Leita í fréttum mbl.is

Fyrir 45 árum þá gerðist það

Það var fyrir 45 árum síðan. Þá gerðist það.

Pabbi var á fundi á Akureyri. Þar var Framsóknarflokkurinn að funda. Það gekk fyrir. Það skipti ekki máli að von væri á barni. Eitt barnið til.

Mamma átti von á sínu níunda barni. Pabbi á sínu sjöunda.

Fyrst átti mamma fimm börn með fyrra manni sínu. Þá hafði pabbi átt eitt barn utan hjónabands. Síðan tvö í hjónabandi.

Síðan hittust þau. Bæði þrítug. Hún með sín fimm og hann með sín þrjú. Þau urðu ástfangin.  Þá var ekki aftur snúið.

Fyrir 45 árum höfðu þau eignast 3 börn saman. Von var  á því fjórða í röðinni.

Ég fæddist þennan dag á fæðingarheimilinu. Mamma var auðvitað ein þegar það gerðist. Þá var það venjan.

Ég snéri öfugt í fæðingu. Ekkert hina barnanna gerði það. Var kannski ekki alltaf auðveld. Hef þó lagast með tímanum.

Ég var alltaf glöð og kát. Það segir mamma mér. Henni á ég mikið að þakka.

Nú fagna ég 45 ára afmæli mínu með góðum konum í dag. Þakka fyrir allt það góða sem ég hef notið. Vona að ég fái að vera hér lengi enn.

Takk öll fyrir samfylgdina í gengum lífið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Til hamingju með daginn

Vilborg G. Hansen, 27.5.2008 kl. 13:37

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með daginn.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Til hamingju með afmælið! Tvíburar eru bestir (átti sjálf afmæli í gær). Megi dagurinn vera ánægjulegur og eftirminnilegur.

Sigurlaug B. Gröndal, 27.5.2008 kl. 15:26

4 identicon

Innilegar hamingjuóskir með daginn.

Guðrún H. Brynleifsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Til hamingju með daginn!

Ásgeir Eiríksson, 27.5.2008 kl. 19:31

6 identicon

Innilega til hamingju með daginn! Þú átt nú allavega 45 góð ár í viðbót;)

Viktoría (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:15

7 identicon

Til hamingju með daginn mín kæra vina.

Kv,

Einar Kristján

Einar Kristján (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þessi árgangur er náttúrulega bara snilld! Til hamingju með daginn, vona að þú hafir notið hans til fulls!  [hún á afmæli í dag ...]

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.5.2008 kl. 23:21

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir frábært afmælishóf

Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:56

10 identicon

Sæl Anna mín

Til hamingju, kv. jens

Jens H. Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:28

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er svona með lífið, það er það sem gerist á meðan maður er að bíða eftir einhverju, sm maður hefur planað.

Innilegar hamingjuóskir með þökk fyrir viðkynninguna og tímann hjá ÍTR

Bjarni Kjartansson

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 28.5.2008 kl. 12:51

12 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur, átti yndislegan dag og naut vel.

Anna Kristinsdóttir, 29.5.2008 kl. 09:04

13 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Nú skýrast enn tengslin á milli okkar. Ég kom líka öfug í heiminn - og hefur fjölskyldan oft skýrt bærslaganginn á mér með þeim ósköpum sem gengu á við fæðingu mína. 

Björk Vilhelmsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband