Leita í fréttum mbl.is

Embættismaður eða stjórnmálamaður?

Í fréttum ríkisútvarpsins í morgun var enn og aftur rætt um nýráðin framkvæmdastjóra miðborgarmála.  

Nú telur minnihluti borgarstjórnar ummæli  hans í fjölmiðlum, benda til þess að hann tjái sig sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra en ekki sem hlutlaus embættismaður.

Ummælin voru í þá veru að hann kallað Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa bitran lækni sem ekki uni öðrum lækni borgarstjórastólinn. Nú vill minnihlutinn  fá úr því skorið hvort ummæli Jakobs séu á skjön við hefðir og lög sem skilgreini réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Það er vandrötuð leiðin frá því að vera stjórnmálamaður til þess að gegna starfi embættismanns. Að vita hvað má og hvað má ekki  í starfi embættismannsins.  Slíkt hefur orðið mörgum stjórnmálamanninum erfitt,  að sleppa taki af pólitískum skoðunum sínum.

Slíkt virðist vera í tilfelli nýráðins framkvæmdastjóra miðborgar hann talar þar ekki sem embættismaður heldur kýs að tjá sig um menn og málefni í borgarstjórn á pólitískum nótum.

Slíkt er ekki af hinu góða að mínu mati. Þótt hann sé ráðin í embættið af meirihlutanum væri heilavænlegast að hann bæri til þess gæfu að starfa bæði fyrir og með meiri-og minnihluta í borginni.

Það gera flest allir þeir embættismenn sem  starfa fyrir Reykjavíkurborg. Það er þeim nauðsynlegt til þess að halda trúverðugleika sínum í starfi.

Annað gæti verið erfitt og ætla má að ef slíkt tíðkaðist ekki væri búið að skipta út öllum æðstu embættismönnum borgarinnar að minnsta kosti þrisvar sinnum á þessu kjörtímabili.

Slíkt myndi minnka samfellu í störfum borgarinnar enn meira og telja margir að ástandið geti varla orðið verra.

Listin að byggja upp heilbrigt stjórnsýslukerfi felst í því að finna gott jafnvægi á milli faglegs vettvang embættismanna og þess veruleika sem einkennir heim stjórnmálamannsins.

Framkvæmdastjóri miðborgarmála verður að velja á hvorum vettvanginum hann kýs að starfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband