Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðir strax

Úr skýrslu til forsætisráðuneytisins sem gerð var í apríl 2004 af hagfræðistofnun Háskóla Íslands um samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndunum og ríkjum Evrópusambandsins.

Vorið 2003 fóru um 15% af neysluútgjöldum Íslendinga til matar og drykkjar (áfengi er hér ekki talið með). Matvæli eru hærra hlutfall neyslu hjá lágtekjufólki en þeim efnameiri. Hjá sambýlisfólki með börn, þar sem tekjur voru innan við 2 milljónir króna árið 1995, voru útgjöld til matar og drykkjar fimmtungur neysluútgjalda. Þá munar meira um matarútgjöld hjá barnafjölskyldum en öðrum. Matarverð varðar því lágtekjufólk og barnafólk meira en aðra. Þrír vöruflokkar vógu þyngst í matarkröfu Íslendinga árið 2003: mjólk, ostar og egg; kjöt; og brauð og kornvörur. Mjólkurvörur og egg voru 19% af neyslu meðalheimilisins, kjöt 18% og brauð og kornmatur 17%.

 Samtals fór því meira en helmingur af matarútgjöldum heimilisins í neyslu á þessum vörum. Hlutur matvæla í neyslu meðalfjölskyldu hefur minnkað undanfarin ár og er nú kominn niður í 13½%, en þar við bætast drykkjarvörur (án áfengis) sem eru tæp 2%.

Þetta hlutfall er mun lægra víða í Evrópu.  

Stjórnvöld hljóta að grípa til aðgerða til að lágmarka afleiðingar þessarar hækkunar á fjölskyldunnar í landinu. Lækkun skatta og tolla á matvælum  kæmi til greina og jafnframt að gefa innflutning á  ákveðnum tegundum landbúnaðarvara frjálsan.  

Þessar hækkanir hafa mest áhrif á ungu barnafjölskyldurnar og lágtekjufólkið. Þá hópa sem minnst mega við slíkum hækkunum.


mbl.is Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Fólk vill ódýrari matvæli sem er Skiljanlegt. það væri hægt að lækka innlent svínakjöt og kjúklinga um tugi prósenta með því byrja á því leyfa innlendum framleiðendum að nota hormóna og fúkkalyf til að auka vaxtahraðan eins og í USA. Um 75% af öllum fúkkalyfjum er notað í landbúnaði í heiminum. Eins er þetta eftirlit með kamfíló og salmonellu alla lifandi að drepa vegna kostnaðar. Ég tala nú ekki um ódýrt vinnuafl. Auðvelt að fá fólk fyrir 18.000 20.000 þúsund á mánuði. Eigum við ekki að byrja á þessu.  Hvað segirðu um það

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Athyglisvert Gunnar hvaðan hafa bændasamtökin möguleika á fólki á þessum kjörum væri gott fyrir aðrar atvinnugreinar að fá upplýsingar um það. Sem gömlum sveitamanni úr uppsveitum Borgarfjarðar finnst mér alltaf dapurt að það fer alltaf útí umræðu um að ef að við eigum að hafa efni á að éta fari alt í kaldakol ég veit ekki til þess að við iðnaðarmenn höfum verið neitt verndaðir frá þessu erlenda vinnuafli og þar með erlendri samkeppni hvorki í byggingar iðnaði eða járniðnaði við verðum einfaldlega að laga okkur að markaðnum. Ég er þeirrar skoðunar að Íslenskir bændur séu vel samkeppnis færir en það sé bara búið að telja þeim trú um að svo sé ekki þeir þurfa að snúa sér að milliliðum og öðrum kostnaði sem er að drepa þá. Í iðnaði hafa útboð lækkað vegna undirboða um alt að 30 % á tímum verðbólgu og hárra vaxta engin verndar iðnaðinn, hann verður að laga sig að aðstæðum. Leiðréttu mig ef að ég fer með rangt mál var ekki ein lausnin til að hjálpa bændum niðurfelling tolla af fóðri sem kemur þá beint við innlenda framleiðendur hver hjálpar þeim ? Ég hef fulla trú á að bændur standi sig vel þó að hér væri leyfður innflutningur það myndi auka samkeppni og halda vöruverði niðri það er ljóst en flutningar og annar kostnaður vegna fjarlægðar myndi hjálpa þeim til að standast samkeppnina sem þeir myndu gera með sóma að mínu mati.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.3.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég hef séð í verslunum svínakjöt frá Tyson í Bandaríkjunum sem er næst stærsti svínakjötsframleiðandi í heiminum með  800 þúsund gyltur  en meðalbú hér 400 Gyltur

Hérna er ég með frétt úr Landbrugs Avisen sem segir að þeir (Tyson) hafi ekki áhuga á að flytja kjöt til Kína vegna þess að Kínverjar leyfa ekki vaxtahormónið Ractoparmin. Ef þeir fá ekki að nota það borgar sig ekki flytja kjötið kjötið þangað.

Ég spurðist fyrir hvernig stæði á því að þetta sterakjöt væri í verslunum hér.

Svarið sem ég fékk hjá Matvælastofnun var að ekki væri gerð krafa hér á Íslandi um  sterafrítt kjöt ef um elduð matvæli væri að ræða. 

Hvernig Ósköpunum eigum við að keppa  framleiðslu á grísum stríðalda  á sterum þetta munar helming vaxtarhraða Krafa á okkur bændur er að framleiða gæðavöru en þegar um innflutning er að ræða virðast gæðin skipta engu máli

Svínakjötið sem hingað hefur verið flutt er stærstum hluta frá Spáni og Ítalíu meira að sega lundir sem sagðar voru danskar reyndust frá Spáni og þegar krafist er upprunavottorðs marghækkar verðið. Einu tilfelli salmonellu á íslandi 2006 voru ferðamenn frá Spáni og Búlgaríu. Stærstu framleiðsluhéruð Ítalíu eru í kringum og fyrir norðan Napólí en mafían hefur stjórnað sorphirðunni þar og tekið efnaúrgang frá allri Evrópu grafið þar þangað til nýlega mafíósarnir voru teknir og allir vita hvernig ástandið er þar núna, göturnar fullar af sorpi. Engin vill sjá vörur frá þessum efnamenguðu svæðum en en búðirnar hér fullar af þeim og ódýrar nema hvað 

Ef bændur missa stóran hluta markaðarins með auknum innflutningi þá verða okkar vinnslur ennþá minni og óhagkvæmari og varan þar með dýrari og á endanum gefast menn upp 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 25.3.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Skil þetta sjónarmið og það er að mörgu leiti rétt en hef þó þá trú að bændur ef þeir fengju frjálsræði myndu standa það af sér það þyrfti ekki einu sinni að leyfa innflutning af hverju ekki að afnema kvótakerfið og koma á heilbrigðri samkeppni innanlands. Það myndi einhverjir hætta en kannski myndu líka einhverjir nýir byrja í minni gömlu heimasveit er verið að byggja fjós heyri ég og það ekki lítið. Það sem kannski ergir okkur malarbúa dálítið er að á meðan við erum í beinni samkeppni við erlent vinnuafl kannski ekki á þeim kjörum sem að þú nefndir en allavega engum bankalaunum vinnuafl sem að flytur peningana út til landa sem mun ódýrara er að lifa í og hefur þar góða afkomu sitjum við eftir frosnir í sömu launum jafnvel lægri allt vegna þess að við erum á frjálsum markaði. Ekki getum við sótt hærri laun og síst núna þannig að við verðum að lækka kostnað og þar er hvort sem að okkur líkar betur eða verr er matarkostnaður eitt af þeim hlutum sem að við lítum á ekki vegna þess að við séum þa móti bændum heldur vegna þess að við höfum fjölskyldur sem þarf að brauðfæða hluti af vandamálinu er að hálft hagkerfið er frjálst en hinn helmingurinn verndaður. Kannski er ein lausnin að flytja inn ódýrt vinnuafl í landbúnað það jafnar kannski á móti þeirri staðreynd að sama vinnuafl heldur launum niðri hjá stórum hópum fólks sem þarf að kaupa afurðirnar. Svo að mínir líkar eru fastir í því að elska uppruna sinn og sveitirnar en á sama tíma neyddir til að láta launin duga fyrir framfærslu og síhækkandi gjöldum. Það mætti til dæmis skoða rafmagnsverð til ykkar mér skilst á bróður að Landsnet haf hækkað flutninginn á rafmagni hressilega til ykkar þarna það gæti verið ein af lausnunum rafmagn á stóriðju taxta. En læt þetta duga þetta er mál sem hægt er að skrifa um alla nóttina

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.3.2008 kl. 23:50

5 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sælir Gunnar,

Tel óþarft að fara í hártoganir um ódýrt vinnuafl og gæðaeftirlit í landbúnaði. Hvað þá heldur um hormónafyllt kjötmeti. 

Er hinsvegar sammála Jóni um góða samkeppnisstöðu íslenskt landbúnaðar og tel að íslenskir neytendur muni áfram velja innlenda vöru þótt samkeppni aukist.

Anna Kristinsdóttir, 26.3.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband