Leita í fréttum mbl.is

Að gefa mönnum umhugsunartíma

Frá þeim tíma þegar Vilhjálmur bað um tíma til að hugsa sinn gang um framtíð sína í borgarstjórn, hefur sá dagur ekki liðið að málið hafi ekki verið rætt í fjölmiðlum.

 

Um helgina varð engin breyting á.

 

Bjarni Benediktsson sagði í gær í vikulokunum, að það væri næstum vantraust við Vilhjálm að borgstjórnarflokkur hefði ekki líst yfir stuðningi við hann.

Í hádegisfréttum í dag stígur Gísli Marteinn fram og lýsir yfir stuðningi við Vilhjálm. Hann segir líka að rangt sé að gefa það í skyn að hann og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi þagað um það hvort þeir treysti Vilhjálmi. Allir borgarfulltrúar flokksins hafi lýst því yfir að þeir treysti honum til að gegna oddvitastöðunni. Ég er ekki viss um að allir túlki það þannig.

Geir segir í Silfrinu að hann vilji fá svar sem fyrst frá Vilhjálmi um hvað hann ætli að gera, helst í þessar viku. Í mínum huga var hann loðin í svörum sínum við stuðning við Vilhjálm í viðtalinu. .

 

Umræðan heldur stöðugt áfram og verður flóknari og jafnframt furðulegri með hverjum deginum sem líður.

Hver styður hvern og hver treystir hverjum? Ætli umhugsunartími Vilhjálms sé ekki farin að styttast eftir öll þau ummæli sem fallið hafa síðustu daga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Vilhjálmur Þ. er í oddastöðu eins og allir í þessum borgarstjórnarmeirihluta. Þess vegna þorir engin í borgastjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að láta verkin tala þá þannig að taka af Vilhjálmi Þ. oddvitastöðuna.

Ef Vilhjálmur Þ. fengi þær fréttir frá sínum félögum að hann væri ekki lengur oddviti Sjálfstæðismanna í borginni myndi hann hafa það í hendi sér að sprengja borgastjórnameirihlutan sem svar við því.

Vegna þassara stöðu sem Sjálfstæðisflokkurinn er í borginni nota þeir sálfræðina og beita hann þögninni með von um að það þreytti hann til uppgjafar án þess að slóðin verði rakin til þessara félaga hans.

Það verður að virða það við Vilhjálm Þ. hversu ótrauður hann heldur áfram með sín borgarmálefni og gæti það sýnt okkur hinum að hann hefði lent í blindgötu þar sem aðrir í Sjálfstæðisflokknum í höfuðborginni hefðu ratað betur þó að þeir væru alveg jafn sekir. Ég trúi því að Vilhjálmur Þ. eigi eftir að koma borginni upp úr öldudalnum.

P.S. Það vantar sendiherra í haust til Kanada Markús Örn fyrrum borgarstjóri er að hætta sem sendiherra þar.  

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband