Leita í fréttum mbl.is

Að fara vel með

Myndun nýs meirihluta í borginni tók allan minn tíma í gær. Var örugglega ekki ein um að eyða tíma mínum við lestur og áhorf fjölmiðla vegna þessa.

Nú þegar nýr meirihluti hefur verið myndaður veltir maður fyrir sér samfellu við stjórn borgarinnar. Hvað almennum borgarbúum finnist um og hvernig lýðræðið er að virka.

Þótt á síðasta kjörtímabili hafi verið þrír borgarstjórar við völd var þó alltaf sami meirihluti við völd. Pólítískar áherslur þær sömu.

Nú verða nefndir borgarinnar skipaðar í þriðja sinn í þessum meirihluta. Hefur allt áhrif. Nýir menn og nýjar pólitískar áherslur í hvert sinn.  

Byggingarverktakar hafa án efa glaðst í aðra röndina yfir nýja meirihlutanum. Nú má aftur auka byggingarmagnið og húsin fara hærra. 600 milljónir fara þó líklega í friðun húsa við Laugaveg. Ætli húsin séu þess virði?

Reyndar hafa undanfarnir dagar verið um margt sérstakir. Var spurð um það hvort ég væri ekki hætt í Framsóknarflokknum. Síminn stoppaði ekki, framsóknarmenn hringja enn þótt ég sé þar ekki lengur.  menn áhyggjufullir þar á bæ, sama hvað sagt er.

 Smá hugleiðingar vegna fatakaupa frambjóðenda.

Árið 2002 var ég í framboði fyrir fyrir framsóknarflokkinn í samstarfi um Reykjavíkurlista. Ég tók að sjálfsögðu þátt í kosningabaráttunni og sótti fjöldann allan af framboðsfundum á degi hverjum síðustu vikur kosningabaráttunnar. Áttaði mig á nauðsyn þess að vera vel til fara þegar ég sótti  fundi fyrir hönd framboðsins. Tók yfirdrátt í bankanum mínum til að kaupa mér nýjan fatnað. Held það hafi verið 200 þúsund. Greiddi  hann upp eftir að ég tók við starfi borgarfulltrúa eftir kosningarnar þá um vorið.

Þekkti ekki annað og vissi sem var að þetta væri mín ákvörðun og mínir peningar sem í þetta færi. Vann um áratuga skeið á skrifstofu framsóknarflokksins og tók  virkan þátt í öllum kosningum um langt árabil hvort sem kosið var til sveitarstjórnar eða Alþingis. Var jafnframt á oft í framboði fyrir flokkinn bæði til Alþingis og borgarstjórnar.  Aldrei varð ég þess áskynja að föt væru keypt á frambjóðendur.

Ég hinsvegar var oft í því hlutverki sem starfsmaður flokksins að velja fatnað fyrir forystumenn hans fyrir kosningar.  Kannski vegna þess að ég var eini kvenkyns starfsmaður flokksins. Frambjóðendurnir greiddu þó sinn fatnað en ekki flokkurinn.

Var í kosningastjórn í Reykjavík fyrir flokkinn fyrir síðustu kosningar til Alþingis. Aldrei rætt um að fata frambjóðendur upp. Þó var farið á marga framboðsfundi. Vissi þó að sumir frambjóðendur fengu  lánuð föt þegar teknar voru myndir af þeim. Verslanir þeim velviljaðar gerðu slíkt.

Í ljósi þeirra upphæða sem eytt hefur verið til fatakaupa fyrir einstaka frambjóðendur, velti ég því fyrir mér hvernig slíkir stjórnmálamenn fara með almennafé. Þeir hljóta a.m.k. að hafa vitað af kaupunum. Sama hvort slíkt er framlag er komið frá almenningi eða einstaka fyrirtækjum.

Ef eðlilegt er að eyða yfir milljón krónum í fatnað, hversu mikið má ætla að fari af almannafé í aðrar misvitrar ákvarðanir?

Er skrítið að menn spyrji?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna,

Nei, það er ekki skrítið þó það sé spurt.

Eirný Vals (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Enn ber mér að kvitta.

SVo er, að sama er, að því er ég best veit enn hjá mínum ástsæla Flokki, Sjálfstæðisflokknum.  Í  það minnsta var svo í tíð han sKjartans frænda sme framkvæmdastjóra Flokksins.

Þegar þú varst að vinna að málefnum borgarinnar hjá ÍTR varð ég var við þessa skoðun þína, að fé sem okkur er trúað fyrir, kemur ekki að Himunm ofan, heldur er það aflafé íbúa sveitafélagsins að mestu og tíund, sem tekin er af brauðstriturum, hvernig svo sem í búi þeirra er háttað. 

