Leita í fréttum mbl.is

Að trúa á sjálfan sig

Ánægð með þetta val. Freyja er frábær einstaklingur sem hefur sýnt okkur öllum að það eru ekki einstaklingarnir sem eru fatlaðir heldur eru það viðhorfin sem eru röng í samfélaginu.

Mér finnst líka sem foreldri að Freyja hafi verið alin upp á einstakan máta. Hún vissi einfaldlega ekki að fötlun sinni meðan að hún var yngri. Hún gat allt, var ekki hlíft og þess vegna er hún eins einstök eins og raun ber vitni.

Foreldrar hennar hljóta að vera einstakt fólk að ala hana upp með þessum hætti. Enda segir hún sjálf frá því að hennar viðhorf hafi mótast af því umhverfi sem hún kemur úr.

Ég hef oft velt vöngum yfir ýmsu í  uppeldi og verndun sonar míns  eftir að ég hef hlustað á Freyju flytja fyrirlestra og erindi. Hún hefur fengið mig til að endurskoða margt sem ég taldi að ég gerði rétt. Svo tekst henni að vera passlega hæðin og ótrúlega skemmtileg í leiðinni. 

Hún er einstök og án efa þess megnug að ryðja brautina. Það hefur hún sýnt með þrautseigju og dugnaði. Öðrum fötluðum til hvatningar

Til hamingju Freyja


mbl.is Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband