21.5.2008 | 10:42
Tilskipun um skyldu manna að bjarga mönnum, sem sýnast dauðir.
Í endalausri leit minni að heimildum í ritgerðarsmíðinni rekst ég stundum á skemmtilega hluti. Þetta er einn af þeim.
Hér eru tilskipun um skyldu manna að bjarga mönnum, sem sýnast dauðir. Hún er frá 1819 og var einhverra hluta vegna feld úr gildi í janúar 1999, eða fyrir níu árum síðan.
Full ástæða að hafa svona tilskipanir nú á tímum þegar einstaklingshyggjan ætlar að yfirkeyra allt.
1. Bæði eftir hlutarins eðli og grundvallarreglum laga Vorra verður að álíta það almenna borgaraskyldu hvers þess, er býðst færi á að bjarga manni, sem er í lífsháska, að beita til þess þeim meðulum, er hann fær til náð, og sérstaklega skal það því vera skylda hvers þess, sem sér mann vera að drukkna, að gera tafarlaust sjálfur eða með tilstyrk annarra, sem hann kallar til hjálpar, allt það, er unnt er eftir atvikum, til þess að ná manninum upp úr og fá gerðar við hann lífgunartilraunir þær, er best eiga við, og má heldur enginn, þegar svo stendur á, skorast undan að veita þá hjálp, sem hann getur í té látið.
2.Það skal einnig vera almenn skylda að annast um, að hengdir menn séu teknir niður hið bráðasta, og að allra þeirra bjargarmeðala sé neytt, sem kostur er á, og yfir höfuð að gera það, sem unnt er, til að bjarga hverjum þeim, sem á voveiflegan hátt hefur slasast eða af öðrum sökum getur enga björg sér veitt.
3. Auk þess sem það, samkvæmt 1. og 2. gr., er skylda að annast tafarlaust um, að hinum drukknaða sé komið á land, og að hinn hengdi sé niður skorinn, og að beitt sé bráðabirgðabjargráðum, skal það enn fremur vera skylda hlutaðeiganda, að leita hið fyrsta læknishjálpar, ef eigi er svo ástatt, að þeir séu fullvissir þess að geta lífgað manninn án læknishjálpar. Einnig á þegar í stað að skýra lögreglustjóranum frá atburðinum, eða til sveita sóknarpresti eða hreppstjóra, ef skemmra er til þeirra, og skal það gert sumpart til þess, að embættismenn þessir eða sýslunarmenn geti, þangað til læknir kemur, séð um rétta meðferð á hinum sjúka, og sumpart til þess að þeir geti gert ráðstafanir þær, er þörf er á, ef einhver kynni að hafa til ábyrgðar unnið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Skil ekkert í þeim að fella þetta úr gildi, þetta er bráðnauðsynleg tilskipun!
Fararstjórinn, 21.5.2008 kl. 14:04
Ætli þetta eigi við um Framsóknarflokkinn?
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.5.2008 kl. 15:51
Kannski að þetta hafi verið fellt úr gildi vegna þess að í umferðarlögum, almennum hegningarlögum og lögum um almannavarnir er að finna geirnar sem skylda menn til að veita mönnum í neyð aðstoð, en bara gáfulegra orðalag.
Einar Þór Strand, 21.5.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.