Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Loksins..loksins

Þetta er hið besta mál. Aldrei áttað mig almennilega á því af hverju var ekki búið að breyta þessu mun fyrir. hagstofa Íslands er ekkert annað en ríkisstofnun og á því að vera slík.

Held að þessar breytingar allar séu af hinu góða og geri stjórnsýsluna skilvirkari.


mbl.is Hagstofu Íslands breytt úr ráðuneyti í sjálfstæða stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást og hatur í stjórnmálum

Að taka þátt í stjórnmálum getur oft á tíðum verið sérkennilegt. Þannig geta andstæðingar í pólitík orðið  samherjar á einni svipstundu.

Við höfum öll fylgst með því í hvernig svörnustu andstæðingar samfylkingarinnar í liði sjálfstæðismanna hafa á liðnum dögum snúist heilan hring og orðið auðmjúkir aðdáendur stefnu flokksins. Eru jafnvel  farnir að tala vel um foringjann Ingibjörgu Sólrúnu.

Þetta er allt gott og blessað og sýnir okkur hvað raunverulega skoðanir manna rista grunnt í pólitík.

Verð þó að viðurkenna að ég á svolítið erfitt með að sjá fyrir mér sameiginlega fundi þingflokksformanna nýrrar stjórnarandstöðu á þingi.

Þar sitja þau og ræða strategíu komandi þings þau Siv Friðleifsdóttir, Ögmundur Jónason og Kristinn H. Gunnarsson.  Ætli allar gamlar erjur þeirra félaga séu nú gleymdar og grafnar?


Í New York

Brá mér af landi brott í nokkra daga. Er stödd í New York fram yfir helgi í góðra manna hópi og mun gefa blogginu frí á meðan.

Á næstu vikum fer undirbúningur vegna Alþjóðaleika að ná hámarki. Þeir hefjast eftir 25 daga og margt er ógert enn. Það er því gott að safna orku fyrir þá vertíð

Fróðleikur um leikanna: http://www.icgreykjavik.is/


Persónur og leikendur

Og svo hefst fyrsti leikþátturinn í næsta farsa.

Inn á sviði koma tveir eldri leikendur. Þeir hafa á sínum leikferli unnið marga sigra, en eru hér að taka sín síðustu skref á sviði.

Þeir fara vel með hlutverkin en átta sig kannski ekki á því að leiksýningarnar verða ekki margar.

Á bak við tjaldið standa aðrir sem ætla sér aðalhlutverkin í leikritinu. Þeir vita að þeir verða bíða um stund þar til tækifæri gefst til að stíga inn á sviðið og taka yfir hlutverkið.

Vandinn er hinsvegar sá að þeir verða aldrei þær stjörnur sem þarf til að draga fólk á sýninguna.

Alvöru stjörnur hafa þann hæfileika að fá fólk til að koma aftur og aftur á sömu sýninguna. Þeir leggja allt sitt í leikinn og þurfa ekki nein önnur laun en þakklæti áhorfenda.

Þess vegna verða menn að átta sig á því hverjir það eru sem eru alvöru leikarar og geta tekið þátt í sýningunni og hverjir eru það ekki.

Annars er mikil hætta á að sýningin falli

 

 

 


Hvað tekur við?

Heyrði í fjölda flokksmanna í gær vegna væntanlegs brotthvarfs Jóns úr formannsstól. Verð að viðurkenna að það er afar þungt hljóð í mönnum. þetta er afar erfið staða, sérstaklega í ljósi niðurstöðu nýliðinna kosninga.

Í mínum huga verður sá aðili sem tekur við stjórn flokksins að hafa skýra framtíðarsýn og hugsjónir að leiðarljósi. Þeir flokksmenn sem ég ræddi við í gær sjá ekki slíkan einstakling í sjónmáli. Auk þess gæti þetta leitt til mikilla innanflokksátaka á næstu misserum.

Nú getur allt gerst.


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópumálin á dagskrá

Hlýt að fagna þessum ummælum. Hef lengi verið talsmaður þess að Evrópumálin væru tekin á dagskrá. Held að nú sé komin tími til að skoða möguleg samningsmarkmið.

Sjálfstæðismenn hljóta að vera tilbúnir í að skoða málin fyrst ný ríkisstjórn er skipuð með þessum hætti.

Samfylkingin setti fram í stefnu sinni fyrir kosningar að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefji aðildarviðræður.

Fyrsti fundur minn í nýrri stjórn Evrópusamtakanna á morgun, hlakka til að taka þar sæti og fylgjast með framvindu mála hjá nýjum Utanríkisráðherra.


mbl.is Ingibjörg: Evrópumálum verður haldið á lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralistinn klár

Nýr ráðherralisti hefur litið dagsins ljós.

Óska Guðlaugi Þór sérstaklega til hamingju. Þar er góður félagi úr borgarstjórn og drengur góður. Treysti Jóhönnu líka til góðra verka í velferðarmálunum. Kona með sterkar skoðanir og vel til þess falinn að stýra þessu málaflokki.

Hefði viljað sjá fleiri af þeim frambærilegu konum sem Sjálfstæðismenn hafa á að skipa í ráðherrastól. Sjálfstæðiskonur geta ekki verið ánægðar með þessa niðurstöðu.

Nú bíður maður eftir að sjá stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar sem kynnt verður á morgun.


Að koma af stað frétt.

Þar virðist allt stefna í það sem ég óttaðist mest. Að Jóni Sigurðssyni verði ekki gert það kleyft að starfa áfram í forystu Framsóknarflokksins.

Þegar ljóst varð að við framsóknarmenn í Reykjavík næðum ekki manni inn á þing í afstöðnum kosningum óttaðist ég það að nú myndu átök innan flokksins hefjast, enn á ný.

Forystumenn flokksins hafa þó á liðnum dögum hver í kapp við annan, lýst yfir stuðningi við formanninn opinberlega, en á sama tíma virðist annars konar atburðarás vera að gerast innan flokksins.

Í gær kom síðan ein enn "fréttin" af því hvað sé að gerast innan innsta kjarna Framsóknarflokksins, og nú var fréttin sú að formaðurinn sé að hætta.

Ég hef fullan skilning a því að Jón Sigurðsson sé að skoða stöðu sína nú með sínum nánustu stuðningsmönnum.

Hitt er mér algerlega óskiljanlegt að slíkar "fréttir" leki alltaf í fjölmiðla. Ekki síst þegar slíkur fréttaflutningur gerir ekkert nema koma af stað enn frekari ólgu innan flokksins.

Hver er það sem sífellt kemur slíkum "fréttum" á framfæri og hverju ætlar sá aðili að koma til leiðar nema að minnka enn frekar trú okkar flokksmanna að hægt sé að ná sátt innan flokksins og byrja það uppbyggingarstarf sem nauðsynlegt er.

Ábendingar eru vel þegnar um það hver það sé sem stundar slíkt niðurrif innan síns eigin flokks.


Jón á förum?

Slæm tíðindi sem sagt var frá á Íslandi í dag áðan. Mér hugnast það illa að Jón Sigurðsson fari frá.

Þá kemur upp mjög þröng staða sem erfitt er að sjá lausn á.

Í þeirri stöðu getur allt gerst.


Gagnrýni=enginn trúverðuleiki

Er það virkilega þannig að ef menn gagnrýna sitjandi forseta þá missi þeir jafnframt trúverðugleika?

Hef þvert á móti dáðst að málflutningi Jimmy Carter í þessu máli. Held að þessi ummæli dæmi sig sjálf og sýni svart á hvítu hvernig gagnrýni er tekið á þessum bæ.

Get ekki ímyndað mér annað en sagan dæmi núverandi forseta bandaríkjanna sem mann sem missti allan trúverðugleika á valdatíma sínum.


mbl.is Hvíta Húsið: Carter skiptir ekki lengur máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband