Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

400 milljónum minna fyrir íþróttafélögin í borginni

Krafa KSÍ vegna framúrkeyrslu vegna endurbóta á mannvirkjum í Laugardal er ótrúleg.

Þegar lagt var af stað í endurbætur og viðbætur við mannvirkið var sú krafa gerð að vel yrði fylgst með framkvæmdunum. Reykjavíkurborg gerði þannig ekki ráð fyrir nema 400 milljóna til þessa framkvæmda og því var mjög mikilvægt að virkt eftirlit yrði með framkvæmdinni.

Eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis í þessu máli öllu. Í fréttinni kemur fram að KSÍ lagði fram endurreiknaða kostnaðaráætlun í apríl 2006 upp á 1.278 milljónir. Það var eftir síðasta fund byggingarnefndar þann 3. apríl. Sé hvergi í fundargerðum ÍTR eða borgarráðs að þessar upplýsingar hafi verið lagðar fram fyrir meirihlutaskiptin í borginni í byrjun júní 2006.

Verður að koma í veg fyrir svona framúrkeyrslu og binda samninga við ákveðna upphæð.

Á endanum þýðir þessi krafa að minna fjármagn verður til uppbyggingar fyrir íþróttafélögin í borginni, og það er miður.

 


mbl.is Upphafleg krafa KSÍ 600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krepputal og hegðun almennings

Við íslendingar eru skrítin þjóð. Allt tal um yfirvofandi kreppu virðast ekki hafa áhrif á neyslu almennings. Þannig er staðan nú í byrjun ár 2008:

  • Sala á bílum er sjaldan meiri
  • Greiðslukortavelta jókst um 7,5% í janúar 2008
  • Utanlandsferðir seljast sem aldrei fyrr
  • Dagvöruvelta 12,5% meiri en í fyrra
  • Lóðaskil hafa ekki aukist

Seðlabankinn  hækkar stýrivexti til þess að  draga úr eftirspurn eftir lánum og binda stærri hluta af lausu fjármagni viðskiptabanka. Slík hagfræði virðist ekki duga til þess að almenningur dragi úr eða minnki neyslu.

Við heyrum þó af yfirvofandi uppsögnum í bönkunum og minni umferð einkaþotna til landsins. Slík tíðindi virðast ekki hafa nein áhrif á hegðun almennings.

Við íslendingar hegðum okkur ekki eins og kenningar hagfræðinnar segja til um, í yfirvofandi kreppuástandi.

Er skrítið þótt öðrum þjóðum virðist erfitt að skilja hvernig fjármálakerfið hér á landi virkar?  Við virðumst stundum ekki skilja það sjálf.


Hver segir satt?

Sérkennileg ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi  í gær vegna fyrirspurnar Árna Þórs Sigurðssonar um  umfjöllum Ríkisútvarpsins um niðurskurð í  þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna á Reykjanesi.

Málið snérist um fjölskyldur 12 fatlaðra barna sem ekki höfðu fengið framlengdan samning sinn við stuðningsfjölskyldur vegna fjárskorts. 

Faðir 5 ára barns hafði rætt þessa slæmu stöðu við fréttamann Ríkisútvarpsins og jafnframt var rætt við yfirmann á svæðisskrifstofu Reykjaness, sem staðfesti að 12 fjölskyldum hafi verið neitað um framlengingu samninga vegna fjárskort. Þessi þjónusta er jafnframt bundin í lög.  

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, svaraði því til að engri fjölskyldu fatlaðs barn hefði verið neitað um þjónustu og of mikið hefði verið gert úr málinu í fjölmiðlum.

Eftir sitja ummæli yfirmanns svæðisskrifstofu og föðurins sem eru þar með gerð ómerk orða sinna.

Hver segir satt í þessu máli og hver fer með ósannindi? Því þarf að svara.


Íhaldsemi að morgni

Einn besti tími dagsins, er að mínu mati, tíminn á milli 7.00 og 7.30. Að eiga góða stund með sjálfum sér og auðvitað morgunvakt rásar 1.

Hlusta á leiðara dagblaðana og annað fréttatengt efni. Rétt áður en aðrir heimilismenn þurfa að vakna. Þetta er minn tími og þannig hefur það verið lengi.

Í morgun var hinsvegar tilkynnt að nú yrði morgunvaktin send út frá 7.30. Þátturinn hafði verið styttur í annan endann. Engin skýring var gefin á þessi ákvörðun.

Í marsmánuði árið 2003 voru mótmæli lögð fyrir Markús Örn Antonsson sem þá gegndi stöðu útvarpstjóra. Þá hafði morgunþáttur Rásar 1 var aflagður og Morgunvakt Rásar 2 útvarpað þess í stað á samtengdum rásum. Menn voru ósáttir við þessar breytingar.

Markús Örn Antonsson sagði þá "Við efldum frétta- og fréttaskýringarþátt í morgunútvarpinu vegna niðurstaðna sem lágu fyrir úr skoðanakönnunum meðal hlustenda og áhorfenda Ríkisútvarpsins - sjónvarps. Þeir lögðu mesta áherslu á að Ríkisútvarpið yki við fréttaumfjöllun sína og við teljum okkur vera að koma til móts við það sjónarmið með þessum hætti,"

Í íhaldsemi minni er mér spurn, hvað hefur breyst nú?

Hafa menn á ríkisfjölmiðlinum misst áhuga á fréttatengdum þáttum eða almenningur í landinu? Hver er ástæða þess að þessi ágæti þáttur er styttur í annan endann?

Að mínu mati er það miður. Fæ aldrei nóg af vandaðri umfjöllun um fréttir.


Ef........

borgarfulltrúarnir hefðu verið 21 í kosningunum 2006 þá hefði...

Sjálfstæðisflokkur 9 fulltrúa

Samfylking 6 fulltrúa

Vinstri græn 3 fulltrúa

Frjálslyndi flokkur 2 fulltrúa

Framsóknarflokkur 1 fulltrúa

(Tölfræðin tekin af bloggi Einars Mar Þórðarsonar.)

Þá væri staðan öðruvísi í borginni. Ekki bara að meirihlutamyndun hefði skipast öðruvísi heldur væru fleiri fulltrúar sem skipuðu meirihluta á hverjum tíma, og verkin myndu skiptast á fleiri.

Borgarfulltrúarnir gætu þá tekið að sér færri verkefni og haft meiri tíma til að sinna þeim. 

Árið 2006 eru 116 þúsund íbúar í borginni og 15 borgarfulltrúar.

Árið 1908 eru 11 þúsund íbúar í bænum og 15 bæjarfulltrúar.

Er ekki komin tími til breytinga?


« Fyrri síða

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband