Leita í fréttum mbl.is

Opinn fundur með samgönguráðherra um Sundabraut

Sá á visi.is að nú skal blásið til fundar um málefni Sundabrautar af hálfu Samgönguráðherra.

Fundurinn verður haldinn  annað kvöld. miðvikudagskvöld, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og hefst klukkan 20.

Í fréttinni kemur m.a. fram " að tilgangur fundarins sé að upplýsa borgarbúa og annað áhugafólk um samgöngur um fyrirhugaða Sundabraut, mögulega útfærslu hennar og kostnað.

Kristján L. Möller samgönguráðherra ávarpar fundinn í upphafi og síðan fjalla sérfræðingar Vegagerðarinnar um Sundabraut. Þá munu borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson einnig ávarpa fundinn. Að loknum erindum verður gefinn kostur á umræðum.

Fagna þessum fundi og vonandi mun samgönguráðherra gefa okkur borgarbúum skýr svör um það hvenær þessi framkvæmd hefst.

Nú er ekki lengur hægt að kenna borgaryfirvöldum um seinagang verkefnisins og ekki hafi verið ákveðið hvaða leið skuli farið.

Nú er það ríkisins að gefa skýr svör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband