17.4.2008 | 12:49
Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn ekki með
Fyrsta stjórn Ríkisútvarpsins ohf eftir stjórnarskiptin vorið 2007.
Þegar síðast var kosið í stjórnina í febrúar 2007 voru kosin: Ómar Benediktsson, Kristín Edwald, Páll Magnússon, Jón Ásgeir Sigurðsson og Svanhildur Kaaber.
Nú á Framsóknarflokkurinn ekki lengur sæti í ríkistjórn og jafnframt í fyrsta sinn á flokkurinn engan aðalmann í stjórn. Áður hafði hann átt sæti í útvarpsráði eða stjórn Ríkisútvarpsins ohf.
Ljóst að Framsóknarflokkurinn er að komast á sama stall og Frjálslyndi flokkurinn, sem lítil áhrifalaus flokkur í minnihluta.
Svona er lýðræðið, þeir litlu fá ekki að vera með.
Fimm kosin í stjórn RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Af mbl.is
Íþróttir
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Já það er flott. Þar á einmitt Framsóknarflokkurinn heima, þ.e á sama stað og Frjálslyndi flokkurinn. Hvernig væri bara að leysa hann alveg upp? Þá væri öllum mikill greiði gerður.
Viktoría (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:08
Þetta er táknræn endalok fyrir Framsóknarflokkinn sem bæði missteig sig í fjölmiðlamálinu og í málefnum Ríkisútvarpsins. Þau mál eru ein ástæða stöðu flokksins í dag.
En Viktoría mín. Ég efast um að öllum væri mikill greiði gerður með að leysa upp Framsóknarflokkinn sem átti þátt í flestum framfaramálum íslensks samfélags á síðustu öld. Getur þú rökstutt þess staðhæfingu þína betur?
Hallur Magnússon, 17.4.2008 kl. 20:24
Sæll Hallur, ég er nú ekki Viktoría þín en jú ég get rökstutt það.
Framsóknarmenn eru bara búnir að klúðra málunum of oft til þess að e-r hafi trú á þeim og þess vegna komin tími til að segja þetta gott. Mér er alveg sama um afrek fyrri ára. Það eru komin svo mörg ár síðan að það er alveg kominn tími á það að segja þetta bara gott fyrir fullt og allt og hætta að reyna að halda í afrek sem áttu sér stað á miðri síðustu öld. Svona spillingardans eins og átti sér stað innan flokksins eyðilagði hann og ég held hreinlega að hann sé of skemmdur til að hægt sé að bæta.
Það virðast hvort eð er allir vera hættir í þessum flokki og ef þeir eru ekki hættir þá annað hvort heyrist svona lítið í þeim eða maður er bara orðinn ónæmur fyrir röflinu og vitleysunni sem vellur upp úr þeim örfáu mönnum sem enn halda sig við flokkinn.
Þannig að Hallur "minn" þá bara get ég ekki séð að landsmenn græði neitt sérstaklega á því að hafa þennan lítt aðlaðandi flokk starfandi.
Hver myndi hugsanlega kjósa Framsóknarflokkinn? Nei, ég bara spyr. Þeir Framsóknarmenn sem ég hef þekkt í gegnum tíðina hafa allavega allir yfirgefið sökkvandi skipið.
Viktoría (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 21:26
Framsóknarflokkurinn átti þátt í mörgum framfaramálum liðinnar aldar rétt er það.
Einkum gilti það um fyrstu árin frá 1927 til 1937, enda var einstakt góðæri og uppgangur fyrstu árin.
En enginn flokkur barðist eins hatramlega fyrir óréttlátri kjördæmaskipan og Framsóknarflokkurinn og fljótlega hékk flokkurinn eins og hundur á roði á spilltu fyrirgreiðslukerfi hafta sem byggðist á nær endalausri stjórnarþátttöku.
Þegar jafn stórir flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin færast nær hvor öðrum klemmast miðjuflokkar á milli. Það á jafnt við um Framsókn og frjálslynda.
Framsókn og frjálslyndir gætu sameinast um frjálslynda miðjustefnu en þá er það enn Framsóknarflokkurinn sem kemur í veg fyrir slíkt með því að njörva sig við kvótakerfið.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2008 kl. 23:13
Svo að þessi ágæta færsla fari ekki að fjalla um allt aðra hluti en höfundur skrifaði um þá ætla ég bara að senda Halli Magnússyni samúðarkveðjur og vona að hann fari að opna augun fyrir 21. öldinni. Framsókn má segja bless fyrir fullt og allt. Hans tími er löngu liðinn, því miður/sem betur fer (eftir því hver horfir á hlutina).
B Ewing, 18.4.2008 kl. 01:40
Allt á upphaf og enda. Slíkt á líka við líf stjórnmálaflokka.
Ekki síst á það við ef þeir ekki ganga í gegnum endurnýjum, í takt við breytingar í þjóðfélaginu.
Framsókn átti erindi við kjósendur við stofnun hans árið 1916. Erindi flokksins í dag við kjósendur er erfiðara að skilgreina. Ekki síst nú þegar margir flokka eru á miðju stjórnmálanna.
Evrópusinnin Hallur veit það að það eru aðrir flokkar sem myndu henta betur hans sýn í þeim málaflokki en framsóknarflokkurinn.
En lengi má reyna.
Anna Kristinsdóttir, 18.4.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.