Leita í fréttum mbl.is

Ímynd kvenna í stjórnmálum

Hef velt því fyrir mér hvort staða og ímynd kvenna í stjórnmálum muni breytast nú þegar við tekur ný ríkisstjórn.

Við sem fylgjumst með stjórnmálum þekkjum að þegar formenn flokkanna í ríkistjórn kynna sín mál hafa það undantekningalaust verið karlar. Nú kemur öflug kona inn á sviðið sem formaður annars stjórnaflokksins og slíkt mun án efa hafa áhrif á ímynd og stöðu kvenna.

Gott að skoða aðeins það sem kemur fram í svörum kvenna sem buðu fram krafta sína í alþingiskosningunum 2003. Eftirfarandi kemur fram á vef http://hugsandi.is/article/169/konur-og-fjoelmidlar-kosningarbarattan-2003-ii-hluti  

"Níu svarendur sögðu fjölmiðla leggja mikla áherslu á útlit kvenna, s.s. klæðaburð, vaxtarlag og aldur. Þær fengju spurningar sem karlmenn fengju aldrei, t.d. um hjúskaparstöðu, börn eða barnleysi, uppskriftir og tísku, og jafnvel hvort það væri ekki of mikið að gera hjá þeim til að vera að vasast í stjórnmálum. Þær töldu þessar spurningar mjög kynjaðar og fordómafullar og styrkja kynjaðar staðalmyndir. Sami fjöldi kvenna taldi svör kvenna ekki tekin eins alvarlega og karla og þær væru ekki álitnar „alvarlegir“ pólitíkusar."

Vonandi fer þetta nú að breytast með nýjum áherslum og nýrri fyrirmynd kvenna í stjórnmálum. Það hjálpar öllum konum í stjórnmálum, hvar sem þær standa í flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband