20.2.2008 | 09:17
Er borgarstjórn óstarfhæfur hópur?
Í gær voru hópar og hópferli til umræðu í einum áfanga MPA námsins. Þar var rætt um hvað þyrfti til að hópar gætu náð árangri. Hvaða ferli hópar þyrftu að fara í gegnum til að klára sín verk. Eitt af stóru málunum í fræðunum.
Þegar hópar taka að sér verkefni er ferlið í ákveðnum stigum. Stigin, samkvæmt þeirri kenningu sem farið var yfir, skiptast í forming, storming, norming, performing og loks Adjourning stigið.
Helsti vandinn skapast þegar hópar stöðvast í storming ferlinu og ná ekki lengra. Ná ekki að leysa úr verkefnum sem fyrir liggja.
Þetta stig einkennist oft af óþægindum og pirringi. Hópurinn starfar illa saman, upplýsingastreymi er lítið, flestir í hópnum starfa eingöngu fyrir sjálfan sig, hópurinn lítur ekki á sig sem heild og meðlimir hans treysta og styðja ekki hvern annan. Margir, ef ekki allir, vilja leiða hópinn. Mun fleiri þætti voru nefndir og einhvernvegin var umræðan í kringum mig á þann veg að þessi lýsing ætti vel við borgarstjórn Reykjavíkur.
Það er alvarlegt mál ef hópurinn sem starfar í borgarstjórninni getur ekki starfað saman að því verkefni sem það er kosið til, að koma málum í verk fyrir Reykjavíkurborg. Ef tortryggnin og ágreiningurinn er orðin svo djúpstæður að mesta púðrið fer í að gera ágreining um alla hluti í nefndum og ráðum borgarinnar.
Rakst m.a. á nýlega fundargerð eins fagráðs borgarinnar þar mestur tími fundarins virtist hafa farið í að bóka í fundargerð, hvaða meirihluti hefði komið fram með góðar hugmyndir í málaflokknum. Alls 12 bókanir um eitt mál. Engin niðurstaða fengin og kannski aðeins spurning um hver á síðasta orðið.
Eftir slíkan lestur hallast maður að því að tillaga Stefáns Jóns í Silfrinu s.l. sunnudag, um starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG í borginni það sem eftir er kjörtímabilsins, sé skynsamleg.
Þá ætti að vera mögulegt að vinna að sameiginlegum verkefnum sem liggja fyrir í borginni án eilífra átaka meiri-og minnihluta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.