20.1.2008 | 20:45
Að stinga hausnum í sandinn
Hvenær verða átök persónuleg og hvenær verða þau víðtækari.
Velti því fyrir mér eftir ummæli Guðna Ágústssonar í kvöldfréttunum um gagnrýni Guðjóns Ólafs á Björn Inga þar sem Guðni kaus að líta á átökin sem átök á milli tveggja manna en ekki almennt innan flokksins.
Þegar ég valdi að stíga frá borði úr Framsóknarskútunni hafði ég séð á bak fjölda vina og félaga sem töldu sér ekki vært lengur í félagsstarfinu vegna átaka. Þar voru m.a. nokkrir stjórnarmenn úr félögunum í Reykjavík.
Strútarnir velja að stinga hausnum í sandinn þegar vandi steðjar að. Það er ekki vænlegt til árangur fyrir forystumenn í stjórnmálaflokki að taka upp slík vinnubrögð.
Guðni veit vel um hvað málið snýst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
- vestfirdingurinn
- golli
- bjarnihardar
- amman
- jp
- bjorkv
- bryndisisfold
- olimikka
- salvor
- agnesasta
- eyglohardar
- orri
- gudfinnur
- gesturgudjonsson
- korntop
- sveitaorar
- stebbifr
- helgasigrun
- kex
- garibald
- strandir
- hlini
- gullistef
- bleikaeldingin
- kristinhelga
- sigurdurarna
- perlaheim
- saethorhelgi
- tidarandinn
- gisliivars
- arndisthor
- kristbjorg
- ibb
- inaval
- fararstjorinn
- laugardalur
- lks
- hildurhelgas
- ingithor
- nonniblogg
- faereyja
Athugasemdir
Það er nú álitamál hvort rétt sé að kalla orðræðu Guðjóns Ólafs "gagnrýni". Því miður kann Guðjón Ólafur ekki að takast á á málefnalegan og heiðarlegan hátt.
Þetta eru rætin níðskrif í sama anda og Guðjón Ólafur hefur skrifað oft áður, það voru einmitt svona níðskrif sem vöktu athygli mína á honum. Það var grein sem hann skrifaði um Freyjumálið í Kópavogi.
Því miður hefur Guðjón Ólafur verið eins langt frá öllu sem heitir heiðarlega og málefnaleg umræða og eðlilegt starf í lýðræðishreyfingu sem hugsast getur. Metnaður hans er særður en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi nokkurn tíma haft neina hæfileika til stjórnmálastarfs. Vonandi nýtur hann sín á einhverjum öðrum sviðum og vonandi kemst hann einhvern tíma til þess þroska að hann átti sig á hversu lítilmótleg orðræða hans er.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.1.2008 kl. 21:06
Sæl Anna
Merkilegt nokk að sjá , þá bæði núverandi og fyrrverandi frammara kljást.
Svona eins og gömul hjón sem eru að kenna hvort öðru um þegar þau misstu af síðustu vélinni frá Kanarí, þegar þau voru bæði of kærulaus að fylgjast með hvort öðru, svona eins og vel flest góð sambönd ganga út á.
Svo sér leikmaður eins og ég skýtnar merkjasendingar eins og "Guðni veit alveg út á hvað þetta gengur"
Merkilegt að það sé ekki hægt að ræða um hlutina eins og þeir eru.
Svo skilur "meðaframmarinn" ekkert í þvi afhverju menn geta ekki leyst innanflokksátök................
Halló, leysa málin, ekki meira dulmál.
Sigfús (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:12
sæl Anna, nú er að koma í ljós árangur af þínu starfi sem formaður bláfjallanefndar allt í kalda koli, ekki beint gáfulegar breytingar sem þú boðaðir,
Sigurjón Pétur (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:14
Sæl Anna,
Og ég sem hélt að allir væru bara í boltanum!
Sem fyrrverandi formaður í Framsóknarfélagi í Reykjavk suður og ein af fyrrverandi stjórnarmönnum, sem hef sagt mig úr Framsóknarflokknum, þá verð ég að segja að mig klæjar í fingurna að taka þátt í þessari síðustu uppákomu hjá mínum fyrrverandi flokksfélögum og læt mig hafa það að troðast inn á þína síðu!
Ég staðfesti hér með allt sem Guðjón Ólafur Jónsson sagði í Silfri Egils í dag um framgang Björns Inga innan flokksin síðan árið 2002! Björn Ingi og hans vinnubrögð innan flokksins eru aðalástæðan fyrir því að ég sagði mig frá þessu starfi!
Ég er ekki hissa þótt Guðjón Ólafur velji að fara þá leið að stinga á "kýlið" í fjölmiðlum, því ekki hefur verið hægt að ræða þessi mál af hreinskilni innan Framsóknarflokksins! Öllu er sópað undir teppi og vonir bundnar við að "óhreinindin" sitji þar! En stundum verður að "dusta" óhreinindin og í þessu tilviki verður fjandinn laus!
Guðjón Ólafur er að mínu mati að gera flokknum stórgreiða og ég vona að hann láti ekki staðar numið hér, því ég hef komist að raun um að mér þykir verulega vænt um þennan gamla flokk og er alls ekki sama um margt af því góða fólki sem þar ennþá starfar!
Í dag hefur síminn ekki stoppað hjá mér, fyrrverandi Framsóknarmenn hafa í hrönnum þurft að tjá sig um núverandi uppákomu og það er sammerkt með þessu fólki að ánægjan með Guðjón Ólaf er afgerandi. Gó, Guðjón!
Guðni! ekki stinga hausnum í sama pittinn og Halldór gerði, það varð Halldóri dýrkeypt!
Ég er hugsandi yfir umælum Salvarar! Hver matar hana?
kv. og fyrirgefðu átroðninginn!
Ég gafst upp en nú hefur GÓJ gefið mér byr undir báða vængi!
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:26
Já pólitíkin gerir besta fólk að svikulum varmennum og er það ekkert nýtt. Ég sé ekki að framsóknarmenn muni nokkuð lagast á næstunni því innri átök, pólitískar ráðningar að kjötkötlunum og pólitískar skipanir í ráð og nefndir eru hrópandi dæmi um niðurlægingu stjórnmálaflokkanna og bitlingaveitingar þvert ofan í faglega hæfni. Dæmi um slíkt var skipan þín Anna sem formanns stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins því að um stuttan feril þinn þar má segja: Sjaldan hafa jafn fáir eyðilagt jafn mikið fyrir jafn mörgum og þú gerðir á þeim ferli. Hafðu skömm fyrir.
Friðjón Árnason, fyrrverandi framsóknarfélgi (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:44
Sæl Salvör,
Guðjón hefur að mínu mati unnið mikið og gott starf fyrir framsóknarfélögin í Reykjavík. Skrif hans um átökin í Freyju voru af allt öðrum og ólíkum toga og komu ekki félögunum í Reykjavík við.
Ekki óvanlegt að menn hafi ólíka sýn á menn og málefni og ekkert óeðilegt við það.
Anna Kristinsdóttir, 20.1.2008 kl. 23:06
Það er gott að heyra að Guðjón Ólafur hafi unnið gott starf fyrir Framsókn í Reykjavík. Því miður hef ég ekki tekið eftir því á þeim tíma sem ég hef verið í Framsóknarflokknum. Ég hef margoft reynt að vekja athygli á því sem mér finnst miður fara á innanhússpóstlista flokksins sem og á þeim fáu fundum sem verið hafa.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.1.2008 kl. 01:46
Sæl nafna,
Sagan öll verður sögð. Spurningin er bara hvenær það gerist.
Anna Kristinsdóttir, 21.1.2008 kl. 09:27
Getur verið að Halldór Ásgrímsson sé farinn að stilla til friðar, eða er hann að efna til meiri ófriðar? Fer ekki þessu dálkaflugi að ljúka hjá Framsóknarflokknum. Skilja menn nú þegar sagt var að Framsóknarflokkurinn væri óbrúklegur til stjórnarsamstarfs?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:53
Oft var reynt að ræða þessi mál við fyrrverandi formann flokksins. Ekki skilaði það miklu. Hann kaus að stíga niður og láta aðra taka við vandanum.
Held að hans friðarrómur virki ósköp mjóróma í þessu máli enda um fyrrverandi aðstoðarmann hans að ræða.
Anna Kristinsdóttir, 21.1.2008 kl. 11:54
Ekki sýnist mér það lengur, nýr meirihluti í sjónmáli.
Hlýtur að breyta miklu fyrir framsókn í Reykjavík að verða í minnihluta í borginni í fyrsta sinn í 13 og hálft ár.
Þó menn telji það siðlaust en löglegt að láta kaupa spjarirnar utan á sig á kostnað flokksins ber mönnum að gefa slíkt upp til skatts. Ætli það orsaki tregðu manna til að svara til um fatakaupin?
Anna Kristinsdóttir, 21.1.2008 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.