30.4.2008 | 09:50
Að tala fyrir sjálfan sig eða aðra
Nú koma fram á sjónarsviðið, hver af öðrum, talsmenn aðildar íslands að Evrópusambandinu. Það kemur mér ekki á óvart og ekkert leyndarmál að það er mín skoðun að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB sem fyrst.
Grein Jón Sigurðssonar fyrrverandi formanns framsóknarflokksins í Morgunblaðinu í gær kom mér ekki á óvart. Jón hefur um langt skeið talað í þessa veru og flesti sem hann Þekkja vita að hann er talsmaður Evrópusambands aðildar.
Hinsvegar talaði hann ekki í slíkum tón þann stutta tíma sem hann var formaður Framsóknarflokksins. Þar talaði hann sem formaður flokks sem hafði ályktað á sínu flokksþingi að ekki væri á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sem formaður flokksins var hann réttilega talsmaður þeirrar stefnu.
Ég tel hinsvegar að ef hann hefði fengið til þess tækifæri, með kosningu á þing, hefði hann beitt sér fyrir því að breyta þeirri stefnu. Því miður fékk hann ekki það tækifæri og Guðni Ágústsson tók við forystu í flokknum. Afstaða hans til ESB er öllum ljós.
Halldór Ásgrímsson fékk marga nýja fylgismenn til liðs við Framsóknarflokkinn þegar hann tók við formennsku árið 1994. Ekki síst var það vegna afstöðu hans til Evrópusambandsins. Hann ræddi ósjaldan um að skoða ætti frekar aðildarviðræður við ESB. Hann náði þó aldrei að fá slíka stefnu samþykkta á flokksþingum þar sem andstæðingar aðildar höfðu sig meira í frammi en fylgismennirnir. Þessi hópur fylgismanna aðildar, sem gekk til liðs við flokkinn á þessum tíma, er að mestu leiti farinn aftur frá flokknum.
Sama á án efa við um marga forystumenn annarra flokka. Þeir tala fyrir hönd sinna flokka þegar þeir eru við völd, en eftir að þeir stíga af stóli tala þeir aðeins í sínu eigin nafni. Þá viðurkenna þeir að þeir eru fylgismenn slíkrar aðildar.
Sem betur fer fjölgar slíkum fylgismönnum stöðugt og stjórnvöld geta ekki vikið lengur frá því að taka raddir þeirra alvarlega.
Fyrr en varir munu slíkar raddir innan sjálfstæðisflokksins heyrast í auknu mæli og þá verður ekki aftur snúið. Þá byrjar boltinn fyrst að rúlla.
Við munum kjósa um væntanlegar aðildarviðræður í þingkosningum árið 2011.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Kæra Anna!
Vonandi fáum við tækifæri til að kjósa um það hvort ganga skuli til aðildarviðræðna samhliða næsti sveitarstjórnarkosningum. Það er þjóðin sem á að taka ákvörðun um það!
... Jón talaði hógvært um aðildarumsókn að ESB þegar hann var formaður - sagði að tíminn væri ekki kominn - en hann er hins vegar kominn nú - ári síðar.
Framsóknarmenn vissu alveg hvaða afstöðu Jón hafði til Evrópusambandsins - þe að hann teldi þann tíma koma að rétt gæti verið að ganga til viðræðna við það um inngöngu Íslands.
Höldum því líka til haga að:
Síðasta flokksþing kaus Jón Sigurðsson talsmann aðildarviðræðna við ESB formann!
Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.