Þetta kunni ég svo sannanlega að meta og var svo á tímabili, þegar menn inntu mig, sótsvart íhaldið, hvernig mér líkaði vistin undir Framsóknarmaddömmu, að vinir mínir héldu mig fara að snúast í trúnni, þar sem ég jós þig lofi um stjórnun á þinni nefnd. 

Það mættu fleirri koma sér upp þeirri sýn, (bæði hjá BOrg og ríki) að fara með fé okkar með virðingu en samþykkja ekki möglunarlaust, hvern reikninginn á fætur öðrum, bara ef hann kemur frá nógu fínni skrifstofu vegna úttektar og þessháttar.

ég er auðvitað kallaður forpokaður og afturhaldsseggur, þar sem mér svíður oft svo mjög, þegar embættismenn gera ekki athugasemdir um skil á verkum bæði iðnaðarmanna og allskonar kerfis þetta og hitt.  Ekki blikna þeir við undirskriftir, fyrr en ég inni þá eftir því, hvort þeir myndu samþykkja þetta eða hitt, væri það úr þeirra eigin Heimilisbókhaldi og hvort þeir gerðu ekki athugasemdir um skil, eða vinnubrögð, væri vrkið gert á þeirra reikning eða vegna þeirra nánustu.

Nóg í bili

Tel þó einsýnt, að þú átt hvergi heima nema í mínum ástkæra Sjálfstæðisflokknum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.1.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Bumba

Komdu sæl Anna.

Ég mun aldrei kjósa Framsóknarflokkinn, en það skiftir ekki máli, ég sakna þin úr pólitíkinni, ber virðingu fyrir þér og fannst margt gott sem þú sagðir og stóðst fyrir. Mér fannst illa með þig farið af þínum eigin flokkssystkinum og súpa þau nú sum seyðið af þeirri meðhöndlun núna. Ég hlakka til að sjá þig aftur í pólítikinni bara vonandi ekki í Vinstri grænum eða Ruslakistu Samfylkingarinnar fyrir pólitíska flakkara. Það er of mikið spunnið í þig fyrir þessa vælukjóa.

En stattu upp núna stúlka, hristu af þér viðjar fortíðarinnar og mundu að flokkurinn þinn þarfnast þín núna. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.1.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er þekkt úr sjónvarpi að fatnaður skiptir gríðarmiklu máli, - fötin skapa manninn. Fatnaður þess sem kemur fram þarf að skapa jákvæð viðbrögð þess sem á horfir en mega samt ekki að vera svo áberandi að umræðan um dragi athyglina frá því sem sá, sem er á skjánum, er að segja.

Þess vegna leggja almannasamtök og fyrirtæki mikið upp úr því að talsmenn þeira séu smekklega klæddir og styrkja jafnvel fólk til þeirra fatakaupa sem nauðsynleg eru.

Sjónvarpsmenn þurfa þess utan að fara á vettvang þar sem fatnaðurinn veitir skjól við mjög mismunandi aðstæður og verður fyrir hnjaski, t.d. við eldsvoða eða á sjó.

Í þau 39 ár sem ég hef starfað við sjónvarp og síðan í síðustu kosningum minnist ég þess ekki að hafa nokkru sinni þegið fatastyrk af einu eða neinu tagi.

Ég bý svo vel að konan mín er smekkmanneskja á föt og hefur alla tíð keypt á mig öll föt. Móðir mín gerði þetta á undan henni þannig að á minni ævi hef ég aldrei farið í búð til að kaupa föt.

Konan mín er þar að auki sérstaklega hagsýn og kaupir ótrúlega ódýr föt í þeim búðum sem ódýrast bjoða þannig að svimháir fatareikningar eru óþekktir á okkar heimili.

Ég fer stundum í dökkblá föt sem eru orðin meira en tvítug og veit ekki til að nokkur hafi kvartað yfir því að þau væru ósmekkleg.

Ég hugsa oft um það hvað ég á óskaplega gott á alla lund að vera svona vel giftur.

Í síðustu kosningabaráttu var eftir því tekið hvað smekklegur og líflegur fatnaður Ingibjargar Sólrúnar gerði hana líflegri og það sýnir hve mikils virði smekklegur og upplífgandi fatnaður getur verið.

Ómar Ragnarsson, 23.1.2008 kl. 13:09

5 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Algerlega sammála Ómar, hvernig menn koma fyrir skiptir máli.

Frægt varð þegar framsóknarmenn voru litgreindir af Heiðar snyrti til að koma betur fyrir fyrir einar kosningarnar. Sumir þingmenn voru líka sendir til að kaupa á sig nýtt jakasett. En það var á þeirra eigin kostnað.

Hitt er annað hvort það eigi að vera á kostnað viðkomandi frambjóðenda eða á kostnað flokka hvernig þeir líta út. Einnig að þá gerist slíkt fyrir opnum tjöldum og með vitneskju þeirra sem að framboðinu koma. Eitt á þá yfir alla að ganga.

Anna Kristinsdóttir, 23.1.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband