Leita í fréttum mbl.is

Frábært frítt forrit fyrir börn

Var bent á þetta frábæra forrit fyrir einhverf/fötluð börn á vefslóðinni http://www.zacbrowser.com/ 

Hef ekki í langan tíma fundið neitt eins áhugavekjandi fyrir son minn sem um leið kennir honum og fræðir. Fyrst og fremst frítt forrit sem er einstaklega fallegt og hægt að nota fyrir öll börn.

Textinn hér á eftir er tekin af vefslóðinni sfjalar.net.

John LeSieur er maður sem lætur verkin tala. Árið 2002 eignaðist dóttir hans dreng sem greindur var einhverfur við þriggja ára aldur. Nú hagar þannig til að LeSieur er einn af höfundum KidzCD netvafrans barnvæna og þegar hann komst að því að Zackary, en svon nefnist drengurinn, naut þess að vafra um netið með aðstoð KidzCD ákvað hann að skapa sérhæfðan vafra fyrir dótturson sinn. Vafrann nefndi hannZAC Browser og hefur nú gert aðgengilegan öllum sem á þurfa að halda endurgjaldslaust.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég ræsti ZAC vafrann í fyrsta skipti og við mér blöstu fiskar syndandi í rólegheitum um skjáinn átti ég erfitt að átta mig á að um vefskoðara væri að ræða. Músabendilinn hafði og breyst í kafbát sem nú sigldi um á meðal fiskanna. Ég reyndi auðvitað að smella á fiskana, án árangurs, en tók þá eftir fimm táknmyndum neðst á skjánum sem eru í raun hnappar og veita aðgang að fjórum flokkum vefsíðna. Flokkarnir eru kvikmyndir, leikir, tónlist og sögur. Fimmti hnappurinn (sá fyrsti í röðinni) færir notandann aftur í fiskabúrið.

Notendaviðmót ZAC er fyrst og fremst myndrænt og á rætur sínar að rekja til KidzCDog hnappastikan neðst á skjánum minnir töluvert á forritaslánna í nýrri útgáfum Macintosh stýrikerfisins sem ég fjallaði um ekki fyrir svo löngu. Ég er greinilega ekki sá eini sem er hrifinn af þessari tækni til að nálgast hugbúnað og skjöl í tölvu. Þegar rennt er með músinni yfir hnappana stækkar sá hnappur sem músin hvílir á í hvert skiptið og gefur þannig greinilega til kynna að hann hafi verið valinn og einfaldar þannig notandanum að smella á hann. Þegar smellt er á hnapp tekur bakgrunnur vefskoðarans og músarbendillinn á sig nýja mynd.

ZAC vefskoðarinn skiptist í þrjá hluta. Forsíðu, vefsíður og kvikmyndir. Forsíðan þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að vera inngangur að öðrum hlutum vafrans. Kvikmyndahlutinn birtir einfalt viðmót þar sem hægt er að spila nokkur vel valin myndskeið. Þegar þetta er skrifað er ekki hægt að eiga við sjálf myndskeiðin, þ.e. setja saman sinn eiginn lista. Að mínu mati er sú virkni nauðsynlegt til að aðlaga vefskoðarann að þörfum einstakra nemenda og vonandi að LeSieur sjái sér fært að opna fyrir þann möguleika þegar fram líða stundir

Hinir hlutarnir þrír veita aðgang að fjöldanum öllum af vefjum sem búið er að flokka eftir viðfangsefni, nefnilega íþróttir, tónlist og sögur. Hugsanlega endurspeglar sú flokkun áhugasvið Zackary, en ég veit s.s. ekkert um það. Vefur er opnaður með því að smella á viðkomandi táknmynd og engin þörf er á því að slá inn vefslóð. Í þeirri útgáfu sem ég skrifa um núna er ekki hægt að vinna með vefsafn skoðarans, þ.e. bæta við eigin vefjum. Líkt og með myndskeiðin þá tel ég það mjög mikilvægan kost geta sniðið vefsafnið að þörfum einstakra notenda og sendi reyndar fyrirspurn varðandi það á umræðuvef sem tengist forritinu. LeSieur tjáði mér þar, að innan skamms mætti vænta spennandi tíðinda og bíð ég spenntur eftir þeim.

Þegar vefur opnast í ZAC vefskoðaranum birtist tækjastika efst á skjánum með tveimur hnöppum. Annar færir notandann aftur á upphafssíðu vefsins sem verið er að skoða. Hinn færir notandan aftur á upphafssíðu vefskoðarans. Þessi tækjastika einfaldar notendum að skoða vefinn þar sem þeir hafa fyrir augum samræmt viðmót, óháð því hvaða vef er verið að skoða.

ZAC vefskoðarinn er einfalt, mjög aðgengilegt og verndað umhverfi sem ég get hiklaust mælt með fyrir einstaklinga sem á því þurfa að halda. Ég efast ekki um að einhverfir geti nýtt sér ZAC og örugglega fleiri börn með fötlun. Ég hvet líka leikskólakennara til að kynna sér þennan vefskoðara og þeir mættu sjálfsagt líka skoða KidzCD vefskoðarana sem eru sérstaklega hannaðir fyrir börn og unglinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband