2.7.2008 | 11:26
300 þúsund af 20 milljónum
Í gær voru stimpilgjöld vegna lána til fasteignakaupa á fyrstu eign afnumin. Veit ekki hvort áhrif á fasteignamarkaðinn verða mikil við þessa breytingu.
Þessi aðgerð var gerð til þess að auðvelda ungu fólk að kaupa sína fyrstu fasteign. Ekki síst vegna ástandsins á fasteignamarkaði. Þótt þetta sé jákvæð breyting mun hún varla gera útslagið fyrir ungt fólk í leit að fasteign til kaupa.
Reikna má með að þetta lækki kostnað við fasteignakaup um 250-300 þúsund ef keypt er eign í verðflokknum 15-25 milljónir.
Við kaup á fyrstu eign er hægt að fá að hámarki 80% lánað frá íbúðarlánasjóði. Samkvæmt bráðabirgðamati er gert ráð fyrir að með 3.5 milljónir í eigið fé og með 200 þúsund króna greiðslugetu á mánuði geti viðkomandi fengið lánað 14 milljónir og keypt eign að hámarki 17,5 milljónir.
Áfram verða öll önnur skuldabréfaviðskipti með stimpilgjöldum hvort sem um veðskuldir og aðrir tegundir skuldabréfa.
Ungt fólk, jafnvel nýkomið úr námi og með námslán á bakinu, á ekki auðvelt verk fyrir höndum. Lágmark er að eiga rúmleg þrjár milljónir í eigið fé ef mögulegt er að kaupa slíka eign. Nema að góðviljaðir ættingjar láni veð fyrir aukinni lántöku.
Leigumarkaðurinn er ekki fýsilegur heldur. 100-150 þúsund er leiguverð fyrir 2 herbergja íbúðir nema menn sé þess heppnari.
Staðan virðist einfaldlega vera sú að ungt fólk kemst ekki yfir eigið húsnæði nema eiga sterka bakhjarla eða fara út á leigumarkaðinn með litla sem enga von um að komast þaðan aftur.
Leita verður annarra leiða til að hjálpa ungu fólki til að kaup sitt fyrst húsnæði. Lágmarkið er að fella öll stimpilgjöld niður við slík kaup, sama hvaða skuldabréfaviðskipti eiga í hlut.
Það verður að gera ungu fólki kleyft að koma þaki yfir höfuðið. Það þarf einfaldlega meira til.
p.s. Hvað varð annars um skyldusparnaðarkerfið sem öllum var gert að greiða í. Gæti slíkt kerfi ekki verið leið til að gera ungu fólki auðveldara fyrir að eignast eigið húsnæði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
..og sökudólgurinn var sú ákvörðun stjórnvalda að hækka lánahlutfall hjá Íbúðarlánasjóði, sem setti verðhækkunarskriðuna af stað.
Púkinn, 2.7.2008 kl. 18:39
Íbúðaverð er langt yfir raunvirði - leyfum markaðnum að ná jafnvægi áður en farið er í mótvægisaðgerðir.
Og það er ekki nóg að hjálpa fólki að kaupa sína fyrstu íbúð ef það stendur ekki undir greiðslunum. Ég er a.m.k. ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að taka verðtryggt íslenskt lán til 40 ára.
Einar Jón, 15.7.2008 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.