Leita í fréttum mbl.is

Konur segja nei

Öll höfum við heyrt mýtuna um að konur vilji ekki taka að sér störf í stjórnum fyrirtækja. Þegar eftir slíku er óskað segi þær nei og beri ýmsu við. Að sama skapi heyrist það sama í umræðunni um konur og fjölmiðla að konur segi frekar nei þegar þær eru beðnar að koma í viðtöl. Þetta sé ástæða þess að færri konur en karlar sitji í stjórnum fyrirtækja og að þær séu ekki eins sýnilegar í fjölmiðlum.

Ég viðurkenni það að þegar ég hóf þátttöku í stjórnmálum fannst mér oft erfitt að taka að mér að verkefni sem tengdust því að koma opinberlega fram. Erfiðast verkefnið fannst mér að flytja í fyrsta skipti, ræðu fyrir hönd þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur á Austurvelli á 17.júní, í beinni útsendingu í sjónvarpi. En það vandist eins og allt annað. þetta er auðvitað bara spurning um að undirbúa sig vel fyrir þau verkefni sem manni er falið.

Mér var ráðlagt það af góðri konu að ef ég væri beðin um að koma í viðtöl í fjölmiðlum ætti ég aldrei að segja nei,  Helst ekki heldur, ef ég væri beðin að taka sæti í stjórnum eða ráðum, sérstaklega ef fáar konur ættu þar sæti fyrir. Eftir þeim ráðleggingum hef ég farið

Ég hef oftar en ekki verið fyrst konan sem hef tekið sæti  í ólíkum ráðum og stjórnum og ekki verið eftirbátur þeirra karla sem setið hafa fyrir.

Hef hinsvegar oft velt því fyrir mér hvað karlar eru óragir við að taka að sér verkefni án þess að hafa til þess sérstaka burði. Við konur þurfum hinsvegar oft að velta málum fyrir okkur lengur og vera algerlega vissar um að við völdum verkefnunum, og gott betur en það ef eitthvað er. 

Öll höfum við mismunandi bakgrunn og mér finnst gott framtak að auglýsa nöfn þessara 100 kvenna sem eru tilbúnar að taka að sér frekari verkefni í stjórnum fyrirtækja.

Ég er hreykin af þessum konum og öllum konum öðrum sem eru tilbúnar að segja Já. Þær eru góðar fyrirmyndir fyrir þær ungu konur sem eftir koma.

Ég segi Já


mbl.is Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir enska orðið "mýta"? Tölum íslensku:

Myth:
n.
goðsögn kv.; goðsaga kv.; ímyndun kv.; uppspuni k.

Pálmi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Elsta dæmi í ritmáli af orðinu mýta er frá árinu 1930, það nægir mér til að telja það hluta af íslensku máli.

Uppruni orða er síðan oftar en ekki rakin til erlendra tungumála.

Anna Kristinsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Tja... Veit nú ekki hvað það er sem styður við  að kvennfólk sé tregara við að koma fram í fjölmiðlum, eflaust eitthvað. En þó að ein kona hagi sér ekki þannig (sem er jú meira en virðingarvert) þá segir það ekkert um hið fyrra. Hvað það kemur setu í stjórnum fyrirtækja við, það er óvíst. Ég hugsa að flestar konur myndu grípa að tækifæri ef eða þegar að það býðst. Því held ég að þetta sé alls ekki sambærilegt og rangt að spyrðla þessu saman í rökræðu.

Pétur Henry Petersen, 31.1.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Svava Halldóra Friðgeirsdóttir

Frábært verk hjá frambærilegum konum í stjórnir fyrirtækja.

Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Óneitanlega virkilega fínt framtak að mörgu leyti. En hvernig er það, ég hef staðið í þeirri meiningu að þeir sem sitja í stjórnum fyrirtækja séu þeir sem eiga í viðkomandi fyrirtækjum, og þá allajafna stærstu hlutina, eða fulltrúar þeirra. Falla allar þessar konur undir þá skilgreiningu? Spyr sá sem ekki veit.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 19:35

6 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Pétur,

Takk fyrir innlitið.

