Leita í fréttum mbl.is

Getur Sjálfstæðisflokkurinn minnkað?

Ljóst eftir síðustu skoðanakannanir að kjósendur sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru ekki ánægðir með nýja meirihlutann. Held að það sé frekar það, en vinnubrögðin við skipan hans.

Ekki heldur ljóst hvað slík niðursveifla varir lengi. Minni kjósenda er ekki mjög langt. Óvíst að þessar breytingar á fylgi flokksins verði nema til nokkra vikna.

Hinsvegar verða borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að stíga öll sín skref varlega ef þeir ætla að ná fyrri stöðu fyrir flokkinn í borginni. Erfið staða sem þeir eru í og fróðlegt verður að fylgjast með verkum þeirra á næstu misserum.

Velti því fyrir hvort Sjálfstæðisflokkurinn fari að upplifa þá stöðu að flokkurinn geti minnkað í samstarfi við annan stóran flokk. Á síðustu áratugum hefur lenskan verið sú að litlir flokkar, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur, hafa misst mikið fylgi í samstarfi við Sjálfsæðisflokkinn í landsmálum. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkur haldið sínu, eins og úrslit kosninga á síðustu áratugum sína.

Nú er flokkarnir tveir í ríkisstjórn báðir stórir og öflugir. Sjálfstæðismenn hafa líka verið í nokkuð erfiðum málum að undanförnu á meðan Samfylkingin hefur verið að gera vel.

Kannski er komið að þeim tímapunkti að Sjálfstæðisflokkurinn fari að missa fylgi líkt og gerst hefur fyrir aðra stjórnmálaflokka  í ríkistjórnarsamstarfi? Þá er spurning hvert það fylgi fer.


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú vantar bara nýjar skipanir í dómaraembætti til að laga stöðuna enn frekar.

Árni Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Nýja dómara! Heyr, heyr!  Ágreiningurinn er kominn fram á milli Ólafs og Gísla Marteins.  Hvernig þeir leysa flugvallarmálið er spurningin.

Auðun Gíslason, 2.2.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjálfstæðismenn ná vopnum sínum á nýjan leik:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

það er komið tími á að sjálfstæðisflokkurinn missi smá fylgi og því fyrr því betra,einnig er kominn mikil þreyta í þennann flokk eftir 16 ára setu í ríkisstjórn og löngu kominn tími á að gefa honum frí frá cöldum.

Magnús Paul Korntop, 2.2.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki bara frí. Fjarlægja hann fyrir fullt og allt. Það eru margir einstaklingar í flokknum sem hægt er að nýta í öðrum flokkum eftir nokkurra vikna endurhæfingu.

Árni Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 19:26

6 identicon

Sammála Árni, en finnst samt sem þú sért bjartsýnn. Að breyta forriti valdafíkla er vandmeðfarið og þar sem að stuðlar þessa flokks þekja aðferðir til að réttlæta spillingu, er þessi mengunarforvaldi í öllum þess þáttum.

"Þess vegna verðum við sem fyrr að umgangast þessi völd af virðingu og með hagsmuni fólksins í borginni að leiðarljósi."

Verðum við sem fyrr................ Þjóð man hvernig rökfræðilegan þvætting menntamálaráðherra  hafði í sambandi við ráðningu Þorsteins? Þjóð man og því miður vitnar hún til að ....við verðum sem fyrr....og með þessum orðum staðfestir hún blindni sína.

,,Jafnvel í virtustu blöðum er sagt að með því að taka Samfylkinguna inn í ríkisstjórn sé verið að gefa henni vængi. En við megum ekki gleyma því að í kosningunum 2003 var Samfylkingin ekki í ríkisstjórn og einungis munaði 3% á flokkunum. Við höfum séð hæðir og lægðir í skoðanakönnunum. Í maí og júní 2005 munaði bara um 2% á þessum tveimur flokkum. Síðan um haustið rukum við upp í 44%.”

 Hver eru þessi virtu blöð? Mogginn.

Nú þarf Samfylking að fara í Valhallarkirkjuna á hnjánum til að þakka sjálfstæðisflokki fyrir að þeim var hleypt inn. Hvernir er þetta með lýðræði, þekkja þeir skilning þess?

Haustið 2005 ruku þau upp í 44%, hmm.............er það þá sem dómsmálaráðherra byrjaði að stjórna landinu? Hvenær er hann nú fæddur?

Tilviljun að fréttirnar hafi efni lögreglunnar á bóðstólum í dag. Boðorð: haldið kjafti annars bíða rafbyssur (ala ótta)

ee (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 23:56

7 identicon

En hvað það er gott að það er fylgst með sjálfsstæðisflokknum núna, sérstaklega gerðum vissra. Vonandi sér Björn Bjarnason ráðherra til þess að halda öllum tölvupóstaviðskiptum skráðum, svo vel sem aðrir ráðherrar og þingmenn sjálfstæðisflokksins.

Annað brýtur í bága við stjórnarhætti.

ee (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 01:25

8 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Já það vona ég svo sannarlega, það eru ekki öll spillingar málinn kominn upp á borðið.

Vigfús Davíðsson, 3.2.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband