Leita í fréttum mbl.is

Nýr íslenskur raunveruleiki

Las yfir fréttir frá lögreglunni í borginni fyrir tíu árum síðan. Um páska árið 1997 leit þetta svona út: 

"PÁSKARNIR voru nokkuð annasamir hjá lögreglunni. Í dagbókinni um páskana eru 602 færslur. Af þeim eru 12 líkamsmeiðingar, 41 innbrot, 21 þjófnaður og 27 eignaspjöll. Afskipti þurfti að hafa af 42 vegna ölvunar á almannafæri og vista þurfti 60 manns í fangageymslunum"

Um þessa páska liggja ekki fyrir dagbókarfréttir en þetta er helst í fréttum frá lögreglu nú um páskahátíðina:

Þrjú rán í Breiðholti þar sem sprautunálar voru notaðar við verknaðinn voru framin á föstudaginn langa.Mjög gróf líkamsárás í Breiðholti á laugardag þar sem sex aðilar voru í kjölfarið fluttir á slysadeild.Eldur í þremur bílum, í vesturbæ Reykjavíkur og í Hafnarfirði, grunur um íkveikju.Fjölmennt lið lögreglu og sérsveitarmann var sent að heimili við  Leifsgötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan ellefu á páskadagsmorgun þar sem tilkynnt hafði verið um að maður ógnaði öðrum með hnífi. Mennirnir voru báðir handteknir án mótspyrnu og eru þeir nú í haldi lögreglu.Alls sátu 13 manns í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík áður en mennirnir tveir voru handteknir í morgun. Að sögn lögreglu voru allir þeir, sem gistu fangageymslurnar í morgun af erlendu bergi brotnir.

Óljóst enn hvort dagbókarfærslum hafi fækkað um þessa páska frá árinu 1997. Á þó erfitt með að trúa því.

Annar konar raunveruleiki sem við búum við nú en var fyrir áratug síðan. Raunveruleikinn sem við búum við í dag er aukin og harðari eiturlyfjaneysla með öllum þeim hliðarverkunum sem slíkt hefur og harðara og meira ofbeldi en áður.

Erfiðir vaxtaverkir sem fylgja því að breytast úr fámennu einangruðu þjóðfélagi í það að vera þátttakandi í alþjóðlegu samfélagi með öllum þeim kostum og göllum sem slíkt fylgir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eins og einn Páska málshátturinn hljómaði:  "Tímarnir breytast og mennirnir með" eða eins og ég vil hafa hann:  "Mennirnir breytast og tímarnir með". 

Litla Ísland, sem einu sinni var einangrað, mörgum til ama, tekur nú fullan þátt í "ofbeldisvæðingu" alheimsins.

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta getur ekki verið rétt, því lögreglan þarf aðeins að hafa afskipti af útlendingum. 

Fyrir tíma útlendinga gerðist aldrei neitt saknæmt á Íslandi og löggan var bara uppá stöð um Pákahelgar að spila lomber við góðkunningja sína.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2008 kl. 01:03

3 identicon

Helsta glæpa breytingin sem orðið hefur hér á landi á þessum 10 árum er að nú er allt fljótandi hér af hörðustu eyturlyfjum og hörðustu glæpagengjum sem mörg hver koma erlendis frá og svífast einskis. Og Breiðholtið er orðið að innflytjendaghettói í líkingi við þau verstu sem finnast í amerískum stórborgum.

Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:18

4 identicon

Ég man nú hvernig þetta var fyrir 10 árum, skal ég segja þér, og það var alltaf allt að fara til fjandans þá líka, sama hvaða tölur menn höfðu.

Glæpum fjölgar og fækkar á mis, en í hvert sinn sem eitthvað gerist á Íslandi er látið eins og það sé fyrsta skiptið. Við erum ekki 50.000 manna þjóð lengur, og okkur fer sífellt fjölgandi. Við það verða að sjálfsögðu fleiri glæpir, jafnvel þó að hlutfall glæpa miðað við höfðatölu minnki. Það er hinsvegar lítið sem ekkert fjallað um það, heldur ávallt einblínt á hlutina þegar eitthvað fer úrskeiðis, og ég get lofað þér að hvorki Ísland né nokkuð annað ríki nokkurs staðar í heiminum, nokkurn tíma, verður laust við ofbeldi, fíkniefni og bankarán.

Það eina sem ég sé verða harðara eru fíkniefnin og bankaránin, og það eina sem hefur harðnað á fíkniefnamarkaðnum er að menn eru farnir að nota morfín-skyld lyf í meiri mæli. Kannabis, amfetamín, kókaín og LSD eru ekkert ný af nálinni á Íslandi.

Þó að auðvitað þurfi alltaf að gera betur finnst mér að fólk megi aðeins hugsa um að það hefur aldrei verið sú kynslóð sem ekki fannst sú sem á eftir kom alveg hræðileg. Síða hárið, útvíðu buxurnar, dópið og djöfladýrkunin þótti nú aldeilis vandamál á hippatímanum, síðan komu pönkararnir sem voru engu skárri en fólk er í dag.

Mér finnst stundum eins og að Íslendingar séu svolítið ofverndaðir. Svo margir foreldrar leggja allt upp úr því að börn þeirra og unglingar viti sem minnst um allt það ljóta í heiminum, venjulega á þeim forsendum að það skemmi börnin einhvern veginn, en það þýðir líka að þegar maður kemur til vits og ára er maður að miða raunveruleikann við það sem maður hélt að hann hefði verið fyrir 10 árum, þegar maður einfaldlega vissi ekki jafn vel af því hversu margt skrýtið og slæmt er í gangi, svosem fíkniefnaneysla og glæpir.

Það er líka einhvern veginn eins og að ef maður segir "glæpum hefur fækkað seinustu 10 ár", þá vill fólk fá gögn og staðreyndir til að maður geti fullyrt það, en ef maður segir "glæpir eru síversnandi vandamál á Íslandi", þá kinkar fólk bara kolli. Manni finnst stundum eins og að fólk álíti mann bara barnalegan ef maður telji ekki allt vera alltaf að fara til fjandans.

Æj, ég veit ekki. Ég fékk nóg af móðursýkisvæli fyrir 10 árum sjálfur, þegar ég var 17 ára. Þá var alveg sama hvernig maður hagaði sér eða hvað unglingar gerðu sér til dundurs, það var alltaf "unglingavandamálið" alræmda og unga kynslóðin í þá daga var víst alltof löt, sama hversu mikið hún vann, alltof vitlaus, sama hversu mikið hún lærði, og auðvitað var fatatískan alveg fyrir neðan allar hellur.

Hvað á maður að segja? :) 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæll Helgi,

Ungt fólk ber ekki ábyrgð á því hvernig komið er. Það er ekki unga fólkið sem heldur hér um stjórnartaumana. Það erum við sem eldri erum.

Glæpir eru einkamál ungs fólks og ekki eiturlyfjaneysla heldur.

Þróunin hér á landi er ekkert á annan veg en annars staðar. Harðari efni=auknir glæpir. Síðan koma aðrir þættir eins og auknir fólksflutningar og opnari landsmæri.

Spurningin er hinsvegar hvernig er hægt að bregðast við slíku en töfralausna eins og fíkniefnalaust Ísland árið 2000 ganga ekki.

Við höfum mikil tækifæri fólgin í því að vera fámenn þjóð sem býr langt úti í hafi. 

Við getum gert svo miklu betur og eigum að bregðast við vandanum áður en hann er óleysanlegur. Það má ekki bíða mikið lengur.

Anna Kristinsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband