Leita í fréttum mbl.is

Að axla sína ábyrgð

Mér hefur oftar en ekki fundist sú hefð vera í íslenskum stjórnmálum að menn axli ekki sína pólitísku ábyrgð.

Það er nú einu sinni þannig að þegar menn taka sæti sem kjörnir fulltrúar verða þeir opinberar persónur. Þetta gera menn að eigin ósk og sækjast eftir slíku fremur en hitt.

Allt sem þeir gera eða segja er undir smásjá fjölmiðla og almennings. Verk þeirra eru sífellt til umræðu og menn verða að þola að verk þeirra þoli dagsljósið. Það eru ekki allir sem þola slíkt áreiti.

Björn Ingi hefur nú kosið að hverfa úr borgarstjórn eftir 19 mánaða setu  og ber við persónulegum ofsóknum. Hvort það er raunveruleg ástæða fyrir brotthvarfi hans eða fyrirsjáanlegt áhrifaleysi  í borgarstjórn get ég ekki svarið fyrir. Kannski er ástæðan enn önnur.

Það er gott ef hann telur að slíkt verði til að framsóknarflokkurinn nái að rétta úr kútnum og með því axlar hann þá ábyrgð sem honum ber. Eftir sitja þó kjósendur flokksins til borgarstjórnar sem völdu hann til forystu með annan einstakling við stjórnvölin.

Vonandi verður þetta til að friður ríki í framsóknarflokknum, en það mun tíminn einn leiða í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband