Leita í fréttum mbl.is

Unglingar eru besta fólk

Í morgun birtist þriðji hluti ágætar fréttaskýringar eftir Jón Sigurð Eyjólfsson í Fréttablaðinu um unglingana okkar. Fréttaskýring dagsins fjallaði um unglinga og foreldra og hvernig breytt þjóðfélagsmynstur hafi haft áhrif á samskipti barna og fullorðinna.

Þessi ágæta fréttskýring hafði s.l.  föstudag fjallað um atvinnuþátttöku unglinga og kom þar m.a. fram að hagur og hátterni unglinga í dag er um margt ólíkt því sem áður var.

Heilt yfir er mikið vinnuálag á unglingunum og ekkert er gefið eftir í íþrótta og tómstundaiðkun. Þeir  vafra löngum stundum á veraldarvefnum og kjósa jafnvel lestur bóka á ensku fremur en íslenskar unglingabækur. Þeir eru á hraðferð inn í harðan heim hinna fullorðnu og þeir sem skrikar fótur geta orðið illa úti.

Daginn eftir var fjallað um vímuefnaneyslu unglingana og þar kom m.a. fram að forvarnarstarfið í efstu bekkjum grunnskóla hefur borið mikinn árangur. Vímuefnaneysla í framhaldsskólum hefur ekki aukist en margir hafa áhyggjur af því að neyslan hefist fyrr. Unglingum á Vogi hefur fækkað frá aldamótum en þó voru 234 undir 19.ára aldri á Vogi árið 2006. Unglingarnar vilja þó vera dæmd fyrir það sem meirihluti þeirra er að gera en ekki vera dæmdir af misnotkun og myrkraverkum fárra.

Alls vera greinarnar fimm og á morgun mun verða fjallað um kynlíf unglinga.

Þarft framtak hjá fréttablaðinu og eitthvað sem allir foreldrar og uppalendur ættu að gefa sér tíma til að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband