20.4.2008 | 13:33
Fer Valgerður á móti Guðna?
Valgerður Sverrisdóttir talaði tæpitungulaust um ESB viðræður í hádegisfréttum Stöðvar 2.
Hún sagði að ríkisstjórnin eigi að hefja undirbúning að ESB umsókn, enda sé það það sem þjóðin vilji og svigrúm sé til þess innan stjórnarsáttmálans.
Í skoðanakönnum sem, birt er í Fréttablaðinu í dag kemur fram að tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að ríkisstjórnin hefja undirbúning að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka, nema frjálslyndra, vill að ríkisstjórnin hefji undirbúning umsóknar. Þar af er stuðningur við slíkt 60% hjá kjósendum Framsóknarflokks.
Í stefnuskrá Framsóknarflokksins sem samþykkt var á síðasta flokksþingi segir að ekki sé á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu og í þá veru hefur Guðni Ágústsson formaður flokksins talað.
Nú heyrist nýr tón opinberlega frá varaformanni flokksins.
Ætli formannslagur í framsóknarflokknum sé í uppsiglingu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Hef enga trú á formannsslag. Tel frekar að Guðni nái áttum og leggi til að það verði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort skuli farið í aðildarviðræður. Meira um það:
Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!
Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 14:31
Þá tel ég að Guðni verði komin langt út úr karakter. Hann mun að minni hyggju ekki leiða flokkinn í slíka stefnubreytingu.
Hitt er annað að ýmsir aðrir vilja að flokkurinn stefni að slíku og því munu fylkingar takast á innan flokksins fyrr en síðar.
Þá er spurning hvort slíkt uppgjör um Evrópumál leiði ekki sjálfkrafa til forystuskipta innan flokksins.
Anna Kristinsdóttir, 20.4.2008 kl. 15:47
Hvað hefðu "spunameistarar" þessa flokks sagt/gert, ef svona "árás" hefði verið sett fram af einum af þingmönnum flokksins í tíð Halldórs Ásgrímssonar f.v. formanns?
Ég man ekki betur en að svoleiðis menn hafi bara verið "drepnir" af minna tilefni en þetta!
Sigrún Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 17:19
Ísland í ESB,fara á í könnunarviðræður sem fyrst,en þegar við göngum í ESB þá breytist ýmislegt,t.d,mun matvöruverð stórlækka,vextir verða ekki svona gígantískt háir,og líf fólks mun almennt batna og varðandi sjávarútveginn þá skiptir það engu máli hvort að íslenskir kvótakóngar veiði fiskinn í sjónum eða erlendir sjómenn.
Magnús Paul Korntop, 20.4.2008 kl. 19:47
Er ekki best að þjóðin fái að átta sig á stöðunni varðandi Efrópumálum þegar búið verður ef hægt er að laga eitthvað til í efnahagsmálum eftir frjálshyggufár undan farina ára þar sem bönkunum var gefið alltof mikið frelsi. Orðið frelsi er fallegt orð og sú merking sem það þíðir,en frelsi án stjórnunar er ekki til,því miður, því alltaf verða einhverjir til sem misnota það frelsi.
Gissur Jóhannesson.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.