9.1.2008 | 14:34
Malasía með þrumuveðri
Malasía tók á móti okkur ferðafélögunum með þrumuveðri á þriðjudag. Hressilegt og vakti aðdáun okkar allra. Lögðum af stað frá Nýja Sjálandi á hádegi á þriðjudag og þá tók við 10 tíma flug til Singapore.
Þá höfðum við átt góða tvo daga í Christchursch þar sem við fórum á söfn og í Sirkus. Áttum síðan góða kvöldstund með fjölskyldunni á Nýja Sjálandi á mánudagskvöldið á góðum veitingastað. Kvöddumst síðan á flugvellinum óviss um það hvenær við sæjumst næst. Þegar fjarlægðirnar eru svo miklar sem raun ber vitni er slíkt aldrei fyrirséð.
Á flugvellinum í Singapore beið okkar bílstjóri og við tók fjögurra tíma akstur til Melaka sem liggur á vesturströnd Malasíu. Þar sem tímamunur á milli Nýja Sjálands og Malasíu eru sex tímar voru menn orðnir þreyttir þegar komið var á áfangastað.
Í dag var síðan farið í skemmtilega skoðunarferð um borgina sem hefur merkilega sögu að geyma um verslun og viðskipti á milli Evrópu og Asíu s.l. árhundruð. Nú búa um hundarð þúsund íbúar í borginni og mikil uppbygging virðist vera hér, ekki síst vegna fjölda ferðamanna sem sækja borgina heim. 80% íbúa Malasíu eru múslímar og því er margt nýtt og framandi að sjá og heyra. Eftir ógleymanlegt nudd var síðan setið við sundlaugina með yngstu ferðafélögunum og hlustað á þrumur í fjarska. Hitinn um 30 gráður og dagurinn kominn að kveldi. Minning sem ekkert okkar gleymir í bráð.
Á morgun verður síðan haldið til höfuðborgarinnar Kuala Lumpur og dvalið þar í tvær nætur.
Síðan verður haldið heim á leið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Mitt val
Blogg Gáttin
Bloggvinir
-
vestfirdingurinn
-
golli
-
bjarnihardar
-
amman
-
jp
-
bjorkv
-
bryndisisfold
-
olimikka
-
salvor
-
agnesasta
-
eyglohardar
-
orri
-
gudfinnur
-
gesturgudjonsson
-
korntop
-
sveitaorar
-
stebbifr
-
helgasigrun
-
kex
-
garibald
-
strandir
-
hlini
-
gullistef
-
bleikaeldingin
-
kristinhelga
-
sigurdurarna
-
perlaheim
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
gisliivars
-
arndisthor
-
kristbjorg
-
ibb
-
inaval
-
fararstjorinn
-
laugardalur
-
lks
-
hildurhelgas
-
ingithor
-
nonniblogg
-
faereyja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.