Leita í fréttum mbl.is

"elskan mín"

Þótt ljúfan sé hið fallegasta orð verður að nota það í réttu samhengi og við rétt tækifæri. Veitt fátt verra en að vera kölluð "elskan" eða "góða" af ókunnugum.

Vann um árabil á vinnustað þar sem ég var eini kvenkyns starfsmaðurinn. Oftar en ekki gerðist það að karlmenn komu á vinnustaðinn þegar ég var ein að störfum og spurðu eftirfarandi spurningar "er engin við?". Ég vissi aldrei hvernig ég ætti að svara þessu, sitjandi beint fyrir framan þá.  

Verra þótti mér þó þegar starfsemi skrifstofunnar var tekin fyrir í skýrslu á ársfundi var eftirfarandi sagt. " Á skrifstofunni starfar framkvæmdastjóri, tveir starfsmenn og stúlka".

Er enn að velta því fyrir mér hvað starfsheitið "stúlka" innfelur í sér.


mbl.is Obama bað „ljúfuna“ afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu nú gæskan, ! (ljúfan eða elskan)

Af hverju er það slæmur ávani að nota orðið ljúfan eða elskan eða bara gæskan eins og sagt er  mikið hér fyrir austan,??? fyrr má nú vera kveistnin í konum að þola það ekki,  við strákana segjum við líka gæskur, elskan og hvað eina.  Það eru notuð hin ýmsu orð og orðatiltæki í samræðum og oft breytileg eftir landshlutum og jafnvel fjölskyldum, þetta finnst mér ekki falla í flokkinn slæmt eða óviðkunnalegt.

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þá ættir þú ekki að leggja leið þína vetur á fjöðu.  Þar er það málvenja að brúka svona orðfæri.

Njottu vorsins

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Staður og stund skiptir máli.

Fyrir vestan er allt leyfilegt.

Anna Kristinsdóttir, 15.5.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha ég fæ þessa spurningu stundum í síma á mínum vinnustað; er enginn við? Mér finnst hún alltaf jafn fyndin. Kannski vegna þess að ég veit að hún er ekki illa meint og verið er að biðja um einn af þeim þremur sem sér um visst starfssvið.

Þetta með framkvæmdastjóri, tveir starfsmenn og stúlka... grátbroslegt

Jóna Á. Gísladóttir, 16.5.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband