30.4.2008 | 13:24
Mótmæli í Bolungarvík?
Ætli megi búast við að íbúarnir mótmæli á pöllunum líkt og gerðist við meirihlutaskiptin í borginni? Varla við því að búast, en hver veit hvað getur gerst á þessum síðustu og breyttu tímum.
Í Bolungarvík búa 904 íbúar, samkvæmt tölum frá 1.12.2007 og án efa hafa menn skiptar skoðanir á þessu brölti í bæjarstjórninni. Það verður án efa stór biti fyrir bæjarfélagið að kyngja að þurfa að greiða tveim bæjarstjórum laun í næstu sex mánuði.
Í víkinni bjó hún amma mín og átti þar tíu börn. Hún var alla tíð krati en ég held að hún hafi fyrst og fremst verið verkakona fædd í byrjun síðustu aldar sem ekkert fékk baráttulaust.
Í Bolungarvík býr enn harðduglegt fólk sem þarf öfluga talsmenn í baráttu sinni fyrir frekari atvinnuuppbyggingu og betri lífskjörum.
Hver sem bæjarstjórinn verður, þarf hann að leggja allt sitt í það verkefni.
![]() |
Ný bæjarstjórn tekur við í Bolungarvík í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
Doktor Lýður - skólabróðir minn úr Réttó lýsir ástandinu frábærlega í pistli.
TARZAN Í BOLUNGA(R)VÍK
Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 13:38
Það versta fyrir Bolvíkinga, rétt eins og annað fólk á landsbyggðinni er, að þeim verði fjarstýrt frá R.vík af einhverju umhverfisöfgaliði.Þeir eiga að fá að stjórna sér sjálfir.
Sigurgeir Jónsson, 30.4.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.