Leita í fréttum mbl.is

Ef........

borgarfulltrúarnir hefðu verið 21 í kosningunum 2006 þá hefði...

Sjálfstæðisflokkur 9 fulltrúa

Samfylking 6 fulltrúa

Vinstri græn 3 fulltrúa

Frjálslyndi flokkur 2 fulltrúa

Framsóknarflokkur 1 fulltrúa

(Tölfræðin tekin af bloggi Einars Mar Þórðarsonar.)

Þá væri staðan öðruvísi í borginni. Ekki bara að meirihlutamyndun hefði skipast öðruvísi heldur væru fleiri fulltrúar sem skipuðu meirihluta á hverjum tíma, og verkin myndu skiptast á fleiri.

Borgarfulltrúarnir gætu þá tekið að sér færri verkefni og haft meiri tíma til að sinna þeim. 

Árið 2006 eru 116 þúsund íbúar í borginni og 15 borgarfulltrúar.

Árið 1908 eru 11 þúsund íbúar í bænum og 15 bæjarfulltrúar.

Er ekki komin tími til breytinga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Jú, og þótt fyrr hefði verið!

Ásgeir Eiríksson, 1.3.2008 kl. 15:04

2 identicon

Því verr gefast heimskra manna ráð sem þeir fleiri koma saman.

Það er kominn tími á breytingar  -fækkum þeim í 7.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Halla Rut

Algerlega sammála þér.

Halla Rut , 1.3.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað má velta þessu fyrir sér á margan máta. Ég held þó að íbúafjöldi skipti ekki svo miklu máli í þessu samhengi.  Ég bý t.d. í borg sem hefur tvær og hálfa milljón íbúa.  Borgarfulltrúar hér eru 44, eða þó nokkuð færri en t.d. alþingismennirnir sem hinir 300.000 Íslendingar velja sér.

Hitt er svo annað mál að það er ekki íbúafjöldinn sem skiptir máli heldur verkefnin sem verið er að framkvæma og þar hefur auvðitað orðið á gríðarleg breyting frá því 1908.

Hins vegar held ég að það gæti orðið til bóta ef leitað væri út fyrir raðir borgarfulltrúa hvað varðar setu í hinum ýmsu nefndum í auknum mæli, eins og var að ég held meira hér áður fyrr.

Það er meira og minna sama fólkiið í öllum nefndum og það þrengir "sjóndeildarhringinn".  Borgarfulltrúar eiga að mínu viti fyrst og fremst að vera í pólítískri mótun og ákvarðanatöku, en ekki að vera að "micromanaga" starfi borgarinnar.

G. Tómas Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 19:00

5 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll G. Tómas,  

Aukin íbúafjöldi kallar á frekari verkefni þannig að það kemur á sama stað niður.

Síðan bætist við aukin samkeppni um fólk á milli sveitarfélaga t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu. Það verður til þess að sveitarfélögin bæta í þjónustu án þess að hún sé lögbundin. Þá stækkar stjórnkerfið og verkefnum kjörinna fulltrúa fjölgar.

Hverjir eiga síðan að koma að nefndarstörfum er örlítið snúið. Kjörnir fulltrúar eru þannig með umboð frá kjósendum en þeir sem utan standa ekki.

Tengingu frá nefndum eða nefndarmönnum inn í borgarstjórn kemur þarna líka að. Þetta er auðvitað hægt að finna leiðir til að koma fleirum að, en þá verða menn að leggja í vinnu við að útfæra slíkt betur. Það hefur ekki verið lagt í sértaka vinnu við slíkt innan stjórnkerfisins.

Anna Kristinsdóttir, 2.3.2008 kl. 10:36

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Aukin íbúafjöldi þýðir ekki sjálfkrafa aukin verkefni, heldur sömu verkefni fyrir meiri fjölda.

Hinu er þó ekki að neita að verkefni sveitarfélaga hafa aukist, burtséð frá íbúafjölda og hafa þau blásið út.

Það er ekkert að því að einstaklingar sem hafa ekki verið kjörnir sitji í nefndum, enda er það auðvitað gert nú þegar.

Fjölgun upp á 6 fulltrúa breytir ekki miklu, en hitt að fjölga þeim sem koma að ferlinu í nefndum gæti haft í sér miklu meiri breytingu og víkkað sjónarhornin.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband