21.5.2008 | 09:09
Hvað þarf til ?
Alltaf bætist við rökin með því að hefja aðildarviðræður við ESB. Síðustu 48 tíma hefur þetta bæst við:
Verð á matvörum er að jafnaði 64% hærra á Íslandi en að meðaltali í ESB-ríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði.
Könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Félag íslenskra stórkaupmanna (FíS) kemur í ljós að 70% félagsmanna vilja að Íslendingar taki upp evru í stað íslensku krónunnar. Knútur Sigmarsson framkvæmdastjóri FÍS, segir greinilegt sé að skilaboðin séu skýr og telur að ástandið undanfarið hafi valdið því að menn líti á krónuna sem einskonar viðskiptahindrun. Þessi niðurstaða sé ákall til stjórnvalda.
Þetta eru tíðindi síðustu tveggja daga. Hvað þarf mikið til að stjórnvöld hefji undirbúning?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Af mbl.is
Íþróttir
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
Athugasemdir
Það er rétt að benda á það að þessi 64% er munurinn á matvælaverði hér og meðalverði í ESB. Inni í því meðaltali eru lönd á borð við Pólland, Búlgaríu, Slóvakíu, Ungverjaland og Eystrasaltslöndin. Flest er nokkuð mikið ódýrara þar en hér enda um mjög fátæk lönd að ræða.
Það er svo annað mál að matur er of dýr á Íslandi (u.þ.b 15% dýrari en í Danmörku). Spurningin er hvernig það ætti að breytast við inngöngu í ESB. Tollar á landbúnaðarvörur frá ESB ríkjum myndu falla niður en við getum vel fellt þá niður sjálf. Annað myndi ekki gerast sem afleiðing af inngöngu í sambandið.
Ég sé ekki aðra leið til þess að lækka matvælaverð hér verulega en að lækka tolla á matvæli frá löndum utan Evrópu og N-Ameríku (þessi sem ESB hefur reist tollmúra gegn). Það væri vitaskuld ekki hægt ef Ísland væri innan ESB.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:26
25% er nægjanlegt fyrir mig.
Bendi þér á þessar niðurstöður á vef neytendasamtakana.
Kostir og gallar aðildar metnir út frá hagsmunum íslenskra neytenda.
Helstu niðurstöður eru:
Anna Kristinsdóttir, 21.5.2008 kl. 09:39
Mér sýnist það aðallega vera atriði 1 og 2 sem eigi að leiða til lækkunar vöruverðs um allt að 25%. Þetta eru ráðstafanir sem við getum vel gert utan ESB.
Svo er það vissulega rétt að Evran ætti, á pappír, að leiða til lægra vöruverðs. Þetta hefur þó alls ekki verið raunin í mörgum aðildarríkjum myntbandalagsins.
Annars þykir mér síðasta atriðið þarna á listanum sérstaklega áhugavert. Hverjar eru líkurnar á því að Ísland verði nettó styrkþegi innan ESB? Getum við ekki bara styrkt það sem við viljum styrkja beint og án þess að féð hafi viðkomu í Brussel?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:26
Ef það er raunin er sérkennilegt að stjórnvöld hafi ekki nú þegar gripið til þessara aðgerða til að lækka matarverð.
Evran og upptaka hennar hefur mun fleiri kosti en að leiða til lægra vöruverðs. Hvað ætli veikur gjaldmiðil okkar hafi kostað þjóðarbúið á liðnum misserum?
Atvinnulífið kallar eftir aðgerðum.
Anna Kristinsdóttir, 21.5.2008 kl. 10:46
Ástæða þess að stjórnvöld hafa ekki gripið til þessara aðgerða til þess að lækka matvælaverð er vilji til þess að vernda innlendan landbúnað. Ef menn hefðu varið helmingnum af þeim tíma og orku sem farið hefur í það að berjast fyrir inngöngu í þetta blessaða Evrópusamband til þess að berjast fyrir einhliða tollalækkun þá hefði matarverð getað lækkað fyrir löngu.
Það er svo annað mál að ef að við göngum inn í ESB þá gerist annað að tvennu. 1) Landbúnaðurinn tekur stórkostlegum breytingum, bændur myndu tala um að hann leggist af, eða 2) hann viðhelst í núverandi mynd vegna beingreiðslna (sbr. lið 3 á listanum). M.ö.o við borgum jafn mikið fyrir matinn, bara eftir öðrum leiðum.
Ég ætla ekki að fara verja flotkrónuna. Það fyrirkomulag gengur ekki upp og það er komin tími til þess að endurskoða það (gengismarkmið eða myntkrafa), jafnvel til að taka upp annan gjaldmiðil. Evran hefur vissulega sína kosti en hún hefur líka ýmsa galla og hún er alls ekki eini fiskurinn í sjónum.
Í sambandi við evruna bendi ég sérstaklega á að til þess að komast inn í myntbandalagið þá þurfum við að ná verðbólgu niður í meðaltal þeirra þriggja Evrópuríkja þar sem verðbólga er lægst. Við þyrftum einnig að lækka vexti. M.ö.o til þess að fá evruna þá þurfum við að leysa vandamálin sem við ætlum að leysa með evrunni.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.