27.1.2008 | 15:58
Að leggja niður stjórnmálaflokk
Las í Berlingske í dag að flokkur Centrum-Demokraterne-CD í Danmörku ákvað á fundi sínum í gær að leggja flokkinn niður frá og með 1.febrúar n.k.
Varaformaður flokksins Hans Christian Christensen telur að svo margir flokkar starfi á miðju stjórnmálanna og að flokkur hans eigi því ekki lengur erindi til kjósenda. Allt of margir af fyrrum félögum hans hafi valið af fara til starfa í öðrum stjórnmálaflokkum.
Þekki ekki stefnu eða störf þessa stjórnmálaflokks en tel það virðingarvert þegar menn viðurkenna að þeirra sé ekki lengur þörf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Athugasemdir
Flokkar á Íslandi sem þurfa að fara sömu leið:
Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 18:52
Er þetta ekki leiðin sem Framsóknarflokkurinn er á? Held að það þurfi ekki sérstaka ákvörðun né athöfn fyrir Frjálslynda og Íslandshreyfinguna (sem að vísu fær 12 milljónir á ári til að vera til).
Benedikt Sigurðarson, 27.1.2008 kl. 20:27
Komið þið sæl, Anna og skrifararnir aðrir !
Theódór !
Ég vil bæta við :
4. Sjálfstæðisflokkurinn
5. Samfylkingin
6. Vinstri hreyfingin - Grænt framboð
Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:43
Of mikill fjöldi flokka er það sem stuðlar að svona stjórnarkreppu eins og við höfum séð í Reykjavík. Ef það hefðu einungis verið þrír flokkar í framboði hefði þessi staða síður komið upp.
Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 21:33
Sæl.
Nafnið á blaðinu er BERLINGSKE TIDENDE. Stofnandinn mun hafa heitið Berling, sem skýrir þetta "g" sem skorti í kynninguna þína.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2008 kl. 21:38
Þakka ábendingu um BERLINGSKE TIDENDEB. Leiðréttist hér með
Anna Kristinsdóttir, 27.1.2008 kl. 22:03
Bara að framámenn í Framsóknarflokknum væru ekki staurblindir, þá myndu þeir að sjálfsögðu gera þjóðinni þann greiða að leggja Framsóknarflokkinn niður.
Stefán (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 11:03
Í raun og veru ættu bara að vera 3 flokkar á íslandi,þe:1 hægri flokkur,1 vinstri flokkur og 1 miðflokkur annað er bara of mikið eins og við höfum séð í gegnum árin svo ég tali nú ekki um allar hræringarnar hér í borginni undanfarið.
M.Ö.O.Það eru OF MARGIR flokkar á íslandi og það skapar glundroða.
Magnús Paul Korntop, 28.1.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.