2.6.2008 | 10:04
Sumarfrí-tilhlökkun eða kvíði?
Í þessari viku hefst formlega sumarið. Í þeirri merkingu að nú verður skóla sonarins slitið n.k. miðvikudag. Þá hefst 11.vikna sumarleyfi hans.
Þá breytist allt. Þá get ég ekki lengur setið hér við skriftir frá morgni til kvölds. Nú verð ég að sinna drengnum mínum á milli þess sem ég skrifa lokaverkefnið.
Auðvitað er það ekkert nema eðlilegt að ég hugsi um mitt eigið barn en það hellist yfir mig samviskubit þegar þessi tími ársins nálgast.
Hvað á ég að gera til að hafa ofan af fyrir honum þennan tíma? Hvernig get ég tryggt það að honum leiðist ekki með mér einni hér heima? Hvernig get ég reynt að fá einhverja jafnaldra til að heimsækja hann?
Ég hef reyndar ekki þá tilfinningu að honum leiðist að vera heima. Þvert á móti líður honum hvergi betur en þar. Svo framarlega sem hann fær að gera það sem honum finnst skemmtilegt. Ég hef hinsvegar innbyggt samviskubit yfir því að það sem hann vill gera sé honum ekki hollt.
Hann vill byrja daginn á að horfa á barnaefni í einn til tvo tíma. Fara síðan á netið á YouTube í næstu tvo, síðan í leikjatölvuna næstu tvo og síðan byrjar hann hringinn aftur. Hann reyndar teiknar inn á milli nokkrar teikningar.
Það að fara út á trampólínið getur gengið í stutta stund en öll önnur útivera er allt annað enn að vera skemmtileg að hans mati. Sérstaklega þegar skordýrin fara á kreik. Ein fluga getur eyðilagt allt.
Þetta er tíminn sem flest börn á hans aldri njóta lífsins og leika sér áhyggjulaus úti við en það á ekki við um drenginn minn. Þetta er tíminn sem hann yfirleitt er hvað einangraðastur félagslega og það þykir mér erfitt.
Þetta er því oftar tími kvíða en ekki tilhlökkunar. Það þykir mér vont.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.