3.3.2008 | 08:48
Íhaldsemi að morgni
Einn besti tími dagsins, er að mínu mati, tíminn á milli 7.00 og 7.30. Að eiga góða stund með sjálfum sér og auðvitað morgunvakt rásar 1.
Hlusta á leiðara dagblaðana og annað fréttatengt efni. Rétt áður en aðrir heimilismenn þurfa að vakna. Þetta er minn tími og þannig hefur það verið lengi.
Í morgun var hinsvegar tilkynnt að nú yrði morgunvaktin send út frá 7.30. Þátturinn hafði verið styttur í annan endann. Engin skýring var gefin á þessi ákvörðun.
Í marsmánuði árið 2003 voru mótmæli lögð fyrir Markús Örn Antonsson sem þá gegndi stöðu útvarpstjóra. Þá hafði morgunþáttur Rásar 1 var aflagður og Morgunvakt Rásar 2 útvarpað þess í stað á samtengdum rásum. Menn voru ósáttir við þessar breytingar.
Markús Örn Antonsson sagði þá "Við efldum frétta- og fréttaskýringarþátt í morgunútvarpinu vegna niðurstaðna sem lágu fyrir úr skoðanakönnunum meðal hlustenda og áhorfenda Ríkisútvarpsins - sjónvarps. Þeir lögðu mesta áherslu á að Ríkisútvarpið yki við fréttaumfjöllun sína og við teljum okkur vera að koma til móts við það sjónarmið með þessum hætti,"
Í íhaldsemi minni er mér spurn, hvað hefur breyst nú?
Hafa menn á ríkisfjölmiðlinum misst áhuga á fréttatengdum þáttum eða almenningur í landinu? Hver er ástæða þess að þessi ágæti þáttur er styttur í annan endann?
Að mínu mati er það miður. Fæ aldrei nóg af vandaðri umfjöllun um fréttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Tek innilega undir með þér. Bæði varðandi íhaldsemina og styttingu morgunvaktar.
Það var hins vegar undarlega anakrónískt viðtalið við gömlu kommana, sem virtust hafa lifnað við og voru farnir að skjóta út brumsprotum. Gamla samanburðarfræðin aftur dregin fram eins og hefðum við færst 30 ár aftur í tíma.
Ragnhildur Kolka, 3.3.2008 kl. 13:05
Þetta er örugglega engin tilviljun, Anna. Og það standa til meiri breytingar, mest á Rás 2, en einnig einhverjar á Rás 1.
Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 13:43
Mér finnst það hið bezta mál að fresta morgunblaðrinu til hálfátta. Ég hef ekki enn fyrirgefið RÚV það, þegar Vilhelm var sleginn af á sínum tíma. Mér fannst þá (og finnst enn) að það hefði verið nóg fyrir talmálsfíklana að fá skammtinn sinn á rás 2 (þar sem er hefð fyrir svona efni), en láta gömlu gufuna í friði.
Einar G. Torfason (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.