Leita í fréttum mbl.is

Malasía með þrumuveðri

Malasía tók á móti okkur ferðafélögunum með þrumuveðri á þriðjudag. Hressilegt og vakti aðdáun okkar allra. Lögðum af stað frá Nýja Sjálandi á hádegi á þriðjudag og þá tók við 10 tíma flug til Singapore.

Þá höfðum við átt góða tvo daga í Christchursch þar sem við fórum á söfn og í Sirkus. Áttum síðan góða kvöldstund með fjölskyldunni á Nýja Sjálandi á mánudagskvöldið á góðum veitingastað. Kvöddumst síðan á flugvellinum óviss um það hvenær við sæjumst næst. Þegar fjarlægðirnar eru svo miklar sem raun ber vitni er slíkt aldrei fyrirséð.

Á flugvellinum í Singapore beið okkar bílstjóri og við tók fjögurra tíma akstur til Melaka sem liggur á vesturströnd Malasíu. Þar sem tímamunur á milli Nýja Sjálands og Malasíu eru sex tímar voru menn orðnir þreyttir þegar komið var á áfangastað.

Í dag var síðan farið í skemmtilega skoðunarferð um borgina sem hefur merkilega sögu að geyma um verslun og viðskipti á milli Evrópu og Asíu s.l. árhundruð. Nú búa um hundarð þúsund íbúar í borginni og mikil uppbygging virðist vera hér, ekki síst vegna fjölda ferðamanna sem sækja borgina heim. 80% íbúa Malasíu eru múslímar og því er margt nýtt og framandi að sjá og heyra. Eftir ógleymanlegt nudd var síðan setið við sundlaugina með yngstu ferðafélögunum og hlustað á þrumur í fjarska. Hitinn um 30 gráður og dagurinn kominn að kveldi. Minning sem ekkert okkar gleymir í bráð.

Á morgun verður síðan haldið til höfuðborgarinnar Kuala Lumpur og dvalið þar í tvær nætur.

Síðan verður haldið heim á leið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband