14.5.2008 | 09:41
Að hrekja menn til aðildar
Það að afstaða Jóns, þann tíma sem hann sat sem formaður Framsóknarflokksins, hafi markast af hógværari afstöðu, en hann setur fram nú í greinskrifum sínum, er ekki nema eðlilegt.
Staksteinar spyrja hvort skoðanir Jóns fari eftir því hvar hann situr við þjóðarborðið.
Að sjálfsögðu er það þannig. Þegar Jón talaði sem formaður framsóknarflokksins talaði hann fyrir þeirri stefnu sem flokkurinn hafði samþykkt á flokksþingi. Annað hefði verið sérkennilegt. Ef hann hefði talað gegn samþykkti stefnu flokksins til Evrópumála hefði það verið gagnrýnisvert.
Hann notað ekki flokkinn til að koma sinni persónulegu sýn á framfæri. Það gerir hann nú sem einstaklingurinn Jón Sigurðsson.
Þeir sem þekkja til Jóns vita að skoðanir hans til Evrópumála hafa ekki breyst á liðnum misserum. Hann hefur ekki verið hrakin til aðildar eins og mætti halda á fyrirsögn Stakksteina í dag.
Innan Sjálfstæðisflokks eru líka einstaklingar í forystusveit sem eru talsmenn aðildar. Þeir hinsvegar halda sig til hlés meðan flokkur hefur þá stefnu að aðhafast ekkert í málaflokknum.
Það er kannski verið að hrekja þá aðila frá skoðun sinni um mögulega aðild?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.