27.5.2008 | 08:49
Nýtt húsnæði í stað forsetakosninga
Fjölsmiðjan er einstakt úrræði fyrir ungt fólk sem flosnar upp úr skóla og nær ekki að fóta sig á vinnumarkaði.
Þarna vinnur frábær hópur af fólki að því markmiði að kenna þessu unga fólki að starfa á almennum vinnumarkaðinn eða hefja nám að nýju. Ótrúlegur árangur hefur náðst með þessum hætti eða um 80% þeirra sem úrræðið nota ná að fóta sig á ný.
Forstöðumaðurinn Þorbjörn Jensson sagði á ágætu viðtali í fréttablaðinu í gær "Ég er búinn að sjá að unga fólkið sem ég fæ inn hefur verið taparar í gegnum lífið en þau fara héðan sem algjörir sigurvegarar brosandi út að eyrum."
Hann segir að það kosti 30-40 milljónir að laga húsnæðið en eðlilega vilji enginn leggja í þann kostnað vegna þess að húsið eigi hvort sem er að rífa. Hann hafi fundið nýtt húsnæði en kaupin strandi á fjármálaráðuneytinu.
Held að það sé við hæfi nú þegar ljóst er að við Íslendingar þurfum ekki að fara í forsetakosningar að vori að leggja það fjármagn sem sett var í fjárlög vegna mögulegra forsetakosninganna í kaup á húsnæði fyrir þessa frábæru starfsemi fyrir unga fólkið okkar.
Kostnaður ríkissjóðs vegna forsetakosninganna 2004 nam 37 milljónum króna á núvirði.
Fjölsmiðjan fái nýtt hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Góð hugmynd og málið dautt!
Jóhanna þarf þá ekki að leita lengur eftir peningum til að leysa málið!
Hallur Magnússon, 27.5.2008 kl. 11:14
Frábær hugmyndi Anna, ég vona að hún nái til eyrna/fyrir augu ráðamanna.
Til hamingju með daginn frú
Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.