Held að ekki sé um það efast að konur eru öðru vísi en menn. Mín skoðun er sú að konur taki síður en karlar að sér verkefni nema þær séu fullvissar um getu sína. Vilja gera sín vel ef þær á annað borð taka verkin að sér. Þess vegna hafa þær gegnum tíðina hafnað viðtölum, stjórnarsetum, sætum á listum stjórnmálaflokka og svo framvegis. Ég tel reyndar að þetta sé að breytast með aukinni menntun kvenna. Sjálftraust kvenna hefur aukist samhliða. Og ekki gleyma að fjölskylduábyrgðin hefur líka breyst.  

En konum hefur enn sem ekki komið er verið boðin sæti í stjórnum fyrirtækja í sama mæli og körlum. Það vantar þeirra rödd þar og þeirra sýn á samfélagið. Þær hafa heldur ekki verið jafn sýnilegar sem stjórnendur fyrirtækja og það gæti verið ástæða þess að þeim er ekki boðið að sitja í stjórnum slíkra fyrirtækja. Engar konur eru þannig bankastjórar, enn sem komið er.

Þarna býður hópur vel menntaðra frambærilegra kvenna í atvinnulífinu fram krafta sína og gerir sig með þeim hætti sýnilegar fyrir stjórnendur fyrirtækjanna.

Hjörtur, Takk líka fyrir innlitið.

Auðvitað er slíkt þekkt að aðeins eigendur skipi stjórn fyrirtækis en það er alls ekki allgilt. Oft er fengið "gott" fólk úr atvinnulífinu til þess að taka sæti og koma að með þekkingu sína inn í slíkar stjórnir.  

Anna Kristinsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:30

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég vil fá að stjórna.Ég segi já.Sumar konur þurfa ekki að segja þetta, þær eru beðnar um að stjórna,eru kosnar til þess.Þær hafa hæfileika til stjórnunar.Dæmi er rektor Háskóla íslands og forstjóri Alcan.Báðar konur.Hæfileikar eiga að ráða þegar fólk fær stjórnunarstður annað ekki.Þar á engu að breyta hvort fólk er karl eða kona,samkynhneygt eða hefur skift um kyn.Hversu margir samkynhneygðir eru í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins.Eiga þeir, þær, ekki rétt á að fá að stjórna þótt þeir,þær, hafi ekki hæfileika til stjórnunar. Eða hvað.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2008 kl. 20:32

8 identicon

Sæl Anna.
Ég verð að segja að mér fynnst gaman að lesa bloggin þín. Þú skrifar af hógværð, og ert málefnaleg. Ég vildi gjarnan hafa þig í mínum flokki, þú næðir langt þar.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:16

9 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Konur inn í ráð og nefndir vegna þess að þér eru konur? Ef við föllumst á þetta erum við ekki bara að niðurlægja konur heldur að brjóta gegn mikilvægri lýðræðishefð þjóðfélagsins heldur einnig þeirri mikilvægu leikreglu  að menn þurfi að vera hæfir  - að sannprófa sig, fá hylli, brjótast áfram og sína verðleika sína - og komist áfram vegna þess. Verði þetta úr, gengisfellur seta kvenna í allri stjórnun hér á landi amk. þeirra kvenna sem komast inn sem "kvótakonur." 

Guðmundur Pálsson, 1.2.2008 kl. 10:22

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Konur eiga að eiga sæti í stjórnum fyrirtækja og eiga að fá sömu laun auk þess,það á að útrýma þessu kynjamisrétti í eitt skipti fyrir öll.

Magnús Paul Korntop, 2.2.2008 kl. 02:01

11 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Ég hef aldrei sagt kvótakonur og aldrei lagt slíkt til.  Ég hinsvegar tel að mikið að hæfum konum í atvinnulífinu séu okkur hinum, m.a. körlum ekki nægjanlega sýnilegar.

Konur þurfa ekki ölmusu, þær hafa hæfileikana og getuna og eru ekki að fara fram á líkt.

Þannig tengist sýnileiki kvenna í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi lítilli stjórnarsetu þeirra.

Anna Kristinsdóttir, 2.2.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband