16.2.2008 | 10:50
Sakna ég Davíðs?
Var beðin að ræða um fréttir vikunar í síðdegisútvarpi rásar tvö í gær. Var þar ásamt Sigurði Má Jónssyni aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins.
Þátturinn var léttur og skemmtilegur ekki síst þar sem byrjað var á ævintýralegum flótta fanga úr lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Atburðarásin var öll heldur farsakennd og að lokum fannst fanginn inni í skáp í Mosfellsbænum.
Þótt þetta sé auðvitað alvarlegur atburður, held ég að þessi stutti tími sem leið frá því að fanginn slapp og þar til hann náðist, hafi fengið fólk til að brosa út í annað að flóttanum mikla. Ekki síst þegar í ljós kom að ástæða flóttans var það eitt að fá tækifæri til að halda afmælisfagnað.
Í þættinum var m.a. rætt um stöðu efnahagsmála og aðkomu forystumanna ríkistjórnarinnar að þeim málum. Þegar rætt var um fund sem forsætisráðherra hafði boðað til í vikunni, með forystumönnum bankanna, sagðist ég hafa saknað niðurstöðu eftir þann fund.
Ég einfaldlega hélt að forsætisráðherra hefði átt, líkt og forverri hans í formannsstól gerði oft, að lægja óróleikann í samfélaginu með að segja fólki að halda ró sinni.
Þáttastjórnandinn sagði við mig" viðurkenndu það bara að þú saknir Davíðs".
Ég velti því fyrir mér, hvort nú sé svo komið að ég sakni Davíðs úr stól forsætisráðherra.
Hvernig ætli Sjálfstæðismönnum líði þá?
Hér er slóð á upptöku af þættinum http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4372614
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.2.2008 | 08:57
Skipulagið í miðborginni
Var boðið í kvöldverð í gær í Höfða. Fékk þetta fína boðskort frá Ólafi borgarstjóra. Tilefnið voru úrslit í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar.
Ákvað að þiggja ekki boðið. Hafði jú setið í stýrihóp um skipulag Vatnmýrar um nokkurt skeið á árunum 2004-2006. Fyrst og fremst vegna þess að á þeim tíma var ég kjörin fulltrúi í Borgarstjórn. En rúmlega tuttugu mánuðir eru liðnir síðan ég heyrði eitthvað af málinu svo ég taldi ekki að ég ætti erindi þarna. Mitt umboð er löngu liðið.
Ætla hinsvegar að skoða þessa ágætu sýningu um Vatnsmýrarskipulagið og fagna því að málið sé komið þetta langt. Nú er bara að taka ákvörðun um málið endalausa, staðsetningu flugvallar.
Ég fagna líka nýrri tillögu um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Þessar hugmyndir voru upp á borð skipulagsins þegar ég hætti í ráðinu vorið 2006. Mál taka oft langan tíma í kerfinu og því er gaman að sjá þau loksins í endanlegri mynd. Ingólfstorgið, líkt og Lækjartorg þurfa á góðri andlitslyftingu að halda, ef þau eiga að vera alvöru torg í miðborginni.
Fagna líka hugmyndum um að Geirsgata verði sett í stokk. Mun gera gangandi umferð hærra undir höfði og mannlífið fær annan blæ.
Sögulegar byggingar við Ingólfstorg njóti sín betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2008 | 16:31
Eftir því sem þörf krefur
Eftirfarandi var samþykkt á fundi borgarráðs í dag:
Lögð fram að nýju lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í febrúar 2008.
Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að fylgja eftir niðurstöðum í skýrslu stýrihópsins og leggja nánari útfærslu fyrir borgarráð til afgreiðslu eftir því sem þörf krefur.
Hvað skildi þetta annars þýða? Að fylgja niðurstöðum....leggja nánari útfærslu fyrir borgarráð....eftir því sem þörf krefur
Hér þyrfti ég góðan túlk til að skýra út fyrir mér hvað þetta eiginlega þýðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 10:31
Hvað ætlar þú að kjósa?
Þessi skoðanakönnun sýnir að tveggja turna umræðan á fullann rétt á sér. Sú staða virðist vera að koma upp í stjórnmálaunum að tvær stjórnmálaflokkar tróna langt yfir aðra flokka í fylgi. Hinir þrír flokkarnir sem eru á pólitíska sviðinu mælast nú um 10% og virðast nokkuð mátlausir í minnihluta. Enn eru þó um 20% sem ekki hafa gert upp hug sinn.
Fékk símtal frá Capacent í vikunni. Aðallega voru lagðar fyrir mig spurningar um banka og tryggingarfélög og auglýsingar tengdar þeim.
Rúsínan í pylsuendanum var síðan spurningin um hvað ég myndi kjósa ef kosið yrði nú til Alþingis. Ég hikaði augnabil, enda vön að velja framsóknarflokkinn í öllum þeim skoðanakönnunum sem ég hef tekið þátt í hingað til. En nú var svarað með öðrum hætti.
Skrítið að vera ekki lengur fulltrúi og málsvari ákveðins flokks. Getað þannig skrifað af eigin sannfæringu án þess að vera föst í klafa þess að vera sammála skoðunum annarra. Slíkt er nefnilega ekki alltaf einfalt. Að þurfa að verja alla þær ákvarðanir sem flokksforystan tekur á hverjum tíma er mér einfaldlega ekki að skapi.
Það er heldur ekki sjálfsagt að einn ákveðin stjórnmálaflokkur standi fyrir alla þá lífsýn sem einstaklingurinn hefur. Málamiðlanir koma þar alltaf að.
En í stóru málunum verður sá stjórnmálaflokkur sem ég kýs að velja að hafa meginstefnu sem samrýmist mínum lífskoðunum. Að minni hyggju skiptir ekki síður máli að hafa traust og trú á forystumanni flokksins. Að viðkomandi einstaklingur geti leitt flokkinn áfram með sterkri framtíðarsýn á það hvernig samfélagið á að vera.
Góð tilfinning það að geta fylgt sannfæringu sinni.
Samfylkingin stærst allra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2008 | 12:05
Óborganleg skemmtun
Stillti á útsendingu á sjónvarpstöðinni INN í gær. Þar sat sjónvarpsstjórinn og aðalfréttahaukur stöðvarinnar og var að fara yfir fréttatengda atburði síðustu daga. Hef aldrei séð aðra eins fréttamennsku og þarna fór fram.
Sjónvarpsstjórinn bókstaflega tókst á loft í lýsingum sínum á mönnum og málefnum, skældi sig allan í framan og æpti og hljóðaði. Á milli þess sem hann barði í borðið til að leggja áherslu á orð sín.
Ég varð frá mér numin af þessar sýningu. Ég bókstaflega réð ekkert við mig og brast í óstöðvandi hlátur. Undir grafalvarlegum fréttum síðustu daga. Mun samt seint taka orð hans nokkuð alvarlega, enda leikurinn varla til þess gerður.
Ingvi Hrafn sagði einu sinni í viðtali að 10 þúsund elskuðu hann og önnur 20 þúsund sem hötuðu hann. Það væri ástæða þess að hann hefði ákveðið að hefja þessar útsendingar.
Ef menn vilja skemmtilega útgáfu af fréttum dagsins eiga menn ekki að hika við að horfa á þessa óborganlegu skemmtidagskrá. Jafnast á við bestu gamanþætti. En varla nokkurt mark hægt að taka á þessari lituðu "fréttamennsku".
13.2.2008 | 08:42
Til stuðnings tjáningafrelsinu
12.2.2008 | 18:23
Gott fyrirtæki í eigu okkar borgarbúa
Orð í tíma töluð.
Fyrirtækið er í mínum huga eitt öflugasta fyrirtæki landsins og þarf eftir orrahríð undanfarinna missera að fá frið fyrir neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Starfsfólk fyrirtækisins þarf að að fá frið til að sinna áfram sínum góðu verkum.
Fyrirtækið á ekki að vera verkfæri í höndum misvitra stjórnmálamanna heldur á að fá að vinna að stefnu sinni sem sjálfstætt þjónustufyrirtæki, sem kappkostar að veita viðskiptavinum sínum sem besta mögulega þjónustu með sem hagkvæmustum hætti fyrir viðskiptavini og fyrirtækið sjálft.
ps. hluta arðsins mætti líka nota til að lækka orkureikningana okkar
Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 23:04
Hvernig mæla á traust
Dagurinn í dag var ekki góður fyrir íslensk stjórnmál. Síst þó fyrir borgarmálin og traust almennings á stjórnmálamenn.
Er ekki búin að gleyma þeim tíma þegar Halldór Ásgrímsson loks kaus að víkja sem formaður framsóknarflokksins.
Þá höfðu margir góðir menn reynt um nokkurt skeið að gera honum stöðu sína ljósa. Almenningur hafi misst traust á honum sem leiðtoga og hann naut ekki lengur traust innan flokksins. Hann kaus hinsvegar að hlíta ekki þeim ráðleggingum og Framsóknarflokkurinn saup seyðið af því með slæmri útkomu í kosningu.
Flokkurinn er enn að greiða fyrir þau mistök sem Halldór gerði í formennskutíð sinni. Það virðist vera erfitt að snúa skútunni við þegar kjósendur hafa misst trúna á flokknum. Þó er það kannski ekki ógerlegt, en mun taka langan tíma.
Nú ætlar Vilhjálmur að meta stöðu sína áður en hann tekur afstöðu til þess hvort hann kýs að taka við starfi borgarstjóra eftir 14 mánuði. Eða hvort hann kýs að láta embættið í hendur öðrum sem meira traust nýtur.
Mér er hinsvegar spurn hvernig Vilhjálmur hyggst mæla það traust meðal borgarbúa og félaga sinna.
Mun hann nota þekkta aðferð stýrihópsins og láta sinn eigin borgarstjórnarflokk meta slíkt eða mun hann mæla slíkt með skoðanakönnunum meðal borgarbúa.
Á erfitt með að trúa því að hann sjái pólitíska stöðu sína í réttu ljósi síðar, ef hann skynjar hana ekki nú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2008 | 14:35
Axlar ábyrgð, en situr sem fastast
Vilhjálmur hefur axlað ábyrgð, að eigin sögn. Hann ætlar ekki að hætta sem borgarfulltrúi og ætlar að ræða betur við sitt fólk. hann telur jafnframt að hægt sé að axla ábyrgð með ýmsum hætti.
Hann er ákveðin í að vinna sína verk en mun skoða sín mál. Hann veit að staða hans hefur veikst mjög.
Ég er ekki miklu nær. Hef það sterklega á tilfinningunni að þetta verði ekki til að róa mál innan sjálfstæðisflokksins í borginni.
Hvort varð ofan á, eigin hagur eða hagur flokksins?
Fundi sjálfstæðismanna lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2008 | 12:02
Að þjóna tveim herrum
Hefur án efa verið erfið helgi fyrir Vilhjálm oddvita Sjálfstæðismanna.
Í stakksteinum í dag er rætt um farsælan pólitískan feril hans, en jafnframt um það val sem stjórnmálamenn standa frammi fyrir þegar þeir lenda í pólitískri orrahríð. Hvort þeir eigi að taka hag flokksins fram fyrir sinn eigin. Nú er beðið eftir að Vilhjálmur segi af eða á.
Hvort það verður í dag eða á morgun sem hann velur að ræða stöðu sína við fjölmiðla, verður að skera úr um það hvort hann verði eða fari. Núverandi staða er óásættanleg fyrir Sjálfstæðismenn og borgarbúa alla.
Samkvæmt Fréttablaðinu hafa bæði Geir Haarde og Davíð Oddsson rætt við Vilhjálm vegna málsins um helgina. Ekki skrítið að hann hafi leitað ráðgjafar hjá forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi og núverandi.
Velti því hinsvegar fyrir mér hvort staðan sé almennt sú meðal forystumanna flokksins að nauðsynlegt sé að fá blessun beggja aðila áður en ákvörðun sé tekin. Að raunverulega sé það þannig að höfuð flokksins séu tvö og gamli formaðurinn sé ekki tilbúin að sleppa takinu.
Erfitt fyrir alla að þjóna tveim herrum og ekki farsælt fyrir flokkinn ef rétt er. Fyrrverandi formenn verða að kunna að sleppa takinu.
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja