23.5.2007 | 22:02
Persónur og leikendur
Inn á sviði koma tveir eldri leikendur. Þeir hafa á sínum leikferli unnið marga sigra, en eru hér að taka sín síðustu skref á sviði.
Þeir fara vel með hlutverkin en átta sig kannski ekki á því að leiksýningarnar verða ekki margar.
Á bak við tjaldið standa aðrir sem ætla sér aðalhlutverkin í leikritinu. Þeir vita að þeir verða bíða um stund þar til tækifæri gefst til að stíga inn á sviðið og taka yfir hlutverkið.
Vandinn er hinsvegar sá að þeir verða aldrei þær stjörnur sem þarf til að draga fólk á sýninguna.
Alvöru stjörnur hafa þann hæfileika að fá fólk til að koma aftur og aftur á sömu sýninguna. Þeir leggja allt sitt í leikinn og þurfa ekki nein önnur laun en þakklæti áhorfenda.
Þess vegna verða menn að átta sig á því hverjir það eru sem eru alvöru leikarar og geta tekið þátt í sýningunni og hverjir eru það ekki.
Annars er mikil hætta á að sýningin falli
23.5.2007 | 10:09
Hvað tekur við?
Heyrði í fjölda flokksmanna í gær vegna væntanlegs brotthvarfs Jóns úr formannsstól. Verð að viðurkenna að það er afar þungt hljóð í mönnum. þetta er afar erfið staða, sérstaklega í ljósi niðurstöðu nýliðinna kosninga.
Í mínum huga verður sá aðili sem tekur við stjórn flokksins að hafa skýra framtíðarsýn og hugsjónir að leiðarljósi. Þeir flokksmenn sem ég ræddi við í gær sjá ekki slíkan einstakling í sjónmáli. Auk þess gæti þetta leitt til mikilla innanflokksátaka á næstu misserum.
Nú getur allt gerst.
![]() |
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2007 | 22:47
Evrópumálin á dagskrá
Hlýt að fagna þessum ummælum. Hef lengi verið talsmaður þess að Evrópumálin væru tekin á dagskrá. Held að nú sé komin tími til að skoða möguleg samningsmarkmið.
Sjálfstæðismenn hljóta að vera tilbúnir í að skoða málin fyrst ný ríkisstjórn er skipuð með þessum hætti.
Samfylkingin setti fram í stefnu sinni fyrir kosningar að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.
Fyrsti fundur minn í nýrri stjórn Evrópusamtakanna á morgun, hlakka til að taka þar sæti og fylgjast með framvindu mála hjá nýjum Utanríkisráðherra.
![]() |
Ingibjörg: Evrópumálum verður haldið á lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2007 | 21:50
Ráðherralistinn klár
Nýr ráðherralisti hefur litið dagsins ljós.
Óska Guðlaugi Þór sérstaklega til hamingju. Þar er góður félagi úr borgarstjórn og drengur góður. Treysti Jóhönnu líka til góðra verka í velferðarmálunum. Kona með sterkar skoðanir og vel til þess falinn að stýra þessu málaflokki.
Hefði viljað sjá fleiri af þeim frambærilegu konum sem Sjálfstæðismenn hafa á að skipa í ráðherrastól. Sjálfstæðiskonur geta ekki verið ánægðar með þessa niðurstöðu.
Nú bíður maður eftir að sjá stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar sem kynnt verður á morgun.
22.5.2007 | 09:36
Að koma af stað frétt.
Þar virðist allt stefna í það sem ég óttaðist mest. Að Jóni Sigurðssyni verði ekki gert það kleyft að starfa áfram í forystu Framsóknarflokksins.
Þegar ljóst varð að við framsóknarmenn í Reykjavík næðum ekki manni inn á þing í afstöðnum kosningum óttaðist ég það að nú myndu átök innan flokksins hefjast, enn á ný.
Forystumenn flokksins hafa þó á liðnum dögum hver í kapp við annan, lýst yfir stuðningi við formanninn opinberlega, en á sama tíma virðist annars konar atburðarás vera að gerast innan flokksins.
Í gær kom síðan ein enn "fréttin" af því hvað sé að gerast innan innsta kjarna Framsóknarflokksins, og nú var fréttin sú að formaðurinn sé að hætta.
Ég hef fullan skilning a því að Jón Sigurðsson sé að skoða stöðu sína nú með sínum nánustu stuðningsmönnum.
Hitt er mér algerlega óskiljanlegt að slíkar "fréttir" leki alltaf í fjölmiðla. Ekki síst þegar slíkur fréttaflutningur gerir ekkert nema koma af stað enn frekari ólgu innan flokksins.
Hver er það sem sífellt kemur slíkum "fréttum" á framfæri og hverju ætlar sá aðili að koma til leiðar nema að minnka enn frekar trú okkar flokksmanna að hægt sé að ná sátt innan flokksins og byrja það uppbyggingarstarf sem nauðsynlegt er.
Ábendingar eru vel þegnar um það hver það sé sem stundar slíkt niðurrif innan síns eigin flokks.
21.5.2007 | 19:06
Jón á förum?
Slæm tíðindi sem sagt var frá á Íslandi í dag áðan. Mér hugnast það illa að Jón Sigurðsson fari frá.
Þá kemur upp mjög þröng staða sem erfitt er að sjá lausn á.
Í þeirri stöðu getur allt gerst.
21.5.2007 | 10:17
Gagnrýni=enginn trúverðuleiki
Er það virkilega þannig að ef menn gagnrýna sitjandi forseta þá missi þeir jafnframt trúverðugleika?
Hef þvert á móti dáðst að málflutningi Jimmy Carter í þessu máli. Held að þessi ummæli dæmi sig sjálf og sýni svart á hvítu hvernig gagnrýni er tekið á þessum bæ.
Get ekki ímyndað mér annað en sagan dæmi núverandi forseta bandaríkjanna sem mann sem missti allan trúverðugleika á valdatíma sínum.
![]() |
Hvíta Húsið: Carter skiptir ekki lengur máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2007 | 11:29
Ímynd kvenna í stjórnmálum
Hef velt því fyrir mér hvort staða og ímynd kvenna í stjórnmálum muni breytast nú þegar við tekur ný ríkisstjórn.
Við sem fylgjumst með stjórnmálum þekkjum að þegar formenn flokkanna í ríkistjórn kynna sín mál hafa það undantekningalaust verið karlar. Nú kemur öflug kona inn á sviðið sem formaður annars stjórnaflokksins og slíkt mun án efa hafa áhrif á ímynd og stöðu kvenna.
Gott að skoða aðeins það sem kemur fram í svörum kvenna sem buðu fram krafta sína í alþingiskosningunum 2003. Eftirfarandi kemur fram á vef http://hugsandi.is/article/169/konur-og-fjoelmidlar-kosningarbarattan-2003-ii-hluti
"Níu svarendur sögðu fjölmiðla leggja mikla áherslu á útlit kvenna, s.s. klæðaburð, vaxtarlag og aldur. Þær fengju spurningar sem karlmenn fengju aldrei, t.d. um hjúskaparstöðu, börn eða barnleysi, uppskriftir og tísku, og jafnvel hvort það væri ekki of mikið að gera hjá þeim til að vera að vasast í stjórnmálum. Þær töldu þessar spurningar mjög kynjaðar og fordómafullar og styrkja kynjaðar staðalmyndir. Sami fjöldi kvenna taldi svör kvenna ekki tekin eins alvarlega og karla og þær væru ekki álitnar alvarlegir pólitíkusar."
Vonandi fer þetta nú að breytast með nýjum áherslum og nýrri fyrirmynd kvenna í stjórnmálum. Það hjálpar öllum konum í stjórnmálum, hvar sem þær standa í flokki.
18.5.2007 | 17:38
Lítum í eigin barm
Skil ekki viðbrögð minna manna við slitum á ríkisstjórninni. Skrifaði eftirfarandi daginn eftir kjördag.
"Hef ekki trú á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Heldur ekki að það verði af vinstra samstarfi. Geir hefur öll spil á hendinni og hann mun semja um nýja ríkisstjórn. Bæði VG og Samfylking vilja ólm fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og það verður án efa raunin. Líklega hentar VG betur þar sem gefa þarf færri ráðuneyti eftir með minni samstarfsflokki.
Ekki það versta sem getur komið fyrir okkur Framsóknarmenn. Held að við eigum að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil. Höfum þurft í nokkurn tíma að fá tækifæri til að laga til innan okkar raða. Heyrði á kosningavökunni í gær menn væru sammála um að það væri forgangsverkefni hjá okkur "Framsóknarmönnum."
Hef enga trú á því að mínir menn hafi verið svo bláeygðir að þeir héldu að ríkisstjórnin héldi á einum manni.Þessi viðbrögð virka á mig sem örvænting. Nú stefnir framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu og á að nýta sér það til að byggja flokkinn upp.
Er ekki búin að gleyma því hvernig staðan var 1991 þegar svipuð staða kom upp og við lentum í stjórnarandstöðu. Við nýtum þá stöðu sem skapaðist þá til að byggja upp og komum feyki sterk út inn í kosningabaráttuna 1995.
Held að við ættum að líta í eigin barm og skoða hvað betur megi fara innan okkar raða í stað þess að kenna öðrum um hvernig staða flokksins er orðin.
18.5.2007 | 09:25
Konur og karlar í ríkisstjórn
Glæsilegt hjá frökkunum. Við framsóknarmenn megum vera stolt af því að hafa haft helming okkar ráðherraliðs af hvoru kyni þegar við vorum aðilar af síðustu/núverandi ríkisstjórn.
Það verður áhugavert að sjá hvernig næsta ríkisstjórn verður samsett út frá kynjunum.
Erfitt að átta sig á því hvernig listinn verður samsettur, ekki síst vegna skiptingu ráðuneyta. Gæti þó orðið eitthvað á þessa leið ef valið er eftir hefðbundnum leiðum.
Ráðherralið Sjálfstæðisflokk;Geir Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór, Kristján Júlíusson, Árni Mathíesen og Sturla Böðvarsson.
Ekkert öruggt í þessu. Bjarni Ben og Björn Bjarnason munu banka fast á dyrnar og krafan um fleiri konur mun líka koma upp.
Ráðherralið samfylkingar: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller, Guðbjartur Hannesson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Heldur ekkert öruggt þarna. Suðvesturkjördæmið mun líka banka þarna svo allt getur gerst.
Verður án efa spennandi að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum næstu daga vonandi að þetta taki fljót af.
.
![]() |
Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja