandi hætti. Þó fengu átta þeirra samtals um 338 m.kr. viðbótarfjárheimildir í fjáraukalögum 2007."
Gefur þetta ekki auga leið. Flest allt menntastofnanir sem fara fram úr fjárheimildum. Þessar stofnanir hafa ekki fengið nægjanlegar fjárheimildir til að veita þá þjónustu sem þeim er ætlað samkvæmt lögum
Verða menn ekki að fara að beita öðrum vinnubrögðum við fjárlagagerð og árangurstengja betur þær fjárheimildir sem stofnunum er veitt.
Það getur ekki verið nægjanlegt að greiða niður halla fyrra árs, ef ekki er í framhaldandi skoðaðar gaumgæfilegar fjárveitingar viðkomandi stofnunar og metið hvort nægjanlegt fjármagn sé til staðar til að halda úti þeirri þjónustu sem veita á. Ef slíkt er ekki gert er það einungis til þess fallið að leikurinn verði endurtekinn með frekari framúrkeyrslu.
Er ástæðan fyrir endurtekinni framúrkeyrslu stofnana ekki einfaldlega vegna þess að ekki er rétt gefið í byrjun?
Algerlega ólíðandi framúrkeyrsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2008 | 12:08
Var ég fyrir vestan?
Hitti hóp af góðu fólki á laugardagskvöldið. Skemmti mér með ágætum og dansaði líka heilmikið.
Góður maður sem þarna var staddur þakkaði mér fyrir síðast. Sagði að leiðir okkar hefðu legið saman í innanlandsflugi á leið til Ísafjarðar fyrir páska.
Ég kannaðist ekki við það. Var ákveðin í því að vestur hefði ég ekki farið á þessu ári. Hvort þetta hefði ekki verið ein af mínum fjöldamörgu systrum.
Nei, það vildi hann ekki kannast við. Sagði að við hefðum spjallað heilmikið saman. Ekki nóg með það heldur hefði ég farið upp í bíl með Einari Guðfinnssyni þegar komið var til Ísafjarðar.
Þetta hefðu fleiri séð, m.a. bílstjórinn í áætlunarútunni til Bolungarvíkur. Hann hefði líka þekkt mig.
Ég gat engu svarað. Ætli fleiri hafi séð mig þarna fyrir vestan ?
14.4.2008 | 09:26
Unglingar eru besta fólk
Í morgun birtist þriðji hluti ágætar fréttaskýringar eftir Jón Sigurð Eyjólfsson í Fréttablaðinu um unglingana okkar. Fréttaskýring dagsins fjallaði um unglinga og foreldra og hvernig breytt þjóðfélagsmynstur hafi haft áhrif á samskipti barna og fullorðinna.
Þessi ágæta fréttskýring hafði s.l. föstudag fjallað um atvinnuþátttöku unglinga og kom þar m.a. fram að hagur og hátterni unglinga í dag er um margt ólíkt því sem áður var.
Heilt yfir er mikið vinnuálag á unglingunum og ekkert er gefið eftir í íþrótta og tómstundaiðkun. Þeir vafra löngum stundum á veraldarvefnum og kjósa jafnvel lestur bóka á ensku fremur en íslenskar unglingabækur. Þeir eru á hraðferð inn í harðan heim hinna fullorðnu og þeir sem skrikar fótur geta orðið illa úti.
Daginn eftir var fjallað um vímuefnaneyslu unglingana og þar kom m.a. fram að forvarnarstarfið í efstu bekkjum grunnskóla hefur borið mikinn árangur. Vímuefnaneysla í framhaldsskólum hefur ekki aukist en margir hafa áhyggjur af því að neyslan hefist fyrr. Unglingum á Vogi hefur fækkað frá aldamótum en þó voru 234 undir 19.ára aldri á Vogi árið 2006. Unglingarnar vilja þó vera dæmd fyrir það sem meirihluti þeirra er að gera en ekki vera dæmdir af misnotkun og myrkraverkum fárra.
Alls vera greinarnar fimm og á morgun mun verða fjallað um kynlíf unglinga.
Þarft framtak hjá fréttablaðinu og eitthvað sem allir foreldrar og uppalendur ættu að gefa sér tíma til að lesa.
12.4.2008 | 09:22
Sumarið verður gott
Vorið kemur á þriðjudag. Þá verður komin 15.apríl.
Vorið mun standa rúma viku því fimmtudaginn 24.apríl hefst sumarið. Minningar mínar af sumardeginum fyrsta snúa helst að skátum í skrúðgöngu í slyddu og norðanroki.
Sumarið verður gott og þjóðin nær sér upp úr efnahagsöldudalnum. Það er mín spá á þessum góða degi.
Bjartsýni er eina sem dugar.
Vorið kemur á